Freyr - 01.11.2001, Page 9
sem stunda nú fjamám við Hvann-
eyrarskólann.
Verknámið?
Alveg frá stofnun var mikið
verknám við bændaskólana enda
þörfin mikil. Einkum liefur verið
rómað hve nemendur í Olafsdal
náðum góðum tökum á búsmíði.
Um aldamótin 1900 höfðu þeir
smíðað meirihlutann af hestvögn-
um sem þá vom til á Islandi, en þeir
vom raunar ekki margir.
Þegar ég kom fyrst að Hvanneyri
sem nemandi áttum við að vinna
þar 780 tíma í verknámi. Þá fór öll
vinnan fram á skólabúinu en nem-
endur voru þá það margir og kenn-
arar fáir að skólinn réði illa við
þetta. Skömmu síðar var verknám-
ið stytt um helming. Það var þó
bullandi óánægja meðal nemenda
með þetta nám enda var þetta
ólaunuð vinna en nóg um aðra
vinnu.
Eg held að skólabúið hafí heldur
ekki grætt á verknáminu, þó að
nemendur héldu öðm fram. Vanda-
málið var að það vom ekki til bú-
vélar fyrir alla þessa nemendur til
að læra á og búreksturinn var ekki
nógu fjölbreyttur. Menn vom því
látnir ganga í alls konar störf sem
þeir þóttust kunna.
Það dró svo smám saman úr
þessu námi og það var fellt inn í
bóknámstímanum og takmarkaðist
að lokum við viðgerð véla, verk-
nám í mjöltum, og hirðingu sauð-
fjár. Þá kom fram krafa frá bænda-
samtökunum um að efla þyrfti
verknámið og með lögum um bú-
fræðslu frá árinu 1978 var ákveðið
að flytja það út til bænda og að það
skyldi standa í 13 vikur. Um líkt
leyti er Sigtryggur Bjömsson ráð-
inn kennari að Hvanneyri og hann
tók við umsjón með því.
Eg og fleiri spáðum illa fyrir
þessu, við töldum að nemendur
myndu ekki sætta sig við þetta. Það
er að vísu eitthvað um að nemendur
hafi verið óánægðir og talið sig lít-
ið hafa lært á þessu námi. Mikill
meirihluti hefúr hins vegar verið
Úrtilraunagarðinum á Hvanneyri.
ánægður þegar frá hefúr liðið og
talið það eðlilegan og gagnlegan
hluta af búfræðináminu. Það hefur
verið leitast við að nemendur fari
til verknáms á nýjar slóðir, fjarri
heimahögum, og oft hafa myndast
varanleg vináttubönd heimafólks
og verknema.
Verknemar eiga að skila 40 tíma
vinnuviku fyrir kennslu sem þeir
njóta á búinu og uppihald. Þeir
halda dagbók um störf sín og annað
sem fyrir ber á bænum og þeir eiga
að skrifa ritgerðir um afmörkuð
efni sem tengjast búinu og sveitinni
þar sem þeir eru.
Ég tel að það megi þakka Sig-
(Ljósm. Björn Þorsteinsson).
tryggi að verulegu leyti hve vel
þetta nám hefúr tekist á Hvanneyri
sem hann hefur mótað manna mest.
Auk þess hefúr verið kennd verk-
leg vélfræði á skólanum, reyndar
aðallega logsuða og rafsuða en nú er
það orðið á fárra færi að fram-
kvæma meiriháttar viðgerðir á bíl-
um og dráttarvélum heima á bæjum
vegna þess hve tækin eru orðin
margbrotin. Þá hafa verið kenndar
mjaltir og meðferð mjaltavéla, bú-
fjárdómar og rúningur. Auk þess
hafa tamning hrossa og búsmíðar,
þar sem menn hafa smíðað áhöld úr
jámi fyrir sjálfa sig, verið valgrein-
ar.
FR€VR 11/2001 - 9