Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2004, Síða 18

Freyr - 01.12.2004, Síða 18
Einstaklingsmerkingar, ÍSKÝR og Huppa Hér á eftir verður gerð grein fyrir þeim forrit- um sem í boði eru hjá Bændasamtökum íslands fyrir nautgripabændur. Einstaklingsmerkingar Hinn 11. júní 2003 gekk í gildi reglugerð nr. 463/2003 um ein- staklingsmerkingar búijár sem felur m.a. í sér að frá og með 1. september 2003 skulu allir naut- gripir, sem fæðast og eru settir á, vera merktir innan 30 daga frá fæðingu. Þátttaka í skýrsluhaldi í naut- griparækt er til verulegs hagræðis gagnvart einstaklingsmerkingunni þar sem skýrsluskilin koma í stað skila á Hjarðbók. Fyrir þá sem eru nú þegar þátt- takendur í skýrsluhaldinu þá eru helstu breytingar þær að öllum burðum, sem skráðir eru á mjólk- urskýrslu, verða að fylgja númer kálfsins sé hann settur á eða seld- ur til lífs. Ef um sölu er að ræða þarf að færa upplýsingar um söl- una á bakhlið mjólkurskýrslunnar þar sem fram kemur númer kálfs, flutningsdagsetning og móttöku- bú (7 stafa búsnúmer). Þessum upplýsingum þarf kaupandi ein- staklingsmerkts grips einnig að skila inn, hvort sem er í formi mjólkurskýrslu eða hjarðbókar. Mikilvægt er að allar upplýs- ingar fylgi öllum burðum vegna þess að ef að eitthvað vantar í færsluna þá kemst hún ekki inn í tölvukerfi einstaklingsmerking- anna nema með þvi að handfæra hana sérstaklega siðar. Önnur afdrif, s.s. ef kálfur drepst, eru einnig skráð aftan á mjólkurskýrsluna í svæðið sem merkt er gripum í uppeldi. Tölvukerfið sem heldur utan um upplýsingar vegna einstak- lingsmerkinga hlaut nafnið MARK og hefur verið opnað á Netinu á slóðinni www.bufe.is Til að fá aðgang að MARK er best að hafa samband við tölvu- deild Bændasamtakanna (simi 563- 0300). Einnig má senda tölvupóst á netfangið mark@bondi.is með upplýsingum um nafn, kennitölu, búsnúmer og bæjarheiti. Bændum er síðan sendur veflykill í pósti sem er notaður til að nýskrá sig inn í kerfið. Aðgangur að kerfmu er gjaldfijáls. Með aðgangi að MARK geta bændur m.a. pantað einstaklings- merki beint á Netinu. Undir val- liðnum „hjarðbók“ er jafnframt unnt að nýskrá gripi, skrá burð og flutningssögu gripa. Allir gripir, sem eru í fram- leiðslu, eiga að koma fram i gripa- lista í MARK. Að auki eiga að vera inni allir þeir kálfar sem fæðst hafa síðan 1. september 2003 og hafa fengið númer í sam- ræmi við þau númer sem pöntuð voru. Rekist menn á frávik frá þessu er best að hafa sambandi við búnaðarsamband viðkomandi svæðis til að fá fram leiðréttingu. Þeir skýrsluhaldarar, sem senda inn handskrifaðar mjólkurskýrsl- ur, eru hvattir til að skrá allar breytingar um gripi, sem eru í uppeldi, beint í MARK ef kostur er. Hér er átt við t.d. þegar gripur er seldur, keyptur eða honum slátrað. Þessar skráningar eiga þó einungis við gripi, sem fæddir eru eftir gildistöku reglugerðarinnar, þ.e. frá og með 1. september 2003, og eru ekki komnir inn í skýrsluhaldið. Skráning eldri gripa skal fara fram á innsendum mjólkurskýrslum eins og áður. ÍSKÝR ÍSKÝR er skýrsluhaldsforrit fyrir nautgripabændur sem fyrst kom út um mitt ár 2000. Forritið er einmenningsforrit sem hefur samskipti við miðlægan miðlara til að sækja og senda gögn. ÍSKÝR gerir kúabændum kleift að halda utan um rekstur búsins með þægilegum hætti, ásamt því að taka þátt í skýrsluhaldi í naut- griparækt. Þeir bændur, sem eru í skýrsluhaldi, geta sótt og sent gögn í gegnum netið. Upplýsing- ar sem bóndinn fær frá BI eru m.a. upplýsingar um sæðingar, kýr- sýni, tanksýni o.fl. Bóndinn send- ir hins vegar upplýsingar sam- bærilegum þeim sem eru á hinni hefðbundnu mjólkurskýrslu, þ.e. upplýsingar um afurðir og ættemi nýrra gripa í framleiðslu. Með þessu forriti verður eftirlit með kúnum auðvelt. Einfalt er að fylgjast með hvar kýrnar eru eftir Hallgrím Sveinsson, tölvunar- fræðing, Bænda- samtökum íslands 118 - Freyr 10/2004

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.