Freyr - 01.12.2004, Síða 4
Forréttindi að búa hér
- Búnaðarblaðið Freyr sækir heim fjölskylduna á Hranastöðum í
Eyjafjarðarsveit
Arnar Árnason og Ásta
Arnbjörg Pétursdóttir
búa myndarlegu kúabúi
á Hranastöðum í Eyjafjarðar-
sveit ásamt þremur börnum
sínum, Kristjönu Líf, sjö ára,
Elmari Blæ, 5 ára, og Þórdísi
Birtu, 2ja ára. Hranastaðir
standa hátt í brekkunum vcstan
Eyjafjarðarbrautar, hæst allra
bæja í gamla Hrafnagilshreppi.
Heimreiðin er hálfur annar
kílómetri og á snjóþungum
vetrum getur hún verið nokkuð
erfið yfirferðar. Hranaá fellur
sunnan við bæinn í Eyjafjarð-
ará. Nokkra tignarlega fjalls-
tinda ber við himinn fyrir ofan
bæinn; Kerlingu, Þríklakka,
Bónda, Litlakrumma og Stór-
akrumma. Botnsland er norðan
við Hranastaði en Stokkahlaða-
land fyrir sunnan.
Á sínum tíma gengu Amar og
Ásta í Hrafnagilsskóla og fallast
þau á að líklega hafi þá þegar
kviknað neisti þeirra í milli, sem
síðar varð til þess að þau mgluðu
saman reytum. Þau eru jafhaldrar,
fædd árið 1974 og standa því á
þrítugu. Amar ólst upp í Amarfelli
í Eyjafjarðarsveit, þar sem Jón Ei-
ríksson, fósturfaðir hans, var með
hænsna- og svínabúskap. Móðir
hans, Jóhanna Friðfrinnsdóttir,
býr nú í Danmörku.
Ásta er fædd og uppalinn á
Hranastöðum. Hún er dóttir Þór-
dísar Ólafsdóttur og Péturs Helga-
sonar, sem lengi var í framvarðar-
sveit eyfirskra bænda, m.a. for-
maður stjómar Búnaðarsambands
Eyjaíjarðar.
MED BÚSKAPINN í BLÓÐINU
Ásta kannast við að hafa átt sér
þann draum á yngri áram að taka
við búrekstri á Hranastöðum. „Eg
held að ég mér hafí þótt spennandi
sem krakki að verða bóndi hér á
Hranastöðum, en sá draumur fjar-
lægðist nokkuð á unglingsámn-
um. Við Amar byrjuðum að vera
saman sextán ára gömul og átján
ára skelltum við okkur í bænda-
skólann á Hvanneyri og lukum
tveggja ára búfræðinámi," segir
Ásta, en hún er næstyngst fjögurra
systra. Amar á einn albróður, tvo
hálfbræður og tvö fóstursystkin.
„Átta ára gamall flutti ég frá
Akureyri fram í Amarfell. Á þess-
um tíma var fyrst og fremst búið
með hænsni í Amarfelli, til bæði
eggja- og kjúklingaframleiðslu.
Sá búskapur leið síðan undir lok
og þá var alfarið farið í svínarækt-
ina. Eg gat alveg hugsað mér að
takast á við svínabúskapinn, en
mál æxluðust þannig að fljótlega
eftir að við Ásta byrjuðum að vera
saman vantaði vinnumann hér á
Hranastöðum og tengdapabbi
bauð mér starfíð. Eg var síðan
vinnumaður hér meira og minna í
tíu sumur. Árið 2000 fór heilsu
tengdapabba að hraka, en hann
hafði lengi átt við vanheilsu að
stríða,“ segir Amar og Ásta bætir
við: „Árið 2001 ákváðu pabbi og
mamma að selja jörðina og þá var
ég sú eina af okkur systrunum
sem hafði áhuga á að fara í bú-
Hranastaðafjölskyldan ásamt heimilishundinum í fjósinu á Hranastöðum.
Frá vinstri: Elmar Blær Arnarsson, Ásta Arnbjörg Pétursdóttir, Þórdís Birta
Arnarsdóttir, Arnar Árnason og Kristjana Líf Arnarsdóttir. Mynd: Óskar Þór
Halldórsson.
14 - Freyr 10/2004