Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.2002, Síða 15

Freyr - 01.08.2002, Síða 15
Forystufé er dýrmætur stofn innan íslenska sauðfjárkynsins sem mikilvægt er að varðveita. (Ljósm. Snjólaug Pétursdóttir, Heiði, Mývatnssveit). b) Erfðabreytileiki í virkum fram- leiðslukynjum Mikill fjöldi dýra einkennir oft virk framleiðslukyn. Jafnframt stuðlar hið sterka úrval í þessum ræktunarhópum að skyldleika- rækt og mikilli notkun fárra karl- dýra í hverri kynslóð. Dæmi eru um virka notkun á allt niður í 50 nautum hveiju sinni þar sem mjólkurkýr eru yfír milljón. Við þær aðstæður er mikilvægt að hafa í huga að varðveita þurfí erfðabreytileika þessara kynja vegna framtíðar kynbóta á þeim. c) Geymsla erfðaefnis Sæðis- og fósturvísabönkum hefur verið komið á fót fyrir Qölda búfjárkynja okkar. Suma þeirra nota ræktendur stöðugt en aðrir eru fyrir langtíma geymslu til framtíðamotkunar. Áhugi er á því að varðveita með þessu móti alla ræktunarhópa sem em í notk- un á hveijum tíma. Á Norðurlöndum em hefðir fyrir því að ræktunarfélög annist slíka geymslu, en hið sama gildir ekki á alþjóðlegum vettvangi. Þar er spurt hver eigi að kosta verkefnið, ræktunarfélögin eða hið opinbera. Án aðstoðar hins opinbera er ekki unnt að standa undir slíkum verkefnum. SÉRNORRÆNAR AÐSTÆÐUR Menningararfurinn Einkennandi fýrir búfjárrækt á Norðurlöndunum hefúr verið við- tæk samvinna um stóra ræktunar- hópa, oft með því að slá saman kynjum. Markviss stefna í kyn- bótunum hefúr leitt til mikilla erfðaframfara í framleiðslukynj- unum, einkum eftir miðja 20. öldina. Af því hefúr leitt að mörg gömul búfjárkyn á Norður- löndunum hafa búið við enn verri kost en í öðmm löndum Evrópu. Hið mikla vemdunarstarf á þess- um efnum á Norðurlöndunum hefúr hins vegar byggst á góðum efnahag þessara landa og viður- kennt hefúr verið menningarlegt gildi þess. Búfé hefúr alla tíð gegnt miklu hlutverki í norrænum landbúnaði og búfjárafúrðir verið uppistaðan í matvælaframleiðslunni. Bæði menningarlegar hliðar matvæla- framleiðslunnar og hlutur búfjár- ins í í henni fyrr á tímum gegnir miklu hlutverki í norrænum menningararfí og er jafn mikilvæg og varðveisla gamalla bygginga og áhalda. Það sést einnig í vax- andi áhuga safna að halda búfé sem eðlilegan þátt i rekstri sínum. Sérstakar arfgerðir bújjár aðlagaðar að vistkerfi okkar? Norðurlöndin hafa ekki átt sér sterkar hefðir varðandi það koma sér upp sérstökum vörumerkjum eða merkjavörum sem byggjast á búfjárkynjum, framleiðsluaðferð- um eða umhverfí. Síðustu ár hafa neytendur hins vegar sýnt áhuga á upprunamerkingum, sér- vörum og vörum tengdum fram- leiðsluferðum og upprunastöðum. Þar eru á ferð miklir ónýttir markaðsmöguleikar sem veita litlum búfjárkynjum nýjan styrk. Áðumefnt „villisauðfé“ er dæmi um það, sem og nytjar af öðm fé sem gengur á beit dreift um mikil víðemi. Þá má nefna svínakyn sem bjargar sér úti í náttúmnni. Aðalmarkmið með VARÐVEISLU ERFÐAEFNIS Á Norðurlöndunum Þar skiptir mestu máli að erfða- breytileiki bú^árrækt minnki ekki að óþörfú. Mikilvægast er að ræktunarhópurinn sé stór. Ræktunarmarkmiðin skulu vera framsýn víð og sjálfbær eftir því sem unnt er. Langtímamarkmið- in mega ekki láta undan kröfúm um mikla framleiðni og skamm- tímahagnað. Þá er mikilvægt að skrá sérstakar framleiðsluaðferðir og aðstæður, til að nýta einstök kyn, og sérstakar aðstæður á hverju svæði. Heimild: nordiske GENressurs- er 2002, ANP 2002:725. JSBN 92-893-0767-6. Birt með leyfi hðfundar. Greinin er svolítið stytt. Freyr 7/2002 -15 |

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.