Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.08.2002, Qupperneq 11

Freyr - 01.08.2002, Qupperneq 11
i Hrafn og plógur, listaverk, sem gefið var Hvanneyri árið 1997 i tilefni af hálfrar aldar afmæli æðra búfræðináms við Bændaskólann. Stækkuð útgáfa afverkinu, sem hér sést á myndinni, varsiðan afhjúpuð haustið 1999 og þá einnig í tilefni af þvi að um vorið höfðu verið sett ný lög um búnaðarfræðslu og samkvæmt þeim var stofnaður Landbúnaðarháskóli á Hvanneyri. Höf- undur listaverksins er Magnús Tómasson. Hann gaf þvi heitið Hrafn og plógur, þar sem hrafninn er tákn viskunnar en plógurinn, eitt elsta jarðyrkju- tæki mannsins, er tákn búmennskunnar. Allt frá 1987 höfum við verið með sérstakan starfsmann, endur- menntunarstjóra, í þessu verkefni og skipuleggjum námskeið í sam- starfi við hina skólana og BI og erum að halda 40 - 60 námskeið á ári, jafnvel upp í 70. Þátttak- endur á ári eru á bilinu 600 - lOOOmanns. Námskeiðin fara fram á skólunum og úti um allt land. A hverju ári er gjaman eitt- hvert áberandi þema. Viðbrögð við þessari starfsemi hafa verið góð og hvað varðar aðsókn verð- ur að hafa í huga að námskeiðin eru fyrst og fremst ætluð bænd- um og búaliði. Auk þess starfmanns, sem við höftim við skólann í þessu, þá er- um við með starfsmann í hluta- starfi á Austurlandi í samvinnu við Búnaðarsamband Austurlands og annan í hlutastarfí á Suður- landi í samvinnu við Búnaðar- samband Suðurlands. Endur- menntunin er annars ólík annarri kennslu á vegum skólans að þvi leyti að henni er ætlað að standa fjárhagslega undir sér, ríkisfram- lag til hennar er í raun og veru að hverfa. Rannsóknir á vegum skólans? Eitt af því sem gerðist með nýju búfræðslulögunum var að rannsóknahlutverk okkar var stóreflt. Það er ljóst að takist okkur ekki að efla það í samræmi við eflingu kennslunnar, þá verð- ur erfiðara að reka virka háskóla- kennslu. Þegar við fengum nýju löggjöf- ina og kennarar skólans fengu hæfisdóm þá reyndust fimm þeirra hæfir til að gegna stöðu prófessors. Það sýnir að fræða- umhverfið, sem hér var undir hatti búvísindadeildar, var mjög sterkt. Þetta hefur auðveldað okkur mjög að byggja upp öfl- ugra rannsóknastarf. Rannsókna- og tilraunastarf okkar er einkum tengt hagnýtum viðfangsefnum. Við erum með mjög lítið af grunnrannsóknum. Verkefhin eru hins vegar fjölbreytt og á ýmsum sviðum landbúnaðar. Tengjast rannsóknir mikið að- alverkefnum nemenda? Það er misjafnt eftir fræðasvið- um. A sviði búfjárræktar hefur það verið mjög einkennandi og þá oft unnin í samvinnu við fræðimenn á RALA eða BÍ. Við höfum nýlega gert form- legan samstarfssamning við RALA. Bútæknideild RALA hefur starfað hér frá stofnun RALA árið 1965 og samstarf skólans og deildarinnar er mjög náið. En núna, með nýrri sameig- inlegri stefnumörkun RALA og skólans, þá erum við meira að ganga í eina sæng hvað t.d. varð- ar rannsóknir. Reyndar eru til þrír samningar um samstarf RALA Hvanneyrar og þar til viðbótar sameiginleg stefnumörkun stofnananna um nánast öll málefni sem tengjast starfseminni. Það er í fyrsta lagi almennur samningur um samstarf á sviði kennslu og rannsókna og sameiginlegar mannaráðningar, sameiginleg viðfangsefni og sameiginleg átök í tengslum við nýbreytni og stjómun. I öðm lagi em það sérstakir samningar um samrekstur á Bútæknihúsinu og bútækniverkefni og í þriðja lagi samningur um samrekstur á Fjár- ræktarbúinu á Hesti. Við lögðum niður fjárbúið hér haustið 2000 og færðum öll okkar verkefni í sauðfjárrækt upp að Hesti. Afar lærdómsríkt er að sjá reynsluna af þeirri samvinnu. Það flóir allt í verkefnum tengt sauðfjárræktinni á Hesti; nemendaverkefnum og tilraunaverkefnum. Ég er sann- færður um það að ef okkur tekst Freyr 7/2002-11 |

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.