Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.2002, Síða 4

Freyr - 01.08.2002, Síða 4
Landbúnaðarháskóllnn ð Hvanneyrl - Nýr skóll á gfimlum grannl Viðtal við Magnús B. Jónsson, rektor r Arið 1999 seti Alþingi ný lög um menntastofnanir land- búnaðarins, lög um búnaðar- fræðslu nr. 57/1999. Að því til- efni leitaði Freyr til Magnúsar B. Jónssonar, rektors á Hvann- eyri, til að fræðast um stöðu búnaðarmenntunar hér á landi og þá einkum starfsemi Land- búnaðarháskólans á Hvann- eyri. Það urðu geysimiklar breytingar á starfseminni hér á Hvanneyri við setningu nýrra laga um búnaðar- fræðslu árið 1999. Þessi lög eru rammalög sem spanna starfsemi allra menntastofh- ana landbúnaðarins hér á landi, þ.e. Landbúnaðarhá- skólans á Hvanneyri, Hóla- skóla og Garðyrkjuskólans á Reykjum. Það sem er at- hyglisverðast í þessu sam- bandi er að viðfangsefni þessara skóla eru skilgreind með allt öðrum hætti en áður. Nú er búnaðarfræðsla skil- greind þannig að hún nær yfir alla þá fræðslu og þekk- ingaröflun sem snýr að því að nýta landið sem auðlind, bæði það sem kallað er frá mold til matar og alla aðra landnýtingu; þ.e. vemdun landskosta, skipulagsmál og rekstraramhverfi landbúnað- arins í heild. Þetta hefur leitt til þess að við höfum farið að skoða okkar hlut nýjum augum og ákveðið að efla einkum þau svið þar sem við höfðum tiltölulega lítil umsvif áður. Nýju lögin fela það í sér að við eigum að sinna allri háskóla- menntun í landbúnaði, bæði grannmenntun, þ.e. BS-náminu, millistiginu, þ.e. Mastersnáminu, og við höfum líka heimild til að útskrifa nema með doktorsprófí. Vitanlega þarf að meta fræðilegt afl stofiiunarinnar áður en það skref verður stigið. Hin tvö stig- in bjóðum við upp á nú þegar. Margir vora hræddir um, þegar nýju lögin vora sett, að Hvann- eyri mundi afrækja almennu bú- fræðimenntunina, þ.e. starfs- menntunina. Lögin kveða mjög skýrt á um að skólinn skuli halda þá menntun í heiðri. I reynd er það nám rekið samkvæmt verka- skiptasamningi skólanna þriggja frá árinu 1995. Hvað felur sá samningur í sér? Hann felur það í sér að skólamir þrír skipti með sér námsframboði þannig að Hólar era með hrossarækt, fiskeldi og ferðamál í sveit- um. Hvanneyri er með rekstrarfræði, almenna bú- íjárrækt, aðra en hrossarækt, jarðrækt og landnýtinguna. Garðyrkjuskólinn er síðan með garðyrkjugreinamar í heild sinni. Það verkefni, sem flotið hefur svolítið á milli skól- anna, er skógræktin en þó er ljóst að háskólamenntun í skógrækt hlýtur að vera hér Magnús B. Jónsson, rektor. (Ljósmyndir tók Sverrir Heiðar Júliusson). | 4 - Freyr 7/2002 Freyr agust , Plate:1

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.