Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.2003, Blaðsíða 15

Freyr - 01.08.2003, Blaðsíða 15
víða hún myndi þrífast vel, en á þremur stöðum eru nær 100 ára gamlir lundir af lindifuru og ekk- ert hefír hrjáð hana þar: Þingvöll- um, Grund í Eyjafírði og Hall- ormsstað. Lindifura er nær alltaf með hlykkjalausan bol. Alaskaösp er langhraðvaxnasta trjátegundin, sem hér er ræktuð. Viður hennar er léttari en barrvið- anna, en getur samt verið ágætur í borðvið, eins og t.d. mótavið og til ýmissa grófari nota, raunar ein- nig í þiljur. Hún hefur ekki sama styrk og barrviðimir. Timburfletting. Meðan lítið viðarmagn kemur úr íslenskum skógum og smáteigum, sem liggja dreift, henta færanlegar bandsagir ágætlega. Þær eru ódýrar í rekstri og gefa möguleika á að mæta sveigjanlegum kröfum kaupenda um þykkt og breidd borðanna, en em hægvirkar. I framtíðinni hljóta þó að verða reist hér afkastameiri sagverk, en stofnkostnaður þeirra er mikill, þegar þau eru að miklu leyti tölvustýrð og nær sjálfvirk. Þá þurfa þau að fá mikið magn af hráefni og vera í gangi nær stans- laust allt árið. Að loknum þessum inngangi býð ég lesendum blaðsins að skoða myndir af ýmsu því, sem lýst var hér á undan. Mynd 1. Kort af skipulagi skóglendis, eins og skógareigendur fá í hendur frá Skógrækt ríkisins. Kortagerð: Lárus Heióarsson. Mynd 2. Hestur undir viðarklyfjum af birki. Svona var algengast að flytja birkiviðinn úr skóginum meðan hann var nýttur. Mynd: Björn Björnsson 1929. Gömul vinnubrögð í birkiskóginum Myndir 2 - 3 Mynd 3. Eftir að dráttarvél með vagni kom I Hallormsstaðaskóg 1956 voru birkibolir fluttir með hon- um úrskógi. Mynd: S.BI. 1971. Freyr 6/2003 -15 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.