Freyr

Årgang

Freyr - 01.08.2002, Side 39

Freyr - 01.08.2002, Side 39
Frá Hysvær eyjum. Gamla skólahús eyjanna er næst. Fjær eru nokkur bændabýli. Eyjarnar eru i eyði, en fyrsti vísir að ferðaþjónustu er á eyjun- um. Ljósm. Árni Snæbjörnsson. stæða menningararfleifð (al- heimsskrá um menningararf- leifð). Að þessu verkefni vinna ýmsar stofnanir og heimamenn og er verkefnið kostað af ríki, fylki og Vega - sveitarfélaginu. Gangi þetta eftir telja heimamenn slíkt mikinn ávinning fyrir svæð- ið varðandi ný umsvif, uppbygg- ingu og þróunarstarf sérfróðra aðila. En hvað er þama átt við með menningararfleifð? Það er ekki nýtt form ffiðunar, heldur ný skilgreining eða alþjóðleg viður- kenning á því sem fyrir hendi er og telst sérstætt. Þess vegna þarf ekki að óttast reglugerðafargan sem bannar alla uppbyggingu, heldur að við framtíðar skipu- lagningu framkvæmda, atvinnu- uppbyggingu og nýtingu auð- linda skuli fara fram mat og skoðun með það að markmiði að fyrirhuguð starfsemi spilli ekki þeim verðmætum sem fyrir eru og áður hafa verið skilgreindar. Með því að óska eftir tilnefningu á heimslistann skuldbindur við- komandi ríkisstjóm sig um leið til þess að varðveita þau verð- mæti/gildi sem tilgreind em. Til þess að komast á heimslista UNESCO þurfa menningarminj- ar, búsetulandslag og náttúr- an/umhverfíð að hafa alþjóðlegt gildi. Þær skilgreiningar sem not- aðar em fyrir Vega-skerjagarðinn em: Eyjahaf umlukið sjó með þúsundum eyja, hólma og skerja sem mynduð em á kvartíertíman- um. Landslag sem myndar nátt- úmfyrirbæri með fagurfræðilegt gildi. Svæðið hefur alþjóðlegt gildi vegna fuglalífs. Einstætt menningarlandslag á strandsvæð- um sem rekja menningu og bú- setu aftur til steinaldar. Nú er unnið að því að skrá og skilgreina atriði og fyrirbæri sem tilnefningin byggist á. Rannsókn- ir og kannanir hafa staðið í nokk- ur ár og enn er verið að safna gögnum. Skilgreiningum og skráningu heima fýrir á að vera lokið fyrir 1. febrúar 2003. Um umsóknina verður svo fjallað í Beijing í Kína árið 2004. Moli Nýtt fóðurhneyksli i Evrópu í júlímánuði sl. komst upp um nýtt fóðurhneyksli í Evrópu. Upp- runa þess má rekja til þess að írskt lyfjafyrirtæki, Wyeth Mediea, hefur sent frá árinu 1999 lyfjaúr- gang til förgunar í Belgíu. Sendingarnar hafa verið merktar sem hættulausar en hefðu átt að merkjast sem varasamar. Fyrir nokkru fór þannig sending frá Irlandi til Belgíu merkt „sykur- vatn” en í henni voru tvo tonn af hormóninu MPA. Þetta hormón er m.a. notað I getnaðarvarnarpillur og getur valdið ófrjósemi í fólki, það er jafnframt notað við fóðurframleiðslu til að auka vöxt búfjár en slík notkun er bönnuð í öllum löndum ESB og víðar. Viðtakandi sendingarinnar var fyrirtæki Bioland í Belgíu. Það seldi efnið til gosdrykkjaverk- smiðju og til fóðurframleiðslu í ___'_______~ Hollandi. Á innan við hálfum mánuði dreifðist fóðrið þaðan til 11 landa I Evrópu. í Hollandi einu er talið að mengað fóður hafi farið á yfir 7000 býli. í Þýskalandi var sala á kjöti stöðvuð frá 1800 býl- um á tímabili og að auki mjólk frá nokkrum fjölda búa. Bændur hafa undirbúið málsókn til að fá skaða sinn bættan, þar á meðal hafa þýsku bændasamtökin DBV falið þremur lögfræðingum að fjalla um málið. Eftirleikurinn getur þó orðið erfiður þar sem Bio- land hefur verið lýst gjaldþrota. Á hinn bóginn er þetta mál ein- ungis talið toppurinn á isjakanum og að fjölmörg önnur lyljahneyksli séu í gangi, en opinbert eftirlit af- hjúpar jafnt og þétt hormónanotk- un í búfjárhaldi sem ætlað er að hraða og auka vöxt búljár. Þessi ólöglega starfsemi er talin velta tugum milljóna króna á hverju ári. (Landsbygdens Folk nr. 29-30/2002). Freyr 7/2002 - 39 |

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.