Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2004, Síða 14

Freyr - 01.12.2004, Síða 14
Mynd 4. Kálfastia með rimlagólfi og upphækkuðum legubásum. Lengd og breidd bása má sjá i töflu 3. að setja rör (X 100 mm) utan um túttuna og láta rörið ná um 10 cm inn í stíuna. Slíkur frágangur tryggir að kálfurinn sýgur túttuna aldrei frá hlið, en það skemmir túttumar mjög hratt. Ef kálfinum er gefín mjólk úr fötu, en ekki með túttu, er mikilvægt að setja upp túttu i stíu viðkomandi kálfs þannig að hann geti svalað sog- þörf sinni á túttunni. Einfaldast að gefa kálfum hey í jötu eða grind á milli tveggja stía, þannig að tveir kálfar geti étið úr sömu gjafagrind. Hópstíur fyrir smákálfa Almennt er mælt með því að hýsa smákálfa í hópstíum frá og með tveggja mánaða aldri þar sem sú aðferð kemur betur til móts við náttúrulegar þarfír kálfanna til samveru. Hópstíur geta verið tvenns konar, þ.e. með sameigin- legu legusvæði (t.d. hálmur/riml- ar) eða með aðskildu legusvæði (legubásastíur). Staðsetning Aðstöðu smákálfa ætti að stað- setja í nánd við mjólkurhús og/eða þar sem auðvelt er að veita reglu- bundið eftirlit og þar sem ekki er hætta á dragsúg. Gólf Kálfar sækja í að liggja á mjúku undirlagi og þar sem legu- svæði er sameiginlegt hentar vel að nota hálm eða gúmmímottur með góðum undirburði. Mikil- vægt er að hland og þunn mykja eigi greiða leið frá legusvæði kálfsins, enda þarf legusvæðið að haldast þurrt og mjúkt. Þetta má gera með því að hafa t.d. rennu þvert á stíu, sem leiðir burtu vökva frá gripunum. Hérlendis er algengast að hafa kálfana í einu sameiginlegu rými, þ.e. sem nýt- ist bæði sem átsvæði og hvíldar- svæði. Þó hefur færst í vöxt að setja upp sérstakt hvíldarsvæði með upphækkuðum legubásum eða legupalli fyrir kálfana. Þetta hentar mjög vel fyrir unga kálfa og læra þeir fljótt að nota legu- Tafla 4. Helstu mál á hópstíum fyrir smákálfa. Fyrir kálfa að 50 kg lífþunga: ....................................... - rými á kálf ..............................................0,8 m2 - rými við fóöurgang.........................................0,2 m Fyrir kálfa allt að 100 kg lifþunga: ................................. - rými á kálf ...............................................1,0 m - rými viö fóðurgang............................................0,3 m - lengd legubása................................................1,5 m - breidd legubása..............................................0,55 m Breidd á rimlum í rimlagólfi..............................100-120 mm Hámarksbreidd á rifum í rimlagólfi..............................30 mm Bil milli lóðréttra röra í stíuhlið..............................0,1 m Lágmarkshæö milligeröa..........................................1,2m Bil frá aftari brún milligerðar legubása að endakanti legubáss...0,2 m Hæð legubása/palls yfir gólfi....................................0,15m Halli á legubásum ..................................................4% Gangbreidd milli jötugrindar og legubása/palls.....................1,5 m Gangbreidd milli legubásaraöa ...................................1,1 m Hæð á brynningarskálum..........................................0,45 m Halli á legupalli ...............................................5-10% Breidd (dýpt) legupalls .....................................1,5-1,8 m Pláss á palli á kálf ....................................Minnst 0,5 m2 114 - Freyr 10/2004

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.