Freyr

Årgang

Freyr - 01.11.2001, Side 7

Freyr - 01.11.2001, Side 7
ráðunautastörf. Þetta var afar fróð- legt og gaman að kynnast þessu fólki. Þama var fólk af öllum meg- intrúarbrögðum heimsins, þannig að ekki var hægt að bera á borð fyr- ir hópinn annan mat en úr fiski, lambakjöti eða fuglakjöti, auk grænmetis og ávaxta. Hindúar máttu ekki borða nautakjöt og múslimar ekki svínakjöt. Það eitt að kynnast fólki frá svona mörgum og dreifðum lönd- um var mikil upplifun. Ég minnist þess t.d. að eitt sinn var verið að sýna okkur ýmsar gerðir véla og verkfæra sem notaðar voru við kartöflurækt, sumar geysistórar en aðrar minni, þar á meðal var upp- tökuvél fýrir hesta eins og faðir minn hafði notað. Einn þátttakand- inn var ráðunautur frá Indónesíu og hann sýndi vélunum lítinn áhuga. Ég spurði hann þá hvort svona upp- tökuvél kæmi ekki að góðu gagni heima hjá honum. Hann sneri þá upp á sig og nánast hreytti út úr sér: Heldur þú að ég ætli að fara að flytja inn svona vél sem sviptir fimm manns vinnu sinni? Varþetta ekki dýrt nám? Jú, þetta hlýtur að hafa kostað mikið, en ég fékk það ókeypis. Hollendingar reka þessi námskeið sem þróunarhjálp, en einnig gekk þeim það til að afla sér markaða fyrir útsæðiskartöflur. Þeir rækta mjög mikið af útsæðiskartöflum sem þeir flytja út um allan heim og í sambandi við það stunda þeir miklar kynbætur á kartöflum. Mörg fyrirtæki stunda þessar kynbætur og það eru sífellt að koma ný af- brigði á markaðinn. Eitt af þessum fyrirtækjum bauð þama fram mörg ný afbrigði, og eitt af þeim nefndist Premier. Það flutti ég til íslands og fór að gera tilraunir með það. Síðan hafa Premier útsæðiskartöflur verið fluttar til landsins svo að svolítið hafa Hollendingar fengið upp i kostnaðinn við nám mitt. Premier hefur reynst nokkuð vel og er nú ræktað töluvert á Islandi. Hverjir voru skólastjórar á Hvanneyri á þinum ferli? Ég hefi starfað hjá fjórum ágæt- um skólastjórum, Guðmundi Jóns- syni, Magnúsi B. Jónssyni, Sveini Hallgrímssyni og Gísla Karlssyni, sem var skólastjóri í eitt ár á meðan Magnús var i námsleyfi. Þeir lögðu sig allir fram í mjög erfiðu starfi. Það er meira en að segja það að stjóma skóla á fram- halds- og háskólastigi, rannsóknum, endurmenntunarstofnun, skólabúi og uppbyggingu á skólastað, með takmörkuðu íjármagni. Mér finnst að þeir sem fara með ijárveitinga- valdið átta sig ekki á því hvað það er miklu dýrara að reka skóla sem verða að vera með verklega og bók- lega kennslu en skóla þar sem bók- nám er yfirgnæfandi. Þrátt fyrir allt held ég að skólarn- ir, sem heyra undir landbúnaðar- ráðuneytið, séu nokkuð sambæri- legir við svipaða skóla á hinum Norðurlöndunum. En ég er sann- færður um að okkar norrænu skólar eru töluvert lakari en sams konar skólar í Hollandi og líklega víðar á meginlendi Evrópu. Árangurinn er líka góður í hollenskum skólum. Sennilega eru hollenskir bændur þeir bestu í heimi, þeir einoka allt að því vandasömustu greinar land- búnaðar sem gefa mestu tekjur, t.d. blómlaukarækt, ræktun útsæðis- kartaflna og grænmetisfræs. Vegna kostnaðar getum við auðvitað ekki hagað verklegri kennslu eftir hol- lenskri fyrirmynd, en við gætum margt af þeim lært. En hvað lagðir þú einkum stund á i Bretlandi? Þar var ég lengst á kynbótastöð fyr- ir grös og belgjurtir í Wales sem neíhdist „Wales Plant Breeding Station“ í Aberystwyth, en heitir eitt- hvað allt annað núna. Þar var tækni við ffamkvæmd tilrauna að mörgu leyti betri en ég hafði séð annars staðar. I Noregi var ég svo sex mánuði við Landbúnaðarháskólann á Ási. Þar sótti ég m.a. fyrirlestra í jarð- rækt og garðyrkju. Ég var þar undir handarjaðri prófessors Birgers Opsahl, sem bauð mér með sér í ferðalög, m.a. á tilraunastöðvar. Á Ási lærði ég miklu meira um græn- metis- og berjarækt en ég hafði lært áður. Það kom mér að miklum not- um seinna. Mér virðist að kennslubœkur nágrannaþjóðanna sé glœsilegri og jjölbreyttari en hér á landi? Eðlilega er það eitt af vandamál- Tilraunafólk á Hvanneyri sumarið 1959. Fré vinstri: Magnús Einarsson, Sif (föðurnafn vantar), Hanna Frimannsdótir, Þorsteinn Þorsteinsson, Hildur Guðmundsdóttir og Magnús Óskarsson. FR6VR 11/2001 - 7

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.