Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.2002, Síða 20

Freyr - 01.08.2002, Síða 20
Hungur er ekld elnungls vegna matarskorts Um miðjan júní sl. efndi Matvæla- og landbúnaða- stofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, til fundar til að meta hvernig gengið hefur að ná fram þeim markmiðum sem matvælaráðstefna FAO fyrir fímm árum samþykkti. Niður- staðan kom ekki á óvart, enn líða um 800 milljónir manna skort á mat. Undanfarin ár hef- ur þeim fækkað um 6 milljónir á ári. Til að ná markmiði ráð- stefnunnar fyrir fímm árum hefði hungruðum þurft að fækka um 22 milljónir manns á ári. Innan landbúnaðarins er sú skoðun gjaman uppi að hungur og matarskort megi bæta með betri ræktunaraðferðum. Menn telja m.a. að vandamálin séu fólgin í ónógri vökvun lands, af- kastalitlum stofnum og tegundum nytjajurta, skorti á nýtísku vélum og tækjum eða einfaldlega ónógri þekkingu á ræktun. Aköfústu talsmenn erfða- breyttra jurta telja að ráða megi bót á hungri með slíkum jurtum. Annað sjónarmið á hungri er það að jafnvægi milli umhverfís og landbúnaðar hafí raskast. Öll hafa þessi sjónarmið hafa nokkuð til síns máls, en ekkert þeirra bendir á mikilvægustu ástæðuna fyrir hungri í heiminum, sem er fátækt. Mikilvægasta verk- efhið til að útrýma hungri er því að draga úr fátæktinni, en fyrir utan það að hina fátæku skortir fé, þá er vandi þeirra fólginn í því að þeir em neðstir í þjóðfélags- stiganum og skortir ýmis gmnd- vallar mannréttindi. Þeir hafa ekki lánstraust, þeir geta ekki selt afúrðir sínar á sanngjömu verði og þeir hafa sjaldnast notið menntun- nar. Þar af leiðandi hafa þeir enga möguleika á að þróa atvinnulíf sitt. Flest fólk í flokki hinna hungr- uðu í heiminum býr ekki við bráða hungursneyð, heldur frekar viðvarandi vannæringu, sem veldur því að fólkið er vamar- lausara gagnvart sjúkdómum. Það leiðir aftur til þess að það er óvinnufært, þó að það hefði að- gang að nútíma ræktunartækni. Frá sjónarmiði Vesturlandabúa getur þetta litið út sem vonlaus aðstaða að takast á við, þar sem hér er flókið mál á ferð og engin einföld lausn. Málið er hins veg- ar alvarlegra en svo að unnt sé að hlaupast frá því. Og umfrarn allt mega Vesturlönd ekki líta á þessi samfélög sem mslahauga fyrir offfamleiðslu sína, matvælaað- stoð er ekki lausnin nema við náttúmhamfarir. Þess í stað eiga menn að taka höndum saman og reyna að efla landbúnað þessara svæða með heildarlausnum. Þar má nefna menntun, ný ræktunartækni og umfram allt betri aðgangur að lánsfé og mörkuðum fyrir fram- leiðsluna. A Vesturlöndum óttast menn að ódýrar búvömr ffá þróunarlönd- unum muni flæða inn á markaði þeirra og löndin beita því háum innflutningstollum gegn slíku. Fólk á hungursvæðum þarf hins vegar einkum á mat að halda til eigin framfærslu. Takist því að ná svo langt að geta hugsað um eitthvað annað en mat, þá gæti það orðið áhugasamt um annars konar viðskipti við önnur lönd og svæði, þar sem aðrar auðlindir þeirra og sérkenni fá að njóta sín. (Landsbygdens Folk, nr. 25/2002). Að lenda í öðru Jón Guðmundsson, rafvirkja- meistari, ættaður af Rauða- sandi, stjórnaði byggingu vatnsrafstöðvar á Eiðum 1935- ’36 og á Hallormsstað 1937. Seinna varð hann rafveitu- stjóri á Isafírði og síðar starfs- maður Rafmagnsveitna ríkisins með aðsetur í Reykjavík. Síðla sumars árið 1953 gekk kunningi Jóns fram á hann á Akureyri í vinnufötum með kartöflukvísl í annarri hendi en fötu í hinni. Kunninginn spurði hverju þetta sætti og Jón svar- aði. Eg er að fara að taka upp kartöflur fyrir hann Kidda bróður. Hann mátti ekki vera að því, hann lenti í öðru. Kiddi bróðir, sem hér er nefndur, var dr. Kristinn Guðmundsson, menntaskóla- kennari á Akureyri og endur- skoðandi KEA, sem fyrr um sumarið hafði tekið við starfí utanríkisráðherra. Heimild: Sigurður Blöndal, HaUormsstað. | 20 - Freyr 7/2002 Freyr agust , Plate:5

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.