Freyr - 01.12.2004, Page 15
Grunnmynd legupallur / rimlagólf Snið A - A
Mynd 5. Kálfastia með rimlagólfi og upphækkuðum legupalli. Breidd pallsins er 1,5-2,0 m eftir stærð kálfa.
svæðið. Gangsvæðið framan við
jötugrindina getur þá jafnt verið
með rirnlum eða föstu gólfi.
Rimlarnir í rimlastíum smákálfa
eiga að vera 100-120 mm breiðir
og rifubreidd að hámarki 30 mm.
Ekki er mælt með því að kálfar
yngri en 6 mánaða séu hafðir í
rimlastíum með steyptum rimlum
án þess að geta legið á mjúku
undirlagi.
Innréttingar
Til eru fjölmargar útgáfur af
innréttingum fyrir smákálfastíur.
Algengast er að setja upp grindur
úr jámi og skal bil á milli lóðréttra
rimla ekki vera meira en 10 cm.
Hæð milligerða skal vera að
minnsta kosti 1,2 m. Jötugrind
þarf að veita gott aðgengi smá-
kálfanna að gróffóðri. Rými við
jötugrind þarf að vera það mikið
að allir kálfar í stíunni komist að
jötu samtímis.
Hálmur
Hálmur er án efa besta undirlag-
ið fyrir smákálfa. Ef hálmstíur eru
af einhverjum ástæðum ekki
mögulegar fyrir smákálfa má nota
aðrar gerðir af legusvæði. I smá-
kálfastíum er hálmurinn fjarlægð-
ur á tveggja til þriggja mánaða
fresti.
Legubásar og legupallur
Reynslan hérlendis af legubás-
um lyrir smákálfa nær ekki til
margra ára, en er mjög góð. Yfír-
leitt gengur vel að venja kálfa á
legubásana og með réttri hönnun
er auðunnið verk að halda þeim
hreinum. Legubásar fyrir kálfa
allt að 100 kg þunga eiga að vera
að lágmarki 55 cm breiðir og 1,5
m langir (að vegg). Milligerði á
milli básanna á hins vegar að
vera styttra sem nemur um 20
cm, þannig að það nái ekki út að
aftari brún legubáss. Hæð upp í
legubásinn frá gangsvæði ætti
ekki að vera meiri en 15 cm og
halli bássins um 4%.
Endabásar sem liggja upp að
milligangi þurfa að vera með lok-
aðri hlið til að tryggja næði kálf-
anna. Jafnframt þarf að reikna
með því að endabásinn sé heldur
breiðari vegna skertra hreyfi-
möguleika kálfa sem liggja í
endabásum (+ 5 cm).
Básadýnur eða mjúkar mottur
henta mjög vel í legubása fyrir
smákálfa, en nauðsynlegt er að
nota undirburð einnig því að ann-
ars skapast hætta á legusárum (s.s.
hárlausra bletta). Ef undirburður
er af skornum skammti verða
gripirnir einnig skítugri og hætta
getur skapast á kjörvaxtarskilyrð-
um fyrir bakteríur.
I stað þess að hólfa legusvæðið
með milligerðum í sérstaka bása
má láta kálfana liggja saman á
upphækkuðum palli. Ungir kálfar
vilja reyndar gjaman liggja þétt
saman. Svona stía er að öðm leyti
áþekk legubásastíu, uppstig frá
gólfi átsvæðis á pallinn er haft um
15 cm en halli pallsins heldur
meiri en básanna eða 5-8%. Pall-
inn má smíða úr timbri eða steypa
hann og leggja á hann básadýnu
eða mjúkar básamottur. Nauðsyn-
legt er að strá hæfílega miklum
undirburði á pallinn og hreinsa
hann daglega.
Annar aðbúnaður
Ef kálfmum er gefin mjólk úr
fötu, en ekki með túttu, er mikil-
vægt að setja upp túttu í stíunni
þannig að þeir geti svalað sogþörf
sinni á túttunni. Aðgengi smákálfa
að brynningarstút/-skál er nauð-
synlegt og þurfa að vera tveir
staðir í stíunni þar sem kálfamir
komast í vatn.
Freyr 10/2004 - 15 |