Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.2002, Blaðsíða 28

Freyr - 01.08.2002, Blaðsíða 28
Norrænt málþing um sauðtjárrækt og fjárhúsa- bygglngar Dagana 27.-30. júní sl. var haldið norrænt málþing um sauðfjárrækt, fjárhús, tækni við hirðingu og fjárgirð- ingar í Hótel Reykholti í Borg- arfirði. Að málþinginu stóðu InterNorden, samtök um sauð- fjár- og geitfjárrækt á Norður- löndum, og Bútækniskor NJF, hins Norræna búvísindafélags, og höfðu þeir Eiríkur Blöndal og sá sem þetta ritar skipulagn- ingu þess með höndum. Skráðir þátttakendur voru 64, frá öll- um Norðurlöndunum og tveir frá Portúgal. Flutt voru sam- tals 23 erindi og að auki var kynnt efni á sjö veggspjöldum. Farið var í kynnisferðir, m.a. til að skoða fjárhús og rafgirðing- ar, á Tilraunabúið á Hesti í Borgarfirði, í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi, að Stóra-Vatns- horni í Haukadal og að Lamb- eyrum í Laxárdal, Dalasýslu. Auk þess voru heimsóttir nokkrir sögustaðir, auk Reyk- holts, svo sem Borg á Mýrum, Eiríksstaðir í Haukadal og Þingvellir. Veður var með ágæt- um og notuðu nokkrir þátttak- endanna tækifærið til að ferð- ast um landið næstu daga á eft- ir á eigin vegum. Staða sauðfjárræktarinnar Fyrsti dagurinn, 27. júní, var helgaður almennri umijöllun um stöðu sauðijárræktar á Norður- löndum og einnig tekið fyrir hið nýjasta í kynbótastarfinu. Síðan síðast var fundað um þessi efni, á Daninn Thomas Andersen flytur fyrsta erindið á málþinginu I Reykholti. Aðstaðan þar var til fyrirmyndar. (Ljósm. Ól. Dýrm.). eftir Ólaf R. Dýrmundsson, ráðunaut, Bænda- samtökum Islands Tjotta í Norður-Noregi fyrir tveim árum (sjá Frey, 8. tbl. 2001, bls. 5-8), hefur komið greinilegar í ljós hve sauðfjárræktin er mis- jafnlega á vegi stödd í hinum ýmsu löndum. Trúlega er staðan einna erfiðust í Finnlandi þar sem sauðfjárræktin varð fyrir miklu áfalli eftir inngöngu í Evrópusambandið 1995. Þareru ijárbú lítil, aðallega sem auka- búgrein. Lítið er orðið um opin- beran stuðning en þó er nýlega farið að styrkja byggingar fjár- húsa fyrir 100 kindur eða fleiri. Sauðfjárræktin á Grænlandi virðist í erfiðri stöðu og verri en hún var þegar InterNorden fund- aði þar sumarið 1998 (sjá Frey ll.tbl. 1998, bls. 29-32). Þarer aðeins eitt sláturhús, kjötsalan hefúr gengið erfiðlega og litlar sem engar tekjur eru af ullinni. Færeyskir bændur komu upp sláturhúsi fyrir fimm árum og hefúr sauðfjárslátrunin aukist þar ár frá ári en samt sem áður er mest um heimaslátrun. Tekjur af bæði kjöti og ull hafa trúlega | 28 - Freyr 7/2002

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.