Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.2002, Blaðsíða 19

Freyr - 01.08.2002, Blaðsíða 19
Hestafræðingar og leiðbeinendur, brautskráðir frá Hólum 11. MAÍ 2002: Agnar Snorri Stefánsson, Aníta Margrét Aradóttir, Auður Astvaldsdóttir, Bergþóra Sigtryggsdóttir, Brynjar Atli Kristinsson, Ellen Celine Holstad, Friðrik Már Sigurðsson, Helle Laks, Hildur Hartnrannsdóttir, Ida Haugen, Jónina A Vignisdóttir, Kristján Ljótsson, Mille Kyhl, Nadia Agertoug Nielsen, Nadine Semmler, Rahel Emmenegger, Rikke Schöllhammer WolfF, Sigríður Þorsteinsdóttir, Sunna Bima Helgadóttir, Tanja Maria Hansen, Þórdís Sigurðardóttir, Moli Dönsk bændasamtök SAMEINAST? í Danmörku hafa á aðra öld starfað tvenn bændasamtök, „De danske landboforeninger" og „Dansk familielandbrug" lengst af nefnd “ De danske husmands- foreninger”, sem eru fámennari samtök og höfða meira til bænda með lítinn rekstur. Hugmyndir hafa áður verið uppi um að sameina þessi samtök án þess að það hafi gerst en að þessu sinni liggja fyrir áætlanir um sameiningu sem stjórnir beg- gja samtakanna hafa nú til um- fjöllunar. Verði niðurstaða þeirra jákvæð munu aðalfundir beggja samtakanna taka ákvörðun um málið í nóvember nk. Formenn þeirra beggja, þeir Peder Gæmelke og Peder Thomsen, hafa hvatt mjög til sameiningar. Svarfaðarbraut 15, 620 Dalvík, Kringlunni 21, 103 Reykjavík, Einbúablá 19 a, 700 Egilsstöðum, Svarfaðarbraut 15, 620 Dalvík, Bjarkargrund 45, 300 Akranesi, Noregi, Fífúsel 32, 109 Reykjavík, Svíþjóð, Tumabrekku II, 565 Hofsósi, Feddersensgate 66, 0473 Osló, Noregi, Trittauer Strasse 29, 22952 Luteensee, Þýskalandi, Markarflöt 13, 210Garðabæ, Danmörku, Danmörku, Þýskalandi, Aebnit, Konolfmgen, 3510 Sviss, Herluf Trollesvej 307, 5220 Odense, Danmörku, Efstalundi 10, 210 Garðabæ, Kvisthaga 7, 107 Reykjavík, Danmörku, Gullberastöðum, Lundarreykjadal, 311 Borgamesi. Samtökin hafa nú þegar með sér töluvert samstarf, m.a. innan Landbrugsrádet sem gætir bæði hagsmuna danskra bænda og samvinnufélaga innan landbún- aðar í eigu samtaka þeirra. í umræðum um þessa samein- ingu er því haldið á lofti að bænd- um fækki jafnt og þétt, jafnframt því sem kröfur til þeirra og dan- sks landbúnaðar aukist sífellt. Sameiningin styrki þannig jafnt hagsmunabaráttu danskra bænda, búrekstur þeirra og fé- lagslega og menningarlega stöðu. Hvoru tveggja samtökin standa vel fjárhagslega og það er því ekki af fjárhagsástæðum sem þau vilja sameinast. Stefnt er að því að í nýjum samtökum greiði allir jafnhá félagsgjöld sem þýðir að félagsmenn í Familieland- bruget greiða minna en áður. Þó að af sameiningu verði verð- ur áfram óbreytt grasrótarkerfi nema grunneiningarnar ákveði annað. Sameiginleg stjórn og sameiginlegur rekstur á að taka tillit til þess að einingarnar eru ólíkar, þar á meðal að rúm verði fyrir tómstundabændur og bændur bæði í hlutastarfi og fullu starfi. Rúmlega 500 manns munu eiga rétt á setu á aðalfundi og fulltrúa á að velja úr hópi þeirra sem greiða fullt aðildargjald. Minni samtökin, Famileland- bruget, skulu eiga sér sína eigin deild á skrifstofu nýju samtak- anna til að annast sérstaka hagsmuni félagsmanna sinna. Stjórn nýju samtakanna mun skipa 21 fulltrúi og þar af velur Familielandbruget sex en því er einnig tryggður einn fulltrúi í framkvæmdastjórn nýju sam- takanna. (Bondebladet nr. 30-31/2002). Freyr 7/2002-19 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.