Freyr - 01.08.2002, Blaðsíða 7
Yfirlitsmynd yfir eldri byggingarnar á Hvanneyri, f.v. Fjósið, Gamla skóla-
húsið, Skólastjórahúsið sem hýsir nú skrifstofu rekstors, skrifstofur skólans,
bókasafn o.fl. íþróttahús, eitt hið elsta á landinu sem er I notkun, og
Skemman, elsta hús á staðnum, byggt árið 1896.
Þii kallaðir skólann samfélas
fólks?
Já, og hluti af samfélaginu er
umræða og umfjöllun, þar sem
menn þurfa að tala fyrir sjónar-
miðum sínum, aðlaga þau og
slípa og fá niðurstöðu. Það er
þessi umræða sem gerir skóla-
starf svo skemmtilegt og mótar
þátttakenduma. Skólinn kennir
mönnum einfaldlega að umgang-
ast annað fólk.
Skiptir svo ekki móli að hér er
heimavist?
Heimavist og heimavist, nú er
heimavist ekki lengur það sem
hún var, gamla heimavistamm-
hverfið er að hverfa. Það gerist
þannig að í fyrsta lagi em nem-
endur eldri en þeir vom, í öðm
lagi er þetta orðinn einn skóli,
háskóli og bændadeild, sem leiðir
til þess að regluverkið er orðið
annað og í þriðja lagi þá hafa
vegir og farartæki tekið miklum
framfömm og fjarlægðir þannig
styst.
Auk þess á það sér stað að eftir
þvi sem nemendur em eldri þá
em þeir miklu virkari þátttakend-
ur í búskapnum heima hjá sér.
Langflestir nemendur fara núorð-
ið heim um helgar eða eitthvað út
af staðnum. Heimavistin er þó
opin um helgar en mötuneytið er
þá lokað og nemendur bjarga sér
sjálfir um matseld. Það geta hins
vegar alveg eins verið þeir sem
eiga stutta leið heim sem em hér
um helgar.
Hvernig er þá félagslíf núorðið
í skólanum?
Félagslíf er nú allt annað en
það var. Félagskennd nemenda
er hins vegar hin sama en henni
er frekar sinnt annars staðar.
Ýmsar aldarlangar hefðir í fé-
lagslífi skólans em að hverfa en
við höldum við tveimur samkom-
um, þ.e. árshátíðinni og Skeifu-
keppninni, en margar aðrar sam-
komur hafa verið aflagðar. A
móti kemur það að nemendur
fara töluvert í ferðalög saman og
svo efha nemendafélögin til um-
ræðufunda og kalla til fyrirlesara.
Nú er líka aðeins orðið eitt skóla-
félag, en ekki sitt hvort fyrir
bændadeild og búvísindadeild
eins og áður var.
Bœndadeildin ?
Það sem mér finnst skipta
mestu máli um bændadeildina er
að hún veitir nú miklu öflugra
fagnám en áður meðan verið var
að tengja saman bændadeild og
búvísindadeild vegna þess að þá
var nemendum boðið upp á mis-
langt nám í bændadeild eftir und-
irbúningi þeirra.
í öðru lagi tryggir háskólanám-
ið ekki aðsókn að bændadeildinni
eins og áður og það gerir kröfur
til okkar um ferskari áherslur þar
í námi og í þriðja lagi hafa
tengslin við fjamámið styrkt
bændadeildina mjög mikið. Við
fórum að bjóða upp á fjarnám í
búfræði fyrir fjómm ámm fyrir
starfandi bændur sem áttu erfitt
með að komast að heiman. Það
náði strax töluverðri fótfestu og
núna eru stöðugt 25-35 nemendur
í fjamámi. Afföllin em tiltölu-
lega lítil en fyrir alla ijamáms-
nemendur er gerð áætlun um að
ljúka búfræðiprófí. Sumir hafa
þó kosið að taka aðeins eina og
eina grein
Við höfum notað mjög einfalt
kerfi i fjamáminu, sem er tölvu-
pósturinn. Það byggir á því að
samskiptakerfíð er víða ekki öfl-
ugt. Við gemm kröfu til þess að
nemendur komi hingað til að yf-
irvinna einmanakenndina, að lág-
marki einu sinni á önn en tvisvar
þar sem em verklegar æfingar,
þetta tvo til þrjá daga í senn.
Það ánægjulega er svo að
smám saman verða þessir nem-
endur hluti af kunningjahópi okk-
ar. Það er reyndar einkenni jafn
lítilla skóla og okkar að hér er
enginn nemandi einungis nafn-
númer. Menn koma inn sem
hópur á haustin en fara út sem
Freyr 7/2002 - 7