Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.2002, Blaðsíða 13

Freyr - 01.08.2002, Blaðsíða 13
rannsókna og endurmenntunar. Starfsmaður Skógræktarinnar eru staðsettir hér sem og allir starfs- menn Vesturlandsskóga, sem eru þrír, og hér starfar landgræðslu- fulltrúi. Þetta eru viðfangsefhi sem tengja okkur við þessar stofnanir og nú, þegar sveitarfélagið, Borg- arfjarðarsveit, er að reisa hér nýja skrifstofúbyggingu þá fær þessi starfsemi stórbætta aðstöðu. Ullarselið? Já, Ullarselið er mjög sérstakt viðfangsefni. Fyrirum 15 árum fór fólk að velta fyrir sér hvemig mætti stuðla hér að handverks- iðju hvers konar. Jóhanna Pálma- dóttir frá Akri var ráðin hingað til að efla bæði kennslu í handverki og handverksiðju. I kjölfar þess var svo Ullarselið stofhað með aðstoð Framleiðnisjóðs. Nú er svo komið að þetta er eitt skemmtilegasta verkefnið á Hvanneyri. Hlutverk Ullarselsins er að selja framleiðslu starfs- fólksins, bæði úr ull og öðm efni, og þar hefúr verið unnin heilmik- il þróunarvinna í hönnun gripa. Ullarselið dregur mikinn fjölda gesta að staðnum, án efa þúsund- ir á hverju ári. Við hliðina á Ull- arselinu er svo lítil verslun, Kertaljósið, sem hefúr á boðstól- um bæði matvöru og handverk. Búvélasafnið? Já, það er gamalt viðfangsefni, tengt Verkfæranefndinni sem hér starfaði lengi uns Bútæknideild RALA tók við starfsemi hennar. Upphaflega var safnið stofnað sem safh nýrra véla sem menn gætu komið til að skoða en með tímanum varð það að safni véla sem hætt var að nota. Það má segja að búvélasafnið hafi verið hér í dvala þangað til Bjami Guðmundsson kennari fór að sinna því og skólinn fór að byggja það upp, í tengslum við það að Bútæknideild RALA flutti í nýtt hús. Síðan gerðum við samning við verktaka- og vélafyrirtækið Jörva hf. hér á Hvanneyri og það hefur hjálpað okkur við að gera upp tæki. Þá höfum við fengið tæki að gjöf, bæði uppgerð og óuppgerð. Nokkur undanfarin ár höfúm við haft safnið opið á fös- tum tímum. Safnið er einnig komið inn í skrár um söfn í landinu og það er að verða eitt af því sem dregur flesta gesti að Hvanneyri. Önnur umsvif? Það er svo ekkert langt síðan skólinn átti hér allar veitur; raf- veitu, hitaveitu, vatnsveitu og skolpveitu, og allt gatnakerfi á staðnum og skólinn leigði mönn- um lóðir undir íbúðarhús. Við höfúm smám saman verið að losa okkur við þetta og flytja þetta yf- ir á sveitarfélagið og aðra. Núna, í tengslum við gerð nýs deiliskipulags, höfum við samið við sveitarfélagið um að það yfir- taki allt land, sem er skipulagt í deiliskipulagi, frá og með vorinu 2002. Við höfúm selt RARIK rafveitu skólans og vatnsveitan, skolpveitan og gatnagerðin fer til sveitarfélagsins. Þar með er lok- ið þeim þætti í starfi skólans sem er að halda hér uppi almennri samfélagsþjónustu. Skólinn átti lengi meginhlutann af íbúðarhúsum og nemendagarð- ana, þessu breyttum við árið 1997 og færðum húsin yfir í sér- stakt félag. Skólinn á ekki lengur aðrar byggingar en þær sem til- heyra skólanum. Hvanneyri er þannig að verða eins og hvert annað þéttbýli úti á landi. Það annað sem eftir stendur af byggingum, utan skólans, er kirkjan. Skólinn á kirkjuna. Þetta er bændakirkja og rektor Landbúnaðarháskólans er jafn- framt kirkjubóndi og í krafti þess eigum við jarðnæði, bæði í gamla Andakílshreppi og í Skorradals- hreppi. Við eigum t.d. Kvígs- staði, Stóru-Drageyri, landspildu uppi í Skarðsheiði, sem nefnist Kirkjutungur, og við eigum lax- veiðihlunnindi í Grímsá. Kirkjan sér okkur fyrir öllum þessum ítökum. M.E. Moli HÁ NYT EKKI ALLTAF HIÐ SAMA OG GÓÐ AFKOMA Við könnun á búreikningum 3.700 kúabúa í Danmörku kom í Ijós að há nyt kúnna gaf ekki endilega góða rekstrarafkomu. Flokkun á búreikningunum á fimm flokka eftir nyt leiddi þó í Ijós að afkoman batnar með vaxandi nyt, sem að hluta skýrist þó með því að saman fer mikil nyt og mikil framleiðsla á býlinu. Þessi meðaltöl breiða hins vegar yfir það að innan ein- stakra flokka er mikill breytileiki á afkomu. Þannig gat afkoman sveiflast um dkr. 500-800 þús- und milli hæstu og lægstu fimmtunganna i hverjum flokki. Könnunin leiddi einnig í lós að afkoma i lægsta fimmtungnum var mjög léleg, jafnvel í flokknum með hæstu nytina. Skýrsluhöfundar benda á að oft sé mikinn ávinning að sækja í það að bæta rekstrarstjórnina án þess að auka nytina eða stækka búið. (Landsbladet nr. 29/2002). Freyr 7/2002-13 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.