Freyr - 01.12.2004, Page 11
Aðbúnaður kálfa og ung-
neyta
Um nokkurt skeið hefur
vinnuhópur á vegum
Bændasamtuku íslands
unnið að leiðbeiningabæklingi
um aðbúnað kálfa og ungneyta.
I hópnum sitja Eiríkur Blöndal,
Eiríkur Loftsson, Grétar Hrafn
Harðarson, Magnús Sigsteins-
son, Runólfur Sigursveinsson,
Snorri Sigurðsson og Torfi Jó-
hannesson. Hér að neðan er kafli
úr þessum bæklingi þar sem
fjallað er um aðbúnað smákálfa.
Burdarstíur
Þrátt fyrir að burðarstíur hafí
verið svo til óþekktar hér á landi
þar til fyrir nokkrum árum, hafa
þær náð mikilli útbreiðslu hin síð-
ari ár. Mikil vinnuhagræðing felst
í því að koma upp burðarstíum í
íjósum og einnig er það næði,
sem kúnni er skapað, mjög mikil-
vægt þegar kýrin ber. Avallt þarf
að hafa hugfast að burðarstíur þarf
að þrífa vel og halda hreinum
enda geta þar skapast kjöraðstæð-
ur fyrir bakteríur. Margar útgáfur
af burðarstíum eru til og nokkur
atriði er mikilvægt að hafa í huga
þegar burðarstíur eru gerðar.
Staðsetning
Best er að hafa burðarstíuna ná-
lægt mjaltaaðstöðu því oft þarf að
vera hægt að mjólka í burðarstíu.
Rétt staðsetning sparar langar
vatns- og soglagnir, en nóg er að
hafa soglögn að burðarstíu og
nota svo mjaltafötu til verkanna.
Þá er mjög gott að hafa burðarstíu
og meðhöndlunaraðstöðu hlið við
hlið, s.s. vegna sæðinga á kúm.
Þessi aðstaða er því best staðsett
við útganga frá mjaltabás-
um/mjaltaþjónum og má þá auð-
veldlega setja upp sjálfvirk flokk-
unarhlið sem hleypa kúnum inn í
viðkomandi aðstöðu ef þess er
óskað.
Rými og fjöldi
Fjöldi og stærð burðarstía fer al-
gerlega eftir bústærð og burðar-
dreifingu. Þannig þarf að gera ráð
fyrir meira rými í burðarstíum þar
sem ekki er um jafnan burðartíma
að ræða, enda má þá reikna með að
margar kýr beri á sama tíma. Við-
miðunarreglan er sú að gera þarf
ráð fyrir einni burðarstíu á hverjar
30 kýr þar sem um jafnan burðar-
tíma er að ræða. Rými í burðarstíu
þarf að lágmarki að vera 8 trf og
helst a.m.k. 9 nv ef um einstak-
lingsburðarstíu er að ræða, en 7 m2
á kú ef um hópburðarstíu er að
ræða. Þá þarf að hafa hugfast að
lágmarkslengd eða breidd á burð-
arstíu ætti ekki, vera minni en 2,5
metrar. Lengri hlið stíunnar þarf að
vera 3,5 - 4 m til þess að auðvelt sé
A
4
r*B
1
íQDIŒQDmO
//
Grunnmynd
5
a
A
Snið A-A
Snið B - B
1. Niðurfall
2. Mannop
3. Hlið
4. Læsanleg jötugrind
5. Brynningarskál
Mynd 1. Dæmi um hönnun burðarstia.
Freyr 10/2004 -11 1