Freyr - 01.12.2004, Page 12
Tafla 1. Helstu mál fyrir burðarstíur.
Fjöldi Ein stía á 30 kýr
Stærð - einstaklingsstía 9,0 m2
Stærð - hópstía 7,0 m2
Hæð á grindum 1,3 m
Bil milli rimla í grindum 0,1 m
Lýsing 200 lux
að veita burðarhjálp. Ef húsrými
fyrir burðarstíuna er takmarkað má
auðvelda aðgengi við burðarhjálp
með því að opna hliðgrind inn í
ljósið eða aðra stíu á meðan.
Gólf
Undirlag í burðarstíum skiptir
verulega miklu máli og brýnt að
það uppfylli allar helstu kröfur um
góðan aðbúnað, s.s. að vera
mjúkt, stamt og þurrt. Mikilvægt
er að í hverri stíu sé gott niðurfall
og/eða flór undir rimlum eða gata-
plötum. Góð reynsla hefúr skapast
hérlendis varðandi notkun á
gúmmímottum í burðarstíum og
er óhætt að mæla með slíkum frá-
gangi. Jafnframt er brýnt að
minna á mikilvægi undirburðar
ofan á slíkar gúmmímottur og/eða
steypt gólf. Þegar kýr er sett inn í
burðarstíu ætti ávallt að vera búið
að hreinsa stíuna vel og setja und-
irburð. Hálmur hentar best og má
reikna með því að þörfin nemi um
2,5 kg af þurrum hálmi á hvem
fermetra stíunnar fyrir hvem burð.
Innréttingar
Hliðargrindur í burðarstíum eiga
að vera u.þ.b. 1,3 metrar á hæð,
efri hlutinn gerður úr lóðréttum
rimlum með 8-10 cm millibili,
neðri hlutinn þéttklæddur til að
veita skjól í stíunni og auðvelda
þrif. Mikilvægt er að geta opnað
stíuna vel hvort sem er ffam á fóð-
urgang eða inn í fjósið, t.d. ef koma
þarf að neyðaraðstoð eða ef draga
þarf dauða kú út. Kostur er að geta
fest kýmar við fóðurganginn með
læsanlegum jötugrindum og jaíh-
framt er mikill kostur að hafa 0,4
m breitt mannop frá fóðurgangi inn
i burðarstíu til að auðvelda allt að-
gengi að stíunni. I mannopinu þarf
að vera u.þ.b. 0,5 m hár þröskuldur
svo að kálfamir komist ekki út.
Annar aðbúnaður
Lýsing í burðarstíu þarf að vera
góð. Bæði vegna þess að það auð-
veldar vinnu við burðarhjálp, en
ekki síður vegna þess að oft þarf
að mjólka kýmar í stíunni og mik-
ilvægt er að sjá vel til. Góð lýsing
auðveldar einnig vinnu við þrif og
sótthreinsun stíunnar. Miða skal
við að lýsingin nemi um 200 lúx-
um í burðarstíunni.
Gott aðgengi þarf að vera að
vatni í burðarstíu. Þegar kýr bera
þurfa þær mikið vatn, sérstaklega
fyrstu klukkutímana eftir burð.
Kýr ættu ávallt að geta valið um að
minnsta kosti tvo drykkjarstaði í
fjósi og gildir það einnig um burð-
arstíur. Jafnframt er ekki síður
mikilvægt að geta tengt vatns-
slöngu í eða við burðarstíu, t.d.
vegna þrifa. I slíku tilfelli er heppi-
legt að nota hraðtengi og að hafa
vatnslögnina um 25 mm í þvermál.
Að siðustu má nefna að hægt er
að kaupa ódýrar myndbandsupp-
tökuvélar, sem t.d. mætti staðsetja
yfír burðarstíu. Oftar en ekki er
hægt að leggja lögn frá slíkri
myndavél heim í íbúðarhús og
tengja inn á sjónvarpskerfið. Með
einu handtaki er þá hægt að
smella á viðkomandi rás og sjá á
sjónvarpsskjá hvort ástæða sé til
að fara og aðstoða við burð. Þess-
ar myndavélar má einnig fá með
hljóði ef þess er óskað.
Einstaklingsstíur
FYRIR SMÁKÁLFA
Gott getur verið að hafa einstak-
lingsstíur fyrir smákálfa fyrstu
vikumar, að minnsta kosti þangað
til þeir em famir að drekka og éta
Mynd 2. Dæmi um einstaklingsstiur fyrir smákálfa.
112 - Freyr 10/2004