Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.2002, Blaðsíða 32

Freyr - 01.08.2002, Blaðsíða 32
Kjarian Jónsson, bóndi á Dunki í Hörðudal hefur útbúið einfaldar sjálffóðrun- argrindur i fjárhúsum sínum I stað hefðbundinna garða. Grindurnar mynda fóðurgang eftir endilöngu húsi. Þær eru hengdar á lamir neðan I þaksperr- urnar og ganga saman að neðan eftir því sem féð étur af heyinu. Heyrúllur eru fluttar á fóðurganginn með handknúinni taliu á sporbraut. (Ljósm. M. Sigst.). eða ristar eru notaðar að ein- hverju leyti eða ekki. Þess ber að geta að á lífrænu sauðfjárbúunum er húsvist minni en almennt ger- ist því að hleypa skal fénu út daglega þegar veður leyfir eða það er látið liggja við opið. Girðingar A málþinginu kom greinilega fram að þörf fyrir girðingar er vaxandi, m.a. vegna fækkunar ijárbúa og annarrar landnýtingar. Þá er víða hægt að skipuleggja beitina betur og auka þannig hag- Sauðburðarhús sitt hvoru megin við garða i fjárhúsinu á Lambeyrum I Laxárdal. Heyvagn rennur ofan á garðaböndunum. í öllum stíum er sjálfbrynning. (Ljósm. M. Sigst.). kvæmni í búrekstri. Athyglin beinist einkum að háspenntum rafgirðingum, sem eru orðnar vel þekktar hér á landi og í Noregi, og voru flutt erindi um þá þróun. Ahersla var lögð á rétt og vönduð vinnubrögð við uppsetningu þeirra til þess að þær kæmu að tilætluðum notum við vörslu en þó reynt að halda kostnaði í lág- marki. í þessu sambandi var fróð- legt að skoða nýjungar sem á að reyna á Lambeyrum í Dölum. Þá var m.a. sagt frá veigaminni og ódýrari rafgirðingum sem gætu hugsanlega hentað sums staðar á ræktuðu landi og í hagagirðing- um heima á íjárbúum. Fyrirtækið LG Produkter AB í Svíþjóð hefur m.a. mikið úrval af slíkum girð- ingum auk ijölda margs konar tækja og tóla til að auðvelda fjár- búskapinn, þar á meðal veltigrind til að létta vinnu við klaufasnyrt- ingu. Aukið samstarf InterNorden og NJF A þessu málþingi var í fyrsta skipti gerð tilraun til að koma á virkri samvinnu á milli Inter- Norden og NJF. Sú tilraun þótti takast vel. Þá var aðstaðan í Reykholti til fyrirmyndar og við fengum alls staðar góðar mót- tökur í kynnisferðum okkar. Málþingsgestir fengu möppur með yfirlitum allra erinda og veggspjalda en ráðgert er að gefa allt efnið út á prenti. Mest af því er á ensku. Stjóm Inter- Norden notaði tækifærið til að halda fund þar sem Erling Skur- dal, Noregi, voru þökkuð góð störf sem ritari og í hans stað var kjörin Gun Bemes, Svíþjóð, en þar í landi verður næsta mál- þing haldið sumarið 2004. Þá var samþykkt að stjóm Inter- Norden skuli framvegis annast málefni sauðfjárræktar innan Búfjárræktarskorar NJF. | 32 - Freyr 7/2002

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.