Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.08.2003, Qupperneq 33

Freyr - 01.08.2003, Qupperneq 33
með framleiðslu rafmagns úr við- arkurli af ökrum sem ræktaðir eru með aðferðum skjólbeltaræktunar. Beitarskógar Sjá rammagrein á nœstu bls. Beitarskógar eru sjálfsagt eitt elsta form landnýtingar. Allir þekkja sagnir um að búpeningur hafi eytt skógum landsins og að búijárrækt og skógrækt eigi alls ekki saman. Reyndin er hins veg- ar sú að búfé bryður ekki í sig trjá- gróður heldur var hér um að ræða eina timburforða landsmanna sem var mikið notaður til kolagerðar og í rafta. Búfé kann aftur á móti vel að meta nýgræðing og endur- nýjun skóga verður ekki þar sem búfé leikur laust í haga. Skotar telja sig sjá af frjógreiningu að þegar úlfar dóu út þar í landi og ekki þurfti lengur að halda saman hjörðum til að verja þær, þá hófst eyðing skóganna fyrir alvöru. Beitarskógar eru ræktun sem hefur þann tvíþætta tilgang að rækta tré til timburframleiðslu og jafnframt að auka beitargildi und- irgróðurs. Hugmyndin er að auka í senn vöxt undirgróðurs með því skjóli sem trjágróðurinn veitir og stuðla að auknum trjávexti með þeirri umhirðu sem beitin þarfn- ast. Rannsóknir hafa sýnt að 20- 50% laufþekja gefur hámarksvöxt í tempraða beltinu því að þá er besta samræmi á milli þeirrar vemdar sem trjákrónan veitir og ljóssins sem nær niður í skógar- botninn. Slík skóglendi eru því höfð gisin með 3- 5 m bili á milli trjáa að meðaltali. Trjánum er þó ekki plantað reglulega heldur er einnig plantað þéttari lundum með auðum svæðum á milli. Þessi auðu svæði eða engi geta síðan stækkað eftir því sem trjágróðrinum fleytir fram. Tegundaval byggir á trjátegund- um sem hafa þann eiginleika að auka frjósemi jarðvegs og hleypa 55% □ Beit /skjól ■ Timbumytjar □ Önnur markmið □ Tún skýld beltum 17% 45% □ Björk ■ Lerki □ Greni □ Fura ■ Ösp □ Elri ■ Reynir □ Ýmisl. ■ Víðir Kökurit sem sýna áherslur hjá Skjólskógum á Vestfjörðum. ljósi niður í svörðinn. Lauf, sem rotna hratt, auka jarðvegslíf, það sama gerist þegar trjátegundir hafa mikla umsetningu róta. Rót- arkerfi trjánna þarf að þola traðk. Fyrst í stað er plantað trjám sem eru harðgerð og vindþolin, en á seinni stigum má huga að verð- mætari og viðkvæmari tegundum sem þá njóta skjólsins af skógin- um. Eftir grisjun timburskóga opnast einnig laufkrónan tíma- bundið og undirgróður nær sér á strik. Undirgróður þarf að vera fjöl- breyttur og góður til beitar og oft er notuð svolítil áburðargjöf á slíkt land til að auka gildi beitar- innar. Belgjurtum, sem vinna köfnunarefni úr andrúmsloftinu, er gjaman sáð í slíka skóga, hvít- smári hefúr sýnt sig að vera beit- arþolinn en ljóselskur þannig að hann hefst ágætlega við í hæfilega beittu landi þó að hann eigi erfítt uppdráttar í túnum. Beitin eykur hringrás næringarefna í skógin- um, samkeppnisgróður trjánna er bitinn og hluta hans skilað aftur í formi áburðar. Opin svæði í skóg- inum mætti nýta til grænfóður- ræktar til að bata sláturlömb. Utfærsla og staðsetning slíkra skóglenda fer eftir aðstæðum á hverjum stað, best er yfirleitt að hafa þau sem næst bæjum til að nýta í vor- og haustbeit. Það má hugsa sér 100 ha skóglendi, tví- eða þrískipt, þar sem beitt er í hluta landsins á meðan skógur er að ná sér upp en síðan er beitinni skipt inn í skóginn. Tré lifa lengi og gera má ráð fyrir að taka svæði úr beit í 15 - 25 ár á skóglausu landi en síðan er hægt að beita á það í 75-85 ár. Endumýjun skógar tekur síðan styttri tíma á landi sem hefur áður verið skógi vaxið. Kostir beitarskóga eru aukið beitarþol heimalanda og þar með auknir möguleikar á beitarstjóm. Til dæmis má halda fé heimavið og flokka einlembinga frá strax til að slátra þeim fyrr. Smölun getur einnig átt sér stað í áfongum og er fénu þá komið tímabundið á beit í Freyr 6/2003 - 33 |

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.