Freyr - 01.12.2004, Qupperneq 23
Tafla 1. Reiknaðar orku- og próteinþarfir geldstöðunni
Viöhaldsþarfir FEm á dag AAT g/dag g AAT / FEm
Lífþungi, kg
400 3,8 291 77
450 4,1 318 78
480 4,3 333 77
Fósturvöxtur:
8. mánuður meðgöngu 1,5 106 71
9. mánuður meðgöngu 2,5 159 63
Viðhald + fósturvöxtur
Kýr, 450 kg á 8. mán. 5,6 424
Kýr, 450 kg á 9. mán. 6,6 477
hliðstæð aðferð við að meta hold á
sauðfé. Holdstigunarskalar eru til-
raun til þess að nálgast samræmi í
holdamati þannig að samanburður
milli einstaklinga verði mögulegur.
Hérlendis hefur nú verið þróuð
aðferð við holdamat á mjólkur-
kúm sem unnt er að styðjast við
(„Holdstigun íslenskra mjólkur-
kúa”, sjá Frey nr. 12/2001). Þarer
að fmna haldgóða lýsingu á að-
ferðinni og hvemig hagnýta má
hana við holdamat á mjólkurkúm.
Holdstigun kemur því aðeins að
gagni fyrir bóndann að kýmar séu
holdstigaðar á mismunandi tímum
framleiðsluferilsins. Ef vel á að
vera ætti til dæmis að meta holda-
far hvers grips í 5.- 6. mánuði á
mjaltaskeiðinu. Þessi tímapunkt-
ur hentar vel vegna þess að þá er
enn nægur tími til stefnu ef aðlaga
þarf holdafar kúnna með fóðmn í
æskilegt form fyrir næsta burð.
Sé kýrin of mögur í lok mjalta-
skeiðsins (við upphaf geldstöð-
unnar) er með auknum orkustyrk í
geldstöðufóðrinu unnt að bæta
hold hennar lítillega fram að
burði. Samt sem áður er næring-
arfræðilega mun áhrifameira og
hagkvæmara að bæta holdafarið á
meðan kýrin mjólkar, þ.e. í lok
mjólkurskeiðsins.
Ef kýrin er hins vegar of feit við
upphaf geldstöðunnar er alls ekki
skynsamlegt að takmarka við hana
fóðrið í þeim tilgangi að megra.
Það getur einfaldlega leitt til þess að
kýrin fari að bijóta niður fituforð-
ann af skrokknum, - magn frjálsra
fitusýra (fifa) í blóði hækkar og fita
sem ekki brennur safhast fyrir i lifr-
inni og hindrar eðlilega efhaskipta-
starfsemi hennar. Þetta ástand getur
valdið óæskilegum áhrifum á melt-
ingu, efhaskipti, fóðurát og heilsu-
far í upphafi næsta mjólkurskeiðs.
Það geta verið margar ástæður
fyrir því að kýmar em of feitar í
upphafi geldstöðunnar. Það er hins
vegar skýr vísbending um að stjóm-
un á eldi og fóðmn gripanna er ekki
í nógu góðu lagi. Stundum má rekja
ofifeiti kúnna til fijósemisvanda-
mála, - eins og að kýrin hefur ekki
fest fang á eðlilegum tíma og því
hefur orka, sem annars hefði farið
til fóstuvaxtar og fósturþroska, í
staðinn farið til holdsöfhunar.
Einnig má rekja ofifeiti mjólkur-
kúnna til þess að bóndinn gefur sér
ekki nægilegan tíma til þess að
igmnda og meta hold kúnna í gegn-
um allan framleiðsluferilinn, - og
afleiðingin getur orðið sú, - að ekki
er á réttum tíma skipt yfir í orku-
snauðara fóður jafnhliða því sem
líður á mjaltaskeiðið. Omarkviss
notkun kjamfóðurs á síðari hluta
mjólkurskeiðs getur einnig orsakað
óþarflega mikla holdsöfhun.
Undirbúningur fyrir burð
I geldstöðunni þarf orka og pró-
tein í fóðrinu að duga til að mæta
viðhaldsþörfum og á síðasta mán-
uðinum fyrir burð einnig þörfum til
fósturþroska, leg- og legvatnsfram-
leiðslu, auk júgurþroska. Fyrir
eldri kýr ætti orkustyrkur sem svar-
ar 0,8 FEm í kg þe. að nægja og
0,85 FEm fyrir kvígur vegna eigin
vaxtar. Samsvarandi próteinþörf
eldri gripa er u.þ.b. 75 g AAT/FEm
og 12% prótein og fyrir kvígur 85 g
AAT/FEm og 14% prótein.
Tilraunir með að auka orkustyrk
í heildarfóðrinu umfram 0,9 FEm
í kg þe. síðustu þrjár vikur fyrir
burðinn hafa ekki gefíð jákvæða
niðurstöðu. Eitt af þvi sem þarf að
varast er að niðurbrot líkamsforða
fyrst eftir burðinn verði ekki of
mikið, sem getur leitt til vanda-
mála einkum varðandi frjósemi.
Ymislegt hefur verið prófað í
þessu samhengi, m.a. að auka
orkustyrkinn í fóðrinu síðustu 14
daga fyrir væntanlegan burð, t.d.
með sterkjuríku fóðri. Það hefur
ekki skilað teljandi árangri varð-
andi ummyndun líkamsforðans,
afurðir eða efnasamsetningu
mjólkurinnar. Þeir þættir sem
mestu skipta til að takmarka eða
stýra ummyndun fítuforðans eru;
annars vegar rétt holdafar og hins
vegar fóðrunin fyrst eftir burð.
GeTUM VIÐ ÞJÁLFAD LIFRINA
TIL AUKINNAR FITUUMYNDUNAR?
Lifrin er mikilvægasta líflfærið í
efnaskiptum gripanna. Um og eftir
burðinn eykst álag og efnaumsetn-
ing i lifur gríðarlega. Hæfni grip-
anna til forðaummyndunar er ein-
staklingsbundin og erfðafræðilega
stjómað. Skýr vísbending um það
er að hjá mörgum gripum minnkar
fóðurátið 4-5 dögum fyrir burð.
Svo virðist sem þýðingarmesta
þjálfun eða undirbúningur lifrar-
innar til að mæta auknu álagi felist
í að eldisstyrkur síðustu tvær vik-
umar fyrir burðinn sé hóflegur en
vaxi stig af stigi síðustu 14 dagana
fyrir burð og að reynt sé að forðast
allar öfgar og snöggar breytingar í
fóðmn og fóðursamsetningu.
Freyr 10/2004 - 23 |