Freyr - 01.12.2004, Blaðsíða 6
Kristjana Lífog Elmar Blær Arnarsbörn una sér vel hjá kúnum. Mynd: Óskar
Þór Halldórsson.
upp úr dóttur okkar um daginn að
við yrðum að fara að tala um eitt-
hvað annað en kýr í kafftíman-
um,“ segir Asta og skellir upp úr.
„Það er ögrandi og skemmtilegt
verkefni að takast á við búskapinn
þegar maður ber ábyrgð á honum
frá a til ö. Aður en við tókum við
höfðum við verið hér öll sumur og
töldum okkur því vita nokkuð vel
að hverju við værum að ganga.
Við höfðum hins vegar ekki sett
okkur inn í Qármálahliðina og
reksturinn sem slikan. Það var
nýtt fyrir okkur og ögrandi að tak-
ast á við,“ segir Asta.
AÐ BRJÓTA UPP KARLAVELDIÐ í
LANDBÚNAÐINUM
í langflestum tilfellum er bú-
ijárhaldið skráð á karlpeninginn á
bænum, en það er ekki uppi á ten-
ingnum á Hranastöðum. Þar er
Ásta í aðalhlutverki. „Búið er rek-
ið á kennitölu Ástu. Við veltum
lengi vöngum yfir að skrá búið
sem einkahlutafélag, en komumst
að því að skattaumhverfið væri
þannig að það kæmi ekki vel út.
Niðurstaðan var sú að skrá búr-
eksturinn á kennitölu annars okk-
ar. Hins vegar eru skuldimar
skráðar á kennitölur okkar beggja
og við eigum þannig búið til
helminga. Ég skal viðurkenna að
það hváðu margir þegar menn
heyrðu að búreksturinn væri
skráður á Ástu,“ segir Amar og
Ásta bætir við að þeim hafi þótt í
lagi „að brjóta upp þetta karla-
veldi í landbúnaðinum. Og það
virðist ganga illa í hinu opinbera
kerfi að koma því inn að búið sé
skráð á mig. í sumar fengum við
til dæmis vitlausan álagningarseð-
il, vegna þess að kerfið gerði ein-
hvem veginn ekki ráð fyrir að ég
gæti verið skráð fyrir búrekstrin-
um.“
Amar bætir við í þessu sam-
bandi að margt sé skrýtið í kýr-
hausnum þegar kentur að hinu op-
inbera. Til dæmis veki það furðu
að bamabótum, sem þau hjónin
njóta frá ríkinu, sé skuldajafnað á
móti búnaðargjaldinu.
STEFNT Á 300 ÞÚSUND LÍTRA
GREIÐSLUMARK
Ásta og Amar em sammála um
að búfræðimenntunin frá Hvann-
eyri hafi nýst þeim afskaplega vel í
búskapnum. Amar nefiiir að þau
hafi haft vinnukraft sér til aðstoðar
við bústörfm, bæði með og án bú-
fræðimenntunar. „Það er mikill
munur á því hversu betri starfs-
kraftur búfræðimenntaða fólkið
er,“ segir Amar. „Allt síðasta ár var
vinnumaður hjá okkur og í vetur
munum við hafa þriðjung úr manni,
ef svo má að orði komast, þ.e. hann
inun starfa á þremur búum.“
Sem fyrr segir er 242 þúsund
lítra greiðslumark á Hranastöðum.
Ásta segir að um margt sé þetta
nokkuð hentug bústærð, en stað-
reyndin sé þó sú að þessi eining
megi ekki vera minni. „Já, búið
þyrfti að vera aðeins stærra,“ bæt-
ir Amar við, „fjósið ræður við
rösklega 300 þúsund lítra fram-
leiðslu og við stefnum að því að
hafa náð þvi marki innan fárra
ára.“
Lítt hrifin af „vélafylleríi“
Þau Hranastaðahjón em sam-
mála um nauðsyn þess að reka bú-
ið á sem hagkvæmastan hátt, enda
sé það lykillinn að því að afrakst-
urinn verði viðunandi. Þau em
sammála um að ein af helstu for-
sendunum fýrir hagkvæmum búr-
ekstri sé, eins og Amar orðar það,
að bændur fari „ekki á vélafyll-
erí“. „Ég held að það sé númer
eitt,“ segir Amar og Ásta bætir við
að það sé nánast með ólíkindum
hversu margar vélar margir bænd-
ur eigi. „Við eigum ’97-módel af
95 hestafla fjórhjóladrifnum trak-
tor og aðra 70 hestafla vél, árgerð
’90, sláttuvél, snúningsþyrlu og
áburðardreifara, auk fjósvélar sem
við keyptum strax fyrsta búskap-
arárið okkar,“ segir Amar, „og þar
með er það upptalið, enda er þessi
vélakostur nægilega mikill fyrir
16 - Freyr 10/2004