Freyr

Volume

Freyr - 01.08.2003, Page 34

Freyr - 01.08.2003, Page 34
skóginum. Timbrið skilar síðan arði þegar að uppskeru kemur og þarf þá að taka svæði úr beit til að tryggja endumýjun skógarins. Uppgræðsla árbakka Uppgræðsla árbakka er hugsuð til þess að þjóna sem verndar- svæði um ána og til að auka íjöl- breytni lífríkisins í ánni og þar með fískgengd. Aburður og eitur- efni frá akuryrkju eru tekinn upp af trjánum og menga þá ekki vatn- ið. Vel grónir árbakkar minnka skemmdir af völdum flóða því að trjágróður styrkir þá ineð djúpu rótarkerfí sínu. Afrennsli yfír- borðsvatns af landsvæðinu í kring gerist hægar þar sem trjágróður- inn eykur eiginleika jarðvegsins til að taka við vatni. Mikilvægasti ávinningurinn frá okkar bæjardyr- um séð er kannski sú staðreynd að lauffall og aukið skordýralíf í skóglendinu eykur fæðuframboð og þar með viðkomu vatnalífs. Þessi tegund skógræktar hefur ekki verið þróuð hér á landi og erfítt að fínna innlendar heimildir sem staðfesta þessar fullyrðingar, en nokkrar tilraunir í norðanverðri N-Ameríku hafa sýnt fram á mik- ilvægi gróðurs fyrir fískgengd og vatnsvemd, sjá meða! annars vef- síðu AFTA og http://www.buff- er.forestry.iastate.edu/ Traða-ræktun Traða-ræktun (Alley-cropping) byggir á því að rækta verðmæt timburtré á ökrum með korni, grænmeti eða öðrum nytjategund- um. Timbrið er ræktað í röðum með 8 -30 m millibili og traðimar á milli nýttar til ræktunar nytja- plantna. Trén veita ákveðna vemd þar sem vindar leika ekki lausum hala á akrinum heldur veitir lauf- krónan nokkurt viðnám og dregur þar með úr vindstyrk og vindkæ- lingu. Ræktun eðaltimburs er mjög fysileg á þessum ökmm því að þeir em erjaðir árlega og ein- hver hluti áburðarins kemur trján- um til góða. Trjákrónan virkar þannig að snemma vors, þegar þumkar em oft vandamál á norður- slóðum, helst rakinn í jarðvegin- um, en þegar rætur trjánna em í hvað örustum vexti síðsumars, sem oft er rigningartíð, taka trén upp mikið af vatni og seinka þeirri jarðvegskólnun sem fylgir haustregninu. Ennfremur virka laufin sem áburður á akrana ásamt umsetningu fínróta sem endumýj- ast árlega. Þær rannsóknir, sem hafa borist hingað upp á sker, snú- ast um samspil trjánna og nytja- plantnanna, bæði ofanjarðar og ekki síður sú samkeppni sem verð- ur um vatn í jarðveginum. Aspir og bygg hafa kornið vel út saman, eik og maís sömuleiðis. Vera má að þessi aðferð geri okkur kleift að rækta beinvaxinn hlyn, álm eða jafnvel ask. Reynitré geta ömgg- lega gefið eðaltimbur á rófuökmm og úrvalsbirki er eftirsótt til ým- issa nota enda þéttleiki birkiviðar mitt á milli eikur og álms og næst- um helmingi meiri en grenis. Styrkur birkis gerir það sérlega gott i húsgögn og innréttingar, en Beitarskógar r Ibókinni Skógfrœðileg lýsing Islands skrifar Kofoed-Hansen í kaflanum „Hagnýting hins íslenska skóglendis“ talsvert langt mál um skógi vaxið beitiland. Þar segir meðal annars: Rokmold er skógargróðri óhagstæð, en öllum jurtagróðri afar hagstœð. Björkin er meðal þeirra trjátegunda sem eru skuggalitlar. Þetta tvennt veldur því, að hœgt er aó framleiða í skóglendinu framúrskarandi haga. Enda þótt skógargróðurinn sé víðast hvar smávaxinn og kyrkingslegur, vegna þess, aó hann hefur sætt illrí meðferð, er skóglendið samt verðmætt land, en verðmœti þess á vorum dögum er ekki aðal- lega í trjágróðrinum heldur í skógartorfunni. Skógrœkt getur orðið hér aó arðsömu fyrirtœki á fáum árum, ef lögð er áhersla á að búa til skógivaxið beitiland. En ekki má beita þar skepnum nema á sumrum frá l.-15.júní til 1.-15. október eftir því, sem vorið og haustið verður. Hugmyndin um skipulega meðhöndlun birkiskóg- ar til búfjárbeitar var endurvakin í skógræktarkafla landgræðsluáætlunar 1974-1978. Ekkert varð úr því að ganga skipulega til verks í þessu efni. Þó var ár- ið 1980 ráðist í umfangsmikla beitartilraun í birki- skógi á Hallormsstað og stóð hún í fímm ár. RALA og Skógrækt ríkisins stóðu að henni undir stjóm Ingva Þorsteinssonar á RALA. Hann hafði reyndar einnig gert beitartilraun á Stálpastöðum í Skorradal 1965-1966 til að kanna plöntuval kinda. Skógræktarmenn hafa alllengi bent á mikla möguleika á að sauðijárbeit gæti verið að finna í lerkiskógi á vissum aldursstigum, ekki síst eftír tvær til þrjár grisjanir. Rannsóknir hafa ekki enn farið fram á þessu en hljóta að verða gerðar í framtíðinni. Texti: Ur Islandsskógar - hundrað ára saga, bls 62, eftir Sigurð Blöndal og Skúla Björn Gunnarsson. Mál og Mynd, Reykjavík 1999. | 34 - Freyr 6/2003

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.