Freyr

Volume

Freyr - 01.12.2004, Page 50

Freyr - 01.12.2004, Page 50
| M | NorFor ■■■■■ Norrænt fóðurmatskerfi ér verður gerð stutt grein fyrir nýrri aðferð við fóðurmat fyrir jórt- urdýr sem verðið er að þróa í norrænu samstarfi og ætlunin er að hefja notkun á frá haust- inu 2005. NORFOR - HVAÐ ER ÞAÐ ? Stofnanir sem sinna ráðgjöf í nautgriparækt í Danmörku, Is- landi, Noregi og Svíþjóð vinna nú að þróun nýrrar fóðurmatsað- ferðar, sem hlotið hefur nafnið „NorFor”. A undanförnum árum hefur mikil ný fóðurfræðiþekk- ing orðið til á Norðurlöndunum. Stærstur hluti rannsókna sem að baki þessari nýju þekkingarsköp- un liggja hafa verið kringum þróun á hermilíkaninu „Karo- línu” sem líkir eftir meltingar- starfsemi og efnaskiptum hjá mjólkurkú. NorFor verkefnið miðar að því að koma hinni nýju þekkingu sem fyrst í hagnýta notkun hjá kúa- bændum. Nýja fóðurmatsaðferð- in er beint framhald og áframhald- andi þróun á núverandi fóður- matsaðferð, - FEm, AAT / PBV kerfunum sem tekin var í notkun hér á landi í ársbyrjun 1996 og flest hinna Norðurlandanna nota i mismunandi útfærslum. Nýja fóðurmatsaðferðin byggir á upplýsingum um eftirfarandi þætti; 1) efnasamsetningu fóðursins, 2) fóðurát, 3) meltingu í mismunandi hlutum meltingarvegarins, 4) örveruuppbyggingu lífrænna næringarefna í vömb og þörm- um og 5) nýtingu uppsogðara næringar- efna til viðhalds, fósturþroska og framleiðslu. Fóðurefnagreining í NorFor - kerfinu | Mcltanleiki, % Upplcysanlcgt Niðurbrjótanlcgt Óleysanlcgt Aska Fita Afgangur (ISK) Gerjunarafurðir Sterkja Prótein NDF Lcysanlcgt Niðurbrjótanlcgt Óniðurbrjótanlegt Niðurbrjótanlegt Oniðurkrjótanlcgt Mynd 1 Þættir fóðurefnagreingar sem nýja aðferðin byggir á. eftir Gunnar Guðmundsson, Bænda- samtökum Islands NÝ OG BREYTT FÓÐUREFNAGREINING Lífræn efni fóðurisins eru greind í: prótein, fitu, gerjunaraf- urðir (vothey og annað gerjað fóð- ur), NDF (kolvetni og frumu- veggjarefni) og „sykrur” ( sem er reiknuð afgangstærð). Ennfremur er greint hve stór hluti af köfnun- arefni (N) fóðursins er bundið í ammoníaki og úrefni. Mynd 1. sýnir þá þætti fóður- efnagreiningar sem nýja aðferðin byggir á. Aðal næringarefnin í fóðrinu (fita, prótein og kolvetni) eru síð- an greind eftir því hve uppleysan- leg þau eru i meltingarveginum í; a) leysanleg, b) niðurbrjótanleg (með aðstoð örvera eða meltingar- hvata) og síðan c) óleysanleg. Þessi nýja aðferð mun þýða veru- legar breytingar á efnagreininga- þjónustu fyrir bændur, en ekki þar með aukinn kostnað vegna þess að unnt verður að sækja efna- greiningar um hliðstætt eða líkt fóður í fóðurtöflur. NÝ SAMEIGINLEG FÓÐURTAFLA Á NETINU Löndin ijögur, sem að verkefn- | 50 - Freyr 10/2004

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.