Freyr - 01.08.2003, Qupperneq 36
Vindkæling októberhiti
Hólar í Dýrafirði
- Mældur hiti
-2 m/s
-Raunhiti
-9 m/s
Meðalhiti á Hólum í Dýrafirði í október árin 1980-2002. Myndin sýnir hver
raunhiti var miðað við meðalvind októbermánaðar hvers árs og hvernig
hitastig hefði lækkað við 2 m/s og 9 m/s. Hólabóndi þarf að búa við töluvert
kaldara veðurfaren hitatölur segja til um. Vefsíða: http://www.vedur.is/
vedurfar/yfirlit/medaltalstoflur/Stod_234_Holar.ManMedal
hvaða búfjártegund nýti hverja
spildu, hvenær og hversu lengi.
Beit nautgripa og hrossa er auð-
velt að stýra með færanlegum raf-
girðingum, beit sauðfjár þarf að
skipuleggja betur þar sem skipu-
leggja þarf uppsetningu girðinga
sem reistar eru til langs tíma, Við
gerð beitaráætlunar þarf að taka
mið af ræktunaráætlun búsins,
best er að skipuleggja heildstæða
landnýtingaráætlun fyrir jörðina
þar sem tekið er á öllum þáttum
ræktunar á jörðinni. Stýring beit-
ar, hvenær land er beitt og hve-
nær hvílt, er margs konar. Friðun
að vori tryggir góðan vöxt og upp-
skeru, friðun fyrri hluta sumars
tryggir endurvöxt bitinna plantna,
friðun síðsumars til blómstrunar
og fræsetningar, haustfriðun fyrir
haustundirbúning plantna, en
heilsársfriðun hvílir landið og eft-
irsóttar beitarplöntur ná sér á legg.
Með beit í skjóli skóga nýta
skepnumar betur þá auknu upp-
skeru sem fæst í skjólinu. í mis-
jöfnu tíðarfari, sérstaklega að vori
og hausti, er einna mestur hagur af
skjólbeitinni. I slæmum veðrum,
miklum vindi og rigningu getur
dregið verulega úr áti og það jafn-
vel stöðvast. Skepnurnar safnast í
hópa eða híma undan veðrinu,
leggjast í skjól við steina og
skurðbakka og tapa orku við að
viðhalda eðlilegum líkamshita í
stað þess að éta og afla orku til af-
urðamyndunar.
Rannsóknir hafa sýnt að nyt
mjólkurkúa, sem ganga á skýldu
landi, hafi mælst nærri 16% hærri
en nyt kúa á bersvæði. Skjólbeit
dregur úr sveiflum í nyt og vís-
bendingar em um að mjólkurkúm,
sem beitt er á skýlt land, sé ekki
eins hætt við júgursjúkdómum og
kúm sem beitt er á bersvæði. Skjól-
beit mjólkurkúa gæti lengt beitar-
tíma að hausti og líklegt er að geld-
neyti, sem gefið er úti, geti unað
hag sínum ágætlega ffam eftir vetri.
Skjól nýtist einnig sauðfé, sér-
staklega lambfé fyrst eftir burð.
Komið hefúr í ljós að fyrstu vik-
umar eftir burð sækja lambær í
skjól bæði í beitarhléum og þegar
kólnar í veðri. Skipuleg beit Qár í
skógi og á skýldu landi býður upp
á fjölbreyttari framleiðslu og auk-
ið möguleika á að framleiða lömb
á markað utan hefðbundins slátur-
tima. Am, sem bera í apríl, er
hægt að koma nokkuð snemma á
beit í skjóli skógar eða skjólbelta.
Lömbunum er hægt að beita á
fóðurkál ræktuðu á skýldu svæði
sem gefur þá nýtanlega uppskem
fyrr en ella. Ferskt lambakjöt gæti
verið komið á grill landsmanna
seint í júlí, jafnvel fyrr. Einnig er
hægt að hugsa sér svipað kerfí þar
sem einlembum er haldið eftir og
lömbum slátrað að sumri.
Eftir slátrun væri hægt að
mjólka ærnar fram á haust, en til-
raunir með mjöltun áa hafa sýnt
að ær geta skilað góðri og jafnri
nyt, hafi þær góða beit.
Með ræktun fóðurkáls á skýld-
um svæðum ætti að vera hægt að
beita lömbum á kálið fyrr en á
bersvæði hvort sem það er til böt-
unar vegna rýmandi fóðurgildis
gróðurs í úthaga eða til að létta
álag á viðkvæmum afréttum.
Beit sauðfjár á skýlduin svæð-
um getur lengt þann tíma sem féð
er úti á haustin án þess að það fari
að leggja verulega af. Minni hætta
er á að fé fenni í skóglendi þar sem
í hæfílega gisnum skógi fellur
snjór nokkuð jafnt og safnast síður
í skafla, féð hrekst því ekki undan
veðrinu í skurði og lægðir heldur
nýtur skjóls skógarins.
Lokaorð
Aætlanir um skógrækt bænda og
annarra landeigenda í krafti laga
um Landshlutabundin skógræktar-
verkefhi kunna að virðast afar stór-
tæk og einhvers staðar hafa komið
fram raddir um að umfangið sé svo
mikið að það ógni hugsanlega vist-
kerfúm og öðmm ræktunarmögu-
leikum framtíðarinnar. Það þarf þó
að hafa í huga að aðeins er verið að
tala um 5% af því landi sem er
undir 400 metra hæðarlínu. Þetta
samsvarar á starfssvæði Skjól-
skóga, nokkum veginn sömu stærð
og nú em ræktuð tún, og er lítið eitt
stærra en núverandi þekja birki-
skóga og birkikjarrs á Vestfjarða-
kjálkanum.
| 36 - Freyr 6/2003