Freyr

Volume

Freyr - 01.08.2002, Page 14

Freyr - 01.08.2002, Page 14
Varðvelsla búQárkynla ð Norflurlöndum Hvers vegna á að VERNDA BÚFJÁRKYN? Komið hefur í ljós sl. tvo ára- tugi að hættan á að erfðamengi búfjárkynja á Norðurlöndunum glatist fer vaxandi. Ástæða þess er aukin viðskipti með erfðaefni milli landa og kröfiir um aukna framleiðni í búíjárframleiðslu. Við þessar aðstæður eru búíjár- kyn, sem standast ekki fram- leiðnikröfur, einkum í hættu á að hverfa af sjónarsviðinu, en vitað er að yfír 30% af þekktum bú- tjárkynjum í Evrópu hafa horfíð eða eru að deyja út. I þessu sambandi hefúr al- þjóðasamfélagið, m.a. á vettvangi FAO, skilgreint eftirfarandi ástæður fyrir nauðsyn þess að varðveita erfðalindir búfjár: 1. Svara líffræðilegum og efna- hagslegum þörfum fyrir erfða- efni nú og í framtíðinni. 2. Tryggja undirstöðuerfðaefni til vísindalegra þarfa. 3. Varðveita erfðalindir búijár sem hluta af menningararfmum. Hér má sjá að það em fjöl- breyttar þarfír á ferð. Saga búfjár- ræktarinnar sýnir skýrt og greini- lega að búfjárkyn, sem um lengri eða skemmri skeið, hafa verið álitin lítið áhugaverð, hafa á öðmm tímum verið mikilvæg í matvælaffamleiðslu. Það getur stafað af sérstökum eiginleikum þeirra, sem á tímabili hafa ekki verið taldir áhugaverðir, eða upp kemur þörf fyrir sérstakar arfgerð- ir eða búfjárkyn sem gagnast ákveðnum ffamleiðsluþörfúm. Dæmi um þetta em kínversk svínakyn (mjög fijósöm) sem skyndilega urðu mjög áhugaverð í einblendingsrækt svína í Evrópu, danska Skalborg kynblendings- hænan, sem var ræktuð til að verpa á gólfi (andstætt búrhænum) og villisauðfé, (i raun ræktað sauðfé sem hafði gengið villt i margar kynslóðir) á eyjum undan Vestur-Noregi. Veitingahús greiða nú töluver hærra verð fyrir kjöt af því fé en öðmm kynjum. I búfjárrækt er einnig vaxandi þörf fyrir gmndvallarþekkingu um samhengi hinna ýmsu erfðaeig- inleika og hinn lífffæðilega bak- gmnn fyrir ffamleiðslueiginleik- unum. Við könnun á slíkum eigin- leikum er mikilvægt að geta rann- sakað aðrar arfgerðir og önnur kyn sömu tegundar. Tilraunir, þar sem nútíma ræktunarkyn og gömul afurðalítil kyn em borin saman hvað varðar marga eiginleika, gefa færi á slíkum rannsóknum. Á AÐ VARÐVEITA ÖLL GÖMUL KYN? Reynslan sýnir að kyn og arf- gerðir kynja, sem ekki er áhugi á til ræktunar, geta horfíð af sjónar- sviðinu ef opinberar stofnanir grípa ekki inn í með vemdunaraðgerðir. Ræktunarsamtök ein valda ekki þvi verkefni og um mörg af þeim kyn- jum, sem em í hættu á að hverfa, em heldur ekki starfandi nein ræk- tunarsamtök. Allarvem- dunaraðgerðir kosta fjármuni og því vaknar fljótt spumingin hvað hefúr forgang um varðveislu og hvemig á að standa að henni? Á að varðveita allt erfðaefhi húsdýra sem verður til í ræktuninni? eftir Prófessor Odd Vangen Búfjárræktardcild Landbúnaðarháskóla Noregs á Ási Þegar tekin er afstaða til þess verður fýrst að leggja mat á hvaða ástæða er til að verðveita það. Því næst verður að koma upp geymslu á sæði og fósturvís- um og veita upplýsingar um það á aðgengilegan hátt. Auk þess getur verið nauðsynlegt að koma upp hjörðum kynja sem em í sér- stakri hættu á útrýmingu. Dýra- garðar og búnaðarskólar gegna oft því hlutverki. a) Varðveisla lílilla hjarða Mörg gömul búfjárkyn em í hættu og aðeins fáir bændur sem hafa áhuga á að nýta þau í bú- rekstri sínum. Takmarkið er þá einungis sett á það að halda við þeim eiginleikum, sem þau búa yfir, en ekki að kynbæta þau. Mikilvægasta ræktunarmarkmið verður þá að halda skyldleika- rækt í lágmarki. Tap erfðaeiginleika í litlum hjörðum gerist þar sem ríghald- ið er í einhverja sérstaka eigin- leika en ekki hirt um aðra. FAO skilgreinir búfjárkyn með innan við 100 kvendýr og/eða 5 karldýr sem kyn í mikilli hættu á að hverfa. Nánar tiltekið eru það Qöldi frjórra kvendýra, sem skiptir máli, og séu þau innan við 50 er framtíð kynsins ógnað. m | 14-Freyr 7/2002

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.