Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.2002, Blaðsíða 10

Freyr - 01.08.2002, Blaðsíða 10
Andakílskóli á Hvanneyri og leikskólinn Andabær. ar og hins vegar búvísindin, svo sem nautgripa- og sauðfjárrækt, og fleiri greinar, byggðar ofan á líffræðilegan, efhafræðilegan og tölfræðilegan grunn. Landnýtingarbrautin hvílir á sama grunni, þ.e. líffræði- og efnafræðilegum grunni með áherslu á landnýtingu og skóg- rækt. Þar erum við í samstarfi við Landgræðslu ríkisins og Skógrækt ríkisins um þessi verk- efni. Við reiknum með að út- skrifa fólk sem er annars vegar sérmenntað til að vinna við land- græðslu og skógrækt og hins veg- ar fólk sem getur farið í fram- haldsnám á sviði landnýtingar eða í ákveðnum þáttum í skógrækt. Að lokum er það þriðja braut- in, umhverfisskipulagið. Hún er til komin vegna þess að um sama leyti og háskólinn hér er stofnað- ur þá er allt land á íslandi gert skipulagsskylt. Á sama tíma eru líka að gerast verulegar breyting- ar á sveitarfélögum í landinu og þau að sameinast og stækka. Af því leiðir að flest þéttbýlissveitar- félög eru komin með dreifbýlis- verkefni. Oftast er það kaupstað- ur eða kauptún og aðliggjandi dreifbýli sem hafa sameinast. Þetta þýðir það að mikið af störf- um við eftirlit og umhverfisvökt- un í bæjarfélögunum hafa komið til sögunnar í dreifbýlinu. I samræmi við það þá fannst okkur, ef landbúnaðurinn ætlar sér þama eitthvert hlutverk, að bjóða upp á þessa námsbraut, sem er annars vegar byggð upp á grunnnámi í landslagsarkitektúr, sem síðan er unnt að ljúka er- lendis, og hins vegar er þetta nám til undirbúnings störfum í um- hverfisvöktun, eftirlitsstörfum fyrir sveitarfélög og störfum sem tengjast skipulagsmálum sveitar- félaga. Það má segja að þetta sé okkur gerlegt á grundvelli nýju laganna vegna þess að þar er landbúnaður skilgreindur sem hvers kyns nýt- ing lands og landgæða. Þetta er mjög spennandi verkefni, og það eflir starfsemi okkar á þann hátt að það víkkar fræðasviðið hér á Hvanneyri. Hvernig verður útskrift þessarct nemenda háttað? Við munum láta aðsóknina ráða í þeim efnum. Við verðum að hafa ákveðinn lágmarksfjölda nemenda til að geta rekið braut- imar. Hingað til höfum við ekki náð henni, en við þurfum 6-10 nemendur árlega til að geta tekið inn á þessar brautir. Við fengum núna sjö nemendur á umhverfis- skipulagsbrautina, en færri í land- nýtingu og skógrækt. Ég tel að sumt af því fólki sem hefur farið í líffræði-, jarðffæði- og um- hverfisnám við Háskóla Islands hefði e.t.v. alveg átt erindi til okkar. Hvenœr verður jyrst útskrifað úr nýju brautunum? Samkvæmt nýja skipulaginu verður fyrst útskrifað úr búvís- inda- og landnýtingabrautum árið 2003, með BS-90 gráðu, og síðan árið 2004 úr umhverfisbraut. Við gemm þó ráð fyrir að einhverjir af útskriftamemum úr nýju braut- unum taki hér fjórða árið og fyrstu mastersnemamir em að innritast nú í haust. Endurmenntunin ? I sambandi við 40 ár afmæli búvísindadeildar árið 1987 þá fengum við stöðu fyrir endur- menntunarstjóra við skólann, sem tengdist þá búvísindadeild. Þetta var upphaf að því að koma skipu- lagi á endurmenntunina við skól- ann. Á sama tíma var farið að tengja saman endurmenntun búnaðar- skólanna við Framleiðnisjóð landbúnaðarins. Sá sjóður hefur allt frá því gegnt mikilvægu hlut- verki í endurmenntunarmálum með því að styrkja námskeiðin sem og fólk til þátttöku í þeim. Um það hafa verið gerðir samn- ingar milli skólanna og sjóðsins. í nýjasta samningnum koma Bændasamtökin einnig að þessu verkefhi. | 10-Freyr 7/2002 Freyr agust , Plate:4

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.