Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.2002, Síða 5

Freyr - 01.08.2002, Síða 5
Gamla skólahúsið á Hvanneyri, hýsir nú kennslustofur háskóladeildar, bóksölu og ýmsar skrifstofur. á Hvanneyri, eins og önnur há- skólamenntun í landbúnaði. Það er hins vegar í nýju lögunum heimild til þess að bæði Reykir og Hólar stundi háskólakennslu í samvinnu við aðra háskóla og líklegt er að hluti af starfsemi þeirra færist yfír á háskólastig í samvinnu við Hvanneyri eða aðra háskóla. Hólaskóli hefur verið í samvinnu við Háskólann á Akur- eyri um ferðamálin. Við erum líka að móta með okkur samstarf við Hólaskóla, bæði á sviði físk- eldis og hrossaræktar. Hvernig er samvirmu Hvann- eyrar við Háskóla Islands og er- lenda háskóla háttað? Við erum með samstarfssamn- ing við Háskóla Islands, sem í reynd er ekki mjög virkur, og er- um að vinna að samningi við Viðskiptaháskólann á Bifröst. Virkasti erlendi samningurinn er við NOVA-háskólana á Norður- löndunum en það er samstarfs- verkefni norrænu búnaðar- og dýralæknaháskólanna, í Dan- mörku, Finnlandi, Noregi og Sví- þjóð, og er skammstöfun fyrir The Nordic Forestery, Veterinary and Agricultural University. Þetta samstarf hófst árið 1995 og er þannig að nemendur í háskóla- námi í landbúnaði og dýralækn- ingum á öllum Norðurlöndunum geta farið á milli þessara skóla og fengið nám sitt metið frá hinum löndunum. Skólagjöld og fyrir- greiðsla um húsnæði er í hverju landi hin sama og fyrir heima- menn. Nú þegar hafa allmargir íslenskir búfræðikandidatar nýtt sér þetta. Síðan erum við með samstarfs- samning, ásamt Hólaskóla, Há- skóla Islands og Háskólanum á Akureyri, við Guelph University í Ontariofylki í Kanada og samn- inga, ásamt Hólaskóla og Há- skóla Islands, við Háskólann í Manitoba í Kanada. Þá erum við með samninga við Háskólann í Truro i Nova Scotia og við Dýra- læknaháskóla á Prins Edward Island í Kanada; Atlantic Veterin- ary University. Þessir samningar eru að komast í gagnið og sumir þegar famir að virka, t.d. í Guelp og Truro. Aðal vandamálið með alla samninga vestanhafs eru annars mjög há skólagjöld og þar skiptir það mestu máli að vegna þessara samninga em íslenskir náms- menn ekki að greiða jafn há skólagjöld og aðrir erlendir nem- endur við þessa skóla. Breytingar á Hvanneyri með nýju lögunum? Það varð mikil stjómsýslu- breyting hér með nýju lögunum. I fyrsta lagi kemur hér inn Há- skólaráð, en áður annaðist skóla- stjóri einn skólastjóm og heyrði beint undir ráðherra. Háskólaráð er skipað sjö full- trúum; rektor er sjálfkjörinn og er forseti ráðsins, kennarar tilnefna tvo fulltrúa, nemendur einn, land- búnaðarráðherra einn, búnaðar- þing einn og menntamálaráðherra einn. Háskólaráð er yfirstjóm skólans og markar heildarlínum- ar. Það urðu líka breytingar gagn- vart starfsmönnum því að áður vom allir starfsmenn kennarar við skólann en þeir fá nú ný starfsheiti og eins em gerðar nýjar kröfur við ráðningu þeirra, þ.e. að þeir hafí lokið mastemámi í grein sinni. Kennarar em því núna lektorar, dósentar og pró- fessorar. Hvað varðar starfsmenntanám- ið, þ.e. almenna búfræðinámið, þá starfar skólinn einnig eftir lög- um um framhaldsskóla, þannig að kröfur til kennara við bænda- deildþina em sambærilegar og kröfur til kennara við aðra fram- haldsskóla. Erþess krafist að kennarar í bœndadeild séu með próf í kennsluréttindum ? Nei, það er ekki krafa um það en í öllum okkar samningum þá njóta kennaramir slíkra réttinda í launum. Við hjálpum þeim líka við að afla sér þessara réttinda. Freyr 7/2002 - 5

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.