Freyr - 01.11.2001, Qupperneq 15
ungsgrjóti og smærra grjóti í
bland. Varast ber eins og
hægt er að möl eða sandur
berist með í garðana því að
fínna efni veldur því að vatn
streymir ekki eins vel í
gegnum þá og garðarnir
breytast í malargildrur frem-
ur en búsvæði laxaseiða.
Meðallíftími grjótgarða og
grjótodda án lagfæringa má
áætla að sé um 5 ár. Þegar
grjótið er einu sinni komið á
staðinn er auðvelt að nota
það í nýja garða og hleðslur
þegar þeir gömlu gefa sig.
Það má hugsa sér að til lengri
tíma litið þurfi að lagfæra að
meðaltali um 20% búsvæða á
ári. Þeir ijármunir, sem varið
er í búsvæðagerð, eru því að
skila sér að jafnaði i aukinni
seiðaframleiðslu á 5 ára
tímabili. Til samanburðar
skilar hver seiðaslepping
aðeins afrakstri einu sinni.
Varast ber að líta á
búsvæðagerð sem varanlega
framkvæmd því að ekki er
ætlunin að breyta umhverfi
ánna til lengri tíma heldur að auka
seiðaframleiðslu tímabundið með
veigalitlum og ódýrum aðgerðum,
eða endurheimta töpuð búsvæði.
Tilraunaverkefni
í áranna rás hafa verið gerðar til-
raunir með búsvæðagerð fýrir laxa-
seiði í íslenskum laxveiðiám. I
flestum tilvikum hefur verið um
einstök tilvik að ræða sem ekki hef-
ur verið fylgt eftir eða árangur af
þeim metinn. Þannig voru útbúin
búsvæði í Laxá í Aðaldal af banda-
rískum fiskifræðingi, Scott Weng-
er, i samvinnu við heimamenn fyrir
allmörgum árum og svipaðar að-
gerðir voru framkvæmdar í Laxá í
Skefilsstaðahreppi, Húseyjarkvisl
og Grímsá í Borgarfirði. Eina áin,
þar sem skipulegt þróunar- og
rannsóknarátak í búsvæðagerð hef-
ur farið fram yfir lengri tíma, er í
Húseyjarkvísl i Skagafirði. Það
verkefni hefur verið unnið í sam-
vinnu veiðifélagsins, Stangveiðifé-
lagsins Strauma og greinarhöfund-
ar.
Grjótgarðamir, sem búnir hafa
verið til í Húseyjarkvísl í Skaga-
firði, em nú famir að skipta vem-
legu máli fyrir gönguseiðafram-
leiðslu. Þegar framkvæmdir hófust
veturinn 1992 - 1993 var fyrst og
fremst um tilraunastarfsemi að
ræða. Síðan þá hefiir markvisst ver-
ið unnið að þróun búsvæðagerðar í
Húseyjarkvísl og hafa orðið miklar
framfarir á þessum tíma. Þéttleiki
seiða, sérstaklega eldri seiða, hefur
verið mjög mikill í grjótgörðunum
og þau vaxið mjög vel (Bjarni
Jónsson 2000, VMST-N00007).
Grjótgarðamir skipta mestu máli
fyrir eldri laxaseiði. Tilkoma grjót-
garðanna virðist ekki hafa komið
niður á seiðaframleiðslu annars
staðar í ánni. Samkvæmt áætlunum
dvöldu unr 1% laxaseiða tveggja
ára og eldri í Húseyjarkvísl í grjót-
görðunum árin 1993 - 1995,
sem er óverulegur hluti.
Haustið 1996 brá hins vegar
svo við að um 15% (áætlað
útfrá botnfleti og niðurstöð-
um endurtekinna rafveiða)
allra eldri laxaseiða í
Húseyjarkvísl höfðust við í
grjótgörðunum sem er um
18% viðbót ef litið er á seiði í
grjótgörðum sem viðbót við
þau seiði sem fyrir vom í
ánni. Það er einnig líklegt að
grjótgarðamir hafi enn
mikilvægara hlutverki að
gegna á vetuma en á sumrin
sem skjól fýrir seiði en þá
leita seiðin enn frekar í
garðana (Bjarni Jónsson
1997, VF002/97). Frá því að
verkefnið í Húseyjarkvísl
hófst hafa verið búnir til 37
grjótgarðar sem flestir eru
enn ákjósanleg búsvæði fyrir
laxaseiði. Þessi tilbúnu bú-
svæði telja nú samanlagt
tæplega 1000 fermetra (m2) í
ánni sem er mun meira en í
nokkurri annarri á á Islandi.
Lokaorð
Sú fiskræktaraðgerð, sem mestur
vaxtarbroddur er í, er búsvæðagerð.
Slíkar aðgerðir em mun vistvænni
en seiðasleppingar, sérstaklega
þegar í hlut eiga litlir og viðkvæmir
laxastofnar.
íslenska landbúnaðarbyltingin og
framræsla lands hefur víða orðið til
þess að gera vatnsbúskap óstöð-
ugri, og aukið landrof og framburð
af fínum jarðvegi og möl. Við það
hafa tapast búsvæði fyrir laxa og
aðrar lífvemr. Tilbúin búsvæði em
því ekki ónáttúmleg viðbót heldur
má einnig líta svo á að verið sé að
nokkm að færa aðstæður til fyrra
horfs. Það er lika að aukast áhugi á
því að sameina vamir gegn land-
broti og búsvæða- eða veiðistaða-
gerð.
Sá árangur sem náðst hefur i
Húseyjarkvísl hefur sýnt að bú-
svæðagerð er álitlegur kostur í fisk-
rækt á íslandi.
pR€VR 11/2001 - 15