Freyr - 01.08.2002, Blaðsíða 38
Frá gömlu fiskihöfninni í Nes á Vega eyju. Þarna má sjá gömlu verslunar-
húsin og þarna var fiski landað. í einu húsanna er æðarsafnið í öðrum er
gistiaðstaða og einhver standa auð og yfirgefin. Ljósm. Árni Snæbjörnsson.
Byggðaþróun
Allar byggilegar eyjar voru
setnar fram um 1960. Upp úr því
fer fólki að fækka og að lokum
má segja að samfélag úteyjanna
hrynji. Af þeim eyjum, sem hafa
farið í eyði, var sú síðasta yfir-
gefín 1982. Nú er aðeins örfáir
íbúar á tveim eyjum, auk Vega,
en sumarbúseta er á þeim all-
flestum. Þegar byggðin var hvað
blómlegust um og fyrir miðja
síðustu öld voru 3.000 íbúar í
Vega-eyjaklasanum, en nú eru
þeir 1.400. 1 viðræðum við
heimamenn kom fram að þeim
fannst of lítið gert til þess að
spoma við frekari byggðaröskun.
Þeir sögðu það ríkjandi stefna
stjómvalda að verja ekki lengur
jaðarbyggðimar. Megin áhersla
væri lögð á að efla helstu
byggðakjamana, eins og t.d.
Þrándheim í þessum landshluta,
þannig að fólksflutningar af
landsbyggðinni staðnæmdust þar
að veralegu leyti en færi ekki
allur til svæðisins kringum Osló.
Þessari stefnu virtust þeir heima-
menn, sem rætt var við, vera
ósammála. Þó kom fram að
stjómvöld jafnt sem héraðs-
stjómir viðurkenndu að megin-
undirstaða varðandi festu og
stöðugleika í atvinnumálum
dreifbýlis væri öflugur og fjöl-
breyttur landbúnaður og að
tryggja þyrfti afkomu hans. Hins
vegar sögðust einhverjir sjá þess
merki að þama væri breytinga að
vænta á næstunni. Einnig viður-
kenndu heimamenn að samgöng-
ur væra góðar og ekki mætti
vanmeta mikilvægi þeirra. Vega
eyjaklasinn er bæði óhemju stór
og ljölbreyttur og bera yfírgefnar
byggingar og önnur mannvirki
þess augljós merki að athafnalíf
hefur verið mjög öflugt fyrr á
tímun. Eins er náttúrafegurð
rnikil og landslag fjölbreytt. Því
kemur á óvart að ferðaþjónusta
er afar lítil á svæðinu, jafnvel
svo að ekki koma nema um
3.000 gestir á svæðið á ári
hverju. Skýring heimamanna á
því var sú að framkvæði og
framtak á þessu sviði hafí vantað
hjá heimamönnum og stjómvöld
hefðu ekki verið sérlega hvetj-
andi á þessu sviði. Skýrt var tek-
ið fram að ferðaþjónusta væri
öflug víða annar staðar, eins og
t.d. í Lofoten.
Menningararfleifðin
Norska umhverfisráðuneytið
hefur hafíð undirbúning að því að
tilnefna Vega-skeijagarðinn á
heimslista UNESCO sem sér-
Bændabýli á Vega. Ljósm. Árni Snæbjörnsson.
| 38 - Freyr 7/2002