Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.2002, Blaðsíða 29

Freyr - 01.08.2002, Blaðsíða 29
aukist nokkuð á seinni árum. I Danmörku og Svíþjóð er sauðfjárrækt ekki veigamikil bú- grein en þó er fjöldi áhugasamra fjárbænda í þessum löndum, ekki síst tómstundabænda, sem margir hverjir hafa keypt bújarðir og flutt úr þéttbýli. Þessir smábænd- ur þurfa ekki síður en aðrir leið- beiningar og ýmsa þjónustu. I Svíþjóð er ekki lengur rekin op- inber leiðbeiningaþjónusta í sauðfjárrækt en í Danmörku er hún töluverð. Svíar leggja mikla áherslu á að auka sveigjanleika í slátrun þannig að unnt verði að bjóða neytendum ferskt, sænskt lambakjöt allt árið. Nokkrir fjár- bændur í Danmörku em að fram- leiða sauðamjólk og sumir geit- fjárbændur hafa tekjur af geitaull og skinnum. Um Noreg er það helst að segja að þar er töluverð gróska í fjár- búskapnum þrátt fýrir miklar bú- sifjar af völdum rándýra. Þar er féð flest, rúmlega 1.100.000 vetr- arfóðraðar kindur, og markaður- inn er í góðu jafnvægi. I Noregi fækkar nokkuð fjárbúum, líkt og í hinum löndunum, og meðalQár- búið stækkar en telur þó aðeins 54 vetrarfóðraðar kindur. Hér á landi em fjárbúin stærst, reyndar svipuð á Grænlandi, en afkoma íslenskra fjárbænda hefur aftur á móti versnað síðustu árin. Ljóst er að samkeppni á norrænum kjötmörkuðum fer stöðugt vax- andi, dilkakjötið á í vök að verj- ast gagnvart verksmiðjufram- leiddu alifúgla- og svínakjöti og tekjur af ull og gæmm hafa dreg- ist saman eða staðið í stað upp á síðkastið. A málþinginu var m.a. vikið að leiðum til þess að marka dilkakjöti frá norrænum jaðar- byggðum sérstöðu vegna hrein- leika og sérstakra gæða. Lagðar vom fram tillögur um uppmna- merkingu þannig að neytendur gætu fengið ömggar upplýsingar Séra Geir Waage flutti gestum fróðlegt erindi um sögu Reykholts og vakti mál hans verðskuldaða athygli. (Ljósm. Ól. Dýrm.). um hvar og við hvaða skilyrði kjötið væri framleitt. Gróska í ræktunarstarfinu Þótt afkoma fjárbænda sé í mörg- um tilvikum léleg víða á Norð- urlöndum er áhugi á sauðfjárbú- skap mikill og vemlegar ffamfarir hafa orðið á ýmsum sviðum vegna víðtækrar samvinnu bænda og fag- manna. Þetta kom m.a. greinilega ffam á málþinginu þar sem flutt vom yfírlitserindi um helstu nýjun- gar í sauðfjárkynbótum á seinni árum. I erindunum vom dregnar saman upplýsingar um það mark- verðasta í þróun ræktunarstarfsins. Skýrsluhald er að aukast, skyldu- merking er að komast á í öllum löndunum, EUROP kjötmatið kref- Emma Eyþórsdóttir bauð gesti velkomna á Tilraunabúið á Hesti og gaf þeim greinargott yfirlit um starfsemina. Siðan voru fjárhúsin skoðuð undir leiðsögn Grétars Einarssonar. (Ljósm. Ól. Dýrm.). Freyr 7/2002 - 29 j

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.