Freyr - 01.11.2004, Qupperneq 39
ir hefur verið tekið. Byggrækt á
Islandi er ung grein sem enn er
hliðaratvinnugrein með öðrum
landbúnaði. Tækifærin eru hins
vegar mörg og upp hafa vaxið
spennandi sprotar, s.s. í fram-
leiðslu á byggi til manneldis og
annarri úrvinnslu á byggafurðum.
Við Islendingar eigum langt í land
að skapa þá hefð sem víða ríkir í
notkun á byggi til matargerðar og
til bruggunar á bjór og viský.
Þessa hefð áttum við til foma en
týndum henni niður á kulda- og
hörmungaskeiði miðalda. Það er
kominn tími til að endurvekja
þessa hefð og skapa nýjar og þar
getum við leitað í smiðju vina
okkar nær og fjær. Mest reynir þó
á okkur sjálf og það stuðningsnet
sem við höfum. Maður uppsker
sem maður sáir!
Rannsóknarstöðin í Kromeriz var gestgjafi ráðstefnunnar. Bærinn Kromeriz
er á heimsminjaskrá UNESCO.
Moli
Réttur fólks til
AÐGANGSAÐ LANDI
TRYGGÐUR í ENGLANDI
Sl. haust voru settar reglur í
Englandi um rétt fólks til að fara
frjálst um opin svæði, svokallaða
“almenninga”. Hérerum153
þúsund hektara lands að ræða I
Englandi, nefnt “access to the
countryside”. Að auki á fólk fullan
rétt á að fara um áður frátekið
land til almenningsnota, nefnt
“public right of way”. Sams konar
svæði verða opnuð fólki I Wales
og Skotlandi, en þar verður hlut-
fall landsins, sem fellur undir
þessa skilgreiningu, enn stærra.
Þessi nýi réttur felur í sér rétt
til að fara um fótgangandi, skoða
náttúruna og stunda fugla-
skoðun. Fólk má hafa með sér
hund á sumum árstímum sem
fylgst er með og hafður í bandi.
Aftur á móti er ekki leyfilegt að
ferðast um á reiðhjóli eða hest-
um, né neins konar mótorknúnu
farartæki og ekki má tjalda né
elda mat og ekki fjarlægja neitt,
svo sem steina, fallin tré eða
annan gróður. Þá er ekki leyfilegt
að stofna þar til neins konar
samkomuhalds né viðskipta af
neinu tagi.
Umrædd svæði skulu vera
afmörkuð á sérstökum landakort-
um. Að jafnaði er hér um að
ræða fjalllendi og heiðalönd
ásamt svokölluðum “registered
common land”.
Nokkrar undantekningar eru
frá þessum umgengnisrétti.
Þannig er ekki heimilt að fara um
skrúðgarða í einkaeign né rækt-
unarlönd. Hið sama gildir um
hlöð við íðbúðarhús eða svæði í
minna en 20 m fjarlægð frá íbúð-
arhúsi eða peningahúsum.
Landeigendur eða ábúendur
mega einnig loka landi sínu eða
takmarka umgang I 28 daga á
ári og jafnvel lengur ef nýting
landsins þarfnast þess eða eld-
hætta er á ferð.
Þær nýju reglur sem hér hafa
verið raktar um umgang um
almenninga hafa mætt hörðum
mótmælum landeigenda þó að
hér sé um hógværa rýmkun á
umgengni að ræða. Þúsundir
landeigenda hafa sótt um að
hinar nýju reglur gildi ekki um
eignarlönd þeirra. Margir telja
sér mjög misboðið og menn telja
að þessi réttur verði misnotaður.
Aðrir telja að þessi ótti sé
ástæðulaus. Dæmi er um að á
svæði, sem hefur verið opnað
almenningi, hafi einungis um
10% göngufólks vikið út af
merktum göngustígum. Sá ótti
að fólk fari að leggjast á glugga
á íbúðarhúsum heimamanna sé
ástæðulaus.
(Internationella Perspektiv
nr. 31/2004).
Freyr 9/2004 - 39 |