Freyr

Volume

Freyr - 01.08.2003, Page 11

Freyr - 01.08.2003, Page 11
Nærmyndir af sveppum í körfunum. Séu óhreinindi sett i körfuna með sveppunum dreifast þau á aðra sveppi og þvi ermun meiri vinna að hreinsa sveppina þegar heim er komið. Mynd: G.G.E. ins. Þá hafa flestar tegundir, sem mynda svepprót með skógartrjám, safnað nægri orku og bíða réttra aðstæðna til að mynda aldin. Oft virðist það vera vætan sem skiptir máli því að nokkrum dögum eftir rigningu stinga ungir sveppir upp kollinum og ná fullri stærð á nokkrum dögum. Það er reyndar misjafnt eftir landshlutum hvaða tegundir mat- sveppa má fmna í nægu magni til að það taki því að safna þeim. Kúalubbi (Leccinum scabrum) sem vex með birki og fjalldrapa, furusveppur (Suillus luteus) með furum, og lerkisveppur (Suillus grevillei) með lerki eru pípu- sveppir sem vaxa um allt land. Kantarella (Cantharellus cibarius) vex í skógum aðallega á Vest- ijörðum og Vesturlandi en það gerir gulbroddi (Hydnum repand- um) einnig en vex auk þess á Norðurlandi eystra. Kóngssvepp- ur (Boletus edulis) vex hér og þar um allt land en líklega er hvað mest af honum í skógum á Vestur- landi. Það má búast við töluverðum maðki í kúalubba þannig að það borgar sig aðeins að tína komunga sveppi sem enn em harðir við- komu. Ungir lerkisveppir eru það smáir að það er tímafrekt að hreinsa þá en hins vegar eru lerki- teigar það víða að gera má ráð fyr- ir að á Norður- og Austurlandi sé lerkisveppur sú tegund matsveppa sem hvað auðveldast sé að nálg- ast. A Vesturlandi er líklega að fmna hvað fjölbreyttast úrval mat- sveppa. Matsveppir em ýmist tíndir og snæddir strax eða verkaðir til geymslu og þá oftast ífystir eða þurrkaðir. Það hefur ekki verið hægt að kaupa villta íslenska sveppi í verslunum og verða þeir sem vilja njóta þeirra allt árið að safna forða af þeim sveppum sem þeir vilja neyta. Þar sem sveppi þarf helst að verka strax eftir tínslu þá er æskilegt að geta gert það ná- lægt þeim stað sem þeir em tíndir. Verkaða sveppi er svo tiltölulega auðvelt að flytja með sér. Villtir sveppir eru munaðarvara og er oft hampað á matseðlum veitingahúsa enda gefa þeir bæði bragð og áferð þeim réttum sem þeir em notaðir í. Skógarteigar bænda em óðum að Lerkisveppir eru hreinsaðir með því að skrapa utan af stafnum og skera neðan af honum þar til bjartur gulur litur birtist í sárinu og síðan er annað hvort strokið af hattinum með rökum klút eða brúna himnan rifin afog þar með fjarlægt slím sem er i yfirborði hennar. í minnstu skálinni eru minnstu sveppirnir og í annarri má sjá afskurðurinn. Mynd: G.G.E. Freyr 6/2003 - 11 |

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.