Freyr

Årgang

Freyr - 01.08.2003, Side 8

Freyr - 01.08.2003, Side 8
Elsti sitkagreniteigurinn á Stálpa- stöðum, gróðursettur 1952. Kvæmið er Point Pakenham innst i Prins Vil- hjálmsflóa. Hákon Bjarnson safnaði fræinu 1945. Mynd: S.BI. 1994. | 8 - Freyr 6/2003 svefnpoka og lagði hann í rúm sem ég sofnaði í og svaf ágætlega. Þegar ég vaknaði í birtunni var lík það fyrsta sem ég sá á gólfmu, af mús. Mér brá ekkert sérstaklega við, því að ég var vanur því frá því að liggja á jörðinni í Alaska, að þegar maður var að bylta sér á nætumar og lagðist á bakið að þá upphófust músaskrækirnir og maður þurfti að lyfta sér til að hleypa þeim undan! Stærsti sitkagreniteigurinn á Stálpa- stöóum var gróðursettur 1961. Kvæmið Cordova, Alaska. Timbri úr fyrstu grisjun í þessum teig var flett í þiljur Salarins i Kópavogi. Norsk kona, héraðsskógameistari í Bodö, virðirhann fyrirsér. Mynd: S.BI. 1994. Varla hefur þú getað boðið nokkurri konu upp ú aó koma með þér í þessar aðstœður? Jú, konan mín, Svava Halldórs- dóttir frá Drangsnesi, stóð í ströngu með mér alla mína starfs- tíð í Hvammi. Við bjuggum í þessu gamla húsi lengi vel, reyndar bara á sumrin, og hún sá um að matbúa fyrir starfsmenn og fjölda gesta í þessu erfiða eldhúsi í átta ár, eða þar til byggt var við húsið og eld- unaraðstaðan var flutt upp á hæð- ina. Á sama tíma eignuðumst við þrjú böm og það var ekkert þvotta- hús, en kalt vatn leitt inn sem þurfti svo að hita á eldavélinni í alla þvotta. Rafmagn kom ekki íyrr en 1973, en ég fékk gamla 1,5 kW díselrafstöð, sem búið var að kasta, frá Vöglum og hún rétt nægði til lýsingar. Við höfðum kolamið- stöðvarketil til að hita upp húsið og kolaeldavél til eldunar, en auk þess gashellur. Við fómm hins vegar ekki að búa allt árið í Hvammi fyrr en 1977 og þá í nýju og ágætu húsi. Bömin okkar urðu fjögur og við eigum níu bamaböm. Hvert var markmiðið með skóg- rœktinni úþessum úrum? I upphafi var einfaldlega gróður- sett í það land sem fékkst og þá þær plöntur sem til vom - annað var ekki í boði. Það vissi enginn nákvæmlega fyrir hvað myndi spjara sig hér svo að þetta var meira og minna tilraunavinna.Við sáum hvað hafði spjarað sig á Hall- ormsstað og það var aðal viðmiðið. Á Stálpastöðum hafði verið gróð- ursett talsvert af íslensku blágreni af fræi að austan og einnig af síber- íulerki, allt frá 1952. Þetta var allt mjög vöxtulegt þegar hretið fræga gerði 1963. Síðan hefúr síberíuler- kið ekki verið fallegt og 90% af blágreninu dó. Það sem lifði af því stóð sig hins vegar vel. Við emm búin að gróðursetja hér mörg kvæmi af stafafúm. Ég býst við að ef við hefðum ekki hitt á Skagway fumma þá væmm við hætt að rækta stafafum hér. Þetta sýnir bara hvað það er endalaus vinna að leita að kvæm- um sem vel henta og það er algjör nauðsyn að halda slíkum tilraun- um áfram. Nú er búið að gróðursetja um 30 tegundir ffá um 70 stöðum á jörð- inni á Stálpastöðum, aðallega barr- tré og háfjallategundir. Hér emm við því komin með fínan háskóla fyrir íslenska skógrækt! Við eig- um hér um 300 kortlagða reiti og það er mikill akkur í því að til er nákvæm skráning um þá, bæði hvað mikið hafi verið tekið út af jólatrjám og ýmsar mælingar. Slík skrá segir heilmikla sögu þó svo reitimir deyi út á einhveijum tíma. Enn veit ég ekki nema um tvo reiti þar sem allt hefúr drepist, en þar var einkum þöll. Við verðum hins vegar að gera okkur grein fyrir því að við höfúm verið á hlýviðris- skeiði frá 1930 og þvi er útkoman kannski jafn góð og raunin er í dag. Segðu mér aðeins frú afdrifum Gústavíðisins. Þegar ég sendi hann heim lenti hann í Fossvoginum. Þar var hann í beði í nokkur ár. Svo vildu menn losna við hann og til þess að hon- um yrði ekki hent þá tók ég hann hingað upp eftir. Ég setti hann und- ir Svartaklettinn og í 1963 hretinu sá ekkert á honum. Upphaflegu

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.