Freyr - 01.08.2003, Side 28
Tafla 6. Sundurliöaöur kostnaöur og tekjur bónda í kr./ha við skógrækt á mismunandi landgerðum miðað við núverandi verðlag og gefnar forsendur
Framkvæmd \ Landgerð Mólendi Graslendi Deiglendi Framræst mýrlendi
Ræktunaráætlun 150 150 150 150
Girðingar og slóðagerð 573 573 573 573
Jarðvinnsla 0 401 401 401
Nýgróðursetning (efni, vinna) 3.551 3.264 3.077 3.002
Endurgróðursetning (efni, vinna) 0 1.127 768 768
Umhirða, tafir, ýmislegt 750 750 750 750
Kostnaður umfram tekjur við 1. grisjun 414 593 736 736
Nettótekjur af 2. grisjun (85%) 40.000 57.000 52.000 1.983
Nettótekjur við lokahögg (85%) 295.000 423.000 382.000 382.000
Innri vextir timburframleiðslu 4,3 % 5,6 % 5,2 % 4,7 %
þróttmikill trjágróður er þar sem
jarðvegur og skjól er af skomum
skammti, ekki síst ef vandað er til
gróðursetningar og áburðargjafar
(5,6,7,8). Það er einnig þekkt að
skógur umhverfis híbýli manna
veitir skjól sem t.d. má meta í
fonni orkusparnaðar til húshitunar.
Skógur og skjólbelti geta aukið
uppskeru og skýlt búfénaði, auk
þess að lengja beitartíma svo að
eitthvað sé nefnt. Þetta samspil við
búfjárrækt og jarðrækt er víða fyr-
ir hendi en mætti gjaman skoða
betur til að verðleggja ávinninginn
og leita leiða til að gera hann sem
mestan. Skóginum fylgir oft vem-
lega aukin uppskera af matsvepp-
um sem nýta má með markvissum
hætti og hann er auk þess endalaus
uppspretta hráefnis fyrir handverk
úr tré. Skógar eru fjölsótt útivistar-
svæði bæði í nágrenni þéttbýlis og
eins af ferðamönnum enda sérlega
notalegir áningarstaðir og henta
því vel til eflingar ferðaþjónustu.
Loks má nefna að endurnýjun
skógar er vemlega auðveldari og
ódýrari en nýskógrækt og sama
gildir um skjólið sem myndast af
elsta nýskóginum og gerir áfram-
haldandi ræktun auðveldari.
Niðurstaða
Það er ljóst samkvæmt þessum
útreikningum að timburskógrækt
ein og sér skilar jákvæðum innri
vöxtum, en að vísu ntjög lágum.
Bændur sem taka þátt í lands-
hlutaverkefnunum hafa aftur á
móti mjög góða arðsemi af sinni
skógrækt. Að því gefnu að mark-
aður verði til í framtíðinni fyrir
losunarheimildir gróðurhúsaloft-
tegunda, eru allar líkur á góðri
arðsemi af skógrækt. Þar við bæt-
ast síðan önnur jákvæð áhrif, um-
hverfisleg og félagsleg. Rann-
sóknir á Fljótsdalshéraði sýna að
skógrækt hefur jákvæð áhrif á
byggðaþróun enda skapar skóg-
rækt atvinnutækifæri í dreifbýlinu
og má segja að með skógrækt geti
bændur flutt aukavinnu heim í
hlað. Það er því niðurstaða okkar
að skógrækt hljóti að verða mikil-
væg stoð fyrir byggð í sveitum
landsins á næstu áratugum.
Heimildir:
1. Arnór Snorrason 1992. Gróður-
hverfaflokkun fyrir Dagverðar-
eyri. Óbirt gögn.
2. Arnór Snorrason, Þorbergur H.
Jónsson, Kristín Svavarsdóttir,
Grétar Guðbergsson og Tumi
Traustason 2000. Rannsóknir á
kolefnisbindingu ræktaðra skóga á
íslandi. Skógræktarritið 2000 1.
tbl. 71 -89.
3. Einar Gunnarsson, Edgar Guð-
mundsson og Ragnar Arnason.
1987. Hagkvæmni nytjaskógrækt-
ar. í: Island 2010 - Auðlindir um
aldamót. Viðaukar um veðurfars-
sveiflur, sauðfjárrækt og skógrækt.
Framkvæmdanefnd um framtíðar-
könnun á vegum forsætisráðuneyt-
is 1987. 53-91.
4. Bye, T., Choudhury, R., Hardar-
son, M og Hardarson, R 2001. The
ISM model. A CGE model for the
Icelandic econoniy. Statistics Nor-
way, Research Department, Docu-
ments 2001/1, 31 bls.
http://www.ssb.no/emner/0l/90/do
c_200101 /doc_200101 .pdf
5. Hreinn Óskarsson 2000. Hvenær á
að bera á? Tímasetning áburðar-
gjafa. Tilraun frá 1998. Lýsing og
fyrstu niðurstöður eftir þrjú sumur.
Rit Mógilsár Rannsóknastöðvar
Skógræktar nr. 1/2000. 28 s.
6. Hreinn Óskarsson, Aðalsteinn Sig-
urgeirsson og Bjarni Helgason
1997. Áburðargjöf á nýgróður-
setningar í rýrum jarðvegi á Suð-
urlandi. 1. Niðurstöður eftir tvö
sumur. Skógræktarritið 1997. 42-
59.
7. Jón G Guðmundsson 2001. Úttekt
á gróðursetningum á 18 jörðum
innan Héraðsskóga. Úttekt gerð
1999. Rit Mógilsár Rannsókna-
stöðvar Skógræktar nr. 9/2001. 18
s.
8. Loftur Jónsson 2002. Áhrif jarð-
vinnslu á vöxt og lifun sjö trjáteg-
unda. Rit Mógilsár Rannsókna-
stöðvar Skógrækar nr. 10/2002.
14 s.
9. Næringslivets Hovedorganisasjon,
Skogbmket Landsforening, Lands-
organisasjonene i Norge, Fellesfor-
| 28 - Freyr 6/2003