Freyr - 01.05.2001, Síða 75
Ahersluefni f
sauðfjárrækt í Bretlandi
Úr árbók Samtaka breskra kjötframleiðenda,
MLC, árið 2000
MLC eru samtök kjöt-
framleiðenda í Bret-
landi og hafa með
höndum málefni
kindakjöts, nautakjöts og svína-
kjöts. Þessi samtök annast margs
konar markaðs- og kynningarmál
fyrir þessa framleiðslu en fjalla
einnig mikið um fagleg mál grein-
anna. I 11. árgangi Sauðfjárrækt-
arinnar má finna tiltölulega ítarlega
umfjöllun um þessa starfsemi í
sauðfjárrækt. Samtökin gefa á
hverju ári út mjög vandaðar árbæk-
ur í hverri grein. Nýlega er komin
út árbók sauðfjárræktarinnar fyrir
árið 2000. Hér á eftir er ætlunin að
kynna örfá atriði sem þar koma
fram. Bretland er ráðandi aðili í
þróun markaðar fyrir kindakjöt inn-
an ESB þannig að fróðlegt er að
fylgjast með því sem þar gerist.
Stefnumarkandi þættir stofnunar-
innar eru eftirfarandi;
* Auka markaðshlutdeild lamba-
kjöts á innanlandsmarkaði.
Þama er áhersla lögð á að ná til
yngri neytenda með hraðréttum.
Auka notkun lamakjöts í mötu-
neytum og stofnunum. Stuðla að
þróun á nýjum réttum.
* Skapa lífvænlega útflutnings-
möguleika fyrir dilkakjöt.
* Auka samkeppnishæfni bú-
greinarinnar.
Hér er áhersla lögð á virkan
stuðning við kynbótastarf í
sauðfjárræktinni í Bretlandi.
* Sinna þeim málum sem hafa
áhrif á ímynd greinarinnar.
Hér er öll áhersla lögð á að
tryggja að dilkakjötið tengist
ekki umræðu þar í landi um kúa-
riðu. í því sambandi á einnig að
Jón Viðar ptr
Jónmundsson
Y* '• /K'
Bænda-
samtökum áb:
íslands —il
stuðla að ræktun sauðfjár með
erfðalega mótstöðu gegn riðu-
veiki.
I umfjöllun um markaðsmál er
talið að mestur árangur hafi náðst í
sambandi við þróun rétta sem eru
auðveldir og fljótir í matseld (hrað-
réttir). Þróun rétta, sem eru einfald-
ir og fljótlegt að matreiða, eru öðru
fremur kall markaðarins í dag. Þá
er veruleg áhersla lögð á þróun á
réttum fyrir fjölbreytilegan markað
(mötuneyti, krár, skyndibitastaði
o.s.frv.). Þama er lögð áhersla á
rétti sem hafa mjög góða nýtingu
við neyslu þeirra.
í yfirliti um framleiðsluna kemur
fram að árið 1999 var 67% bresku
framleiðslunnar neytt innanlands
en 33% fóru til útflutnings. Frakk-
land er langsamlega stærsti útflutn-
ingsmarkaðurinn og tók við um
64% útflutningsins. Á franska
markaðnum er hins vegar talsverð-
ur samdráttur í neyslu kindakjöts.
Af útflutningnum var talsverður
hluti lifandi fé eða rúm ein miljón
fjár, en það svarar til um 5% heild-
arframleiðslunnar.
Lögð er áhersla á að á útflutn-
ingsmarkað þurfi 16-20 kg
skrokka, þeir eigi að vera í
vöðvaflokkum R, U eða E og fitu-
flokkunum 2 eða 3.
Til rannsóknar- og þróunarstarfs
innan greinarinnar verja samtökin
um kr. 60 milljónum á ári. Fast að
80% þess er varið til ýmiss konar
ræktunarstarfsemi, sem að mati
stofnunarinnar mun skila greininni
mestu til lengri tíma litið. Greini-
legt er að þarna er verið að hleypa
af stokkunum öflugri starfsemi í
þessum efnum sem um margt
minnir á starfsemi fjárræktarfélag-
anna hér á landi, en hún hefur verið
virk hér í mörgum sveitum í hart-
nær fimm áratugi.
Framleiðslukostnaður
Niðurstöður eru birtar um
framleiðslukostnað í dilkakjöts-
framleiðslunni í Wales. Sam-
kvæmt þeim virðist kostnaður
vera yfir 300 krónur á hvert kg af
kjöti. Niðurstöðurnar eru um
margt líkar hérlendum niðurstöð-
um. Breytileiki í kostnaði er
feikilega mikill á milli búa.
Ódýrust er framleiðslan þar sem
afurðasemi er mest, dilkar vænst-
ir og frjósemi ánna mest, þó að
langt sé frá því að þetta samband
sé einhlítt. Fastur kostanður er
mjög íþyngjandi.
Eins og fram hefur komið er lögð
feikilega mikil áhersla á að ná
árangri með virku ræktunarstarfi. í
þeim efnum hafa Bretar tekið í
notkun sniðmyndatæki. Með þeim
telja þeir sig fá 50% nákvæmara
mat á vefjasamsetningu hjá lifandi
fé en mögulegt sé að fá með óm-
sjármælingum. Þetta er mjög dýr
tækni. Bretar ætla sér að nýta hana
á þann hátt að til þessara mælinga
velja þeir allra bestu hrútlömbin á
Frh. á bls. 57
pR€VR 6-7/2001 - 75