Freyr - 01.08.2002, Page 35
Bærinn Gladstad í Vega.
um. Nýleg létu stjómvöld undan
þrýstingi veiðimanna og nú má
skjóta æðarfugl hluta úr ári með-
fram strönd Suður- og Austur-
Noregs og mjög stíft er sótt í að
heíja veiðar í Vestur - Noregi.
Æðarræktarfólki er bmgðið
vegna þessa en í Nordlandfýlki,
Troms og Finnmörku em það,
líkt og hér, helgispjöll að veiða
æðarfugl. I Nordlandfýlki og ná-
grenni er áætlað að til falli rúm-
lega 100 kg af fúllhreinsuðum
æðardún árlega og að á öðmm
svæðum sé dúntekja ekki ýkja
mikil þótt æðarfúgl verpi um all-
an Noreg. Um aldamótin 1900
féllu árlega til um 1000 kg af
fúllhreinsuðum æðardún af sama
svæði.
Mikið var rætt ástæðu þessa
hmns í dúntekju og voru tilgreind
ýmis atriði og þessi helst: Bú-
seturöskun og minni eða engin
umhirða af þeim sökum. Margir
töldu að eyðing þang- og þara-
skóga hafí haft slæm árif á lífs-
skilyrði æðarfúgls. Fiskur og
annað æti er ekki svipur hjá sjón
miðað við það sem áður var, en á
vetrar- og vorvertið var áður tíðk-
að að fóðra æðarfúgl á gmnnsævi
við eyjamar með fískúrgangi, en
nú er bannað að henda fískúr-
gangi í sjó. Umtalsverð olíuslys
hafa orðið á búsvæðum æðar-
fúgls og árið 1982 fómst 10-20
þúsund æðarfuglar í olíu á Vega-
svæðinu. Vargur hvers konar er
mun ágengari en áður var. Svart-
bakur og aðrir mávar ræna eggj-
um og ungum, kráka og hrafn em
afar skæðir eggjaræningjar, þá er
haföm vaxandi vandamál en
hann er alfriðaður. Skotveiðar á
æðarfúgli við Suður- og Austur -
Noreg valda áhyggjum. Oturinn
er nú alfriðaður í Noregi og sækir
í vaxandi mæli í æðarfúgl.
Minkurinn er allra rándýra verst-
ur. Hann var fluttur til Noregs frá
Ameríku um svipað leyti og
hingað til lands. Hann slapp úr
búmm og hefúr breiðst ört út og
er nú dreifður um allan skerja-
garðinn og leggur fúglabyggðir í
rúst. Norðmenn virðast ekki
þekkja þá aðferð að nota hunda
til minkaveiða og þá má nefúa að
minkurinn er friðaður yfír gottí-
mann meðan hann er koma upp
hvolpum, líkt og öll villt dýr í
Noregi. Afleiðingar alls þessa er
hmn æðarræktarinnar og sá fugl
sem eftir er verpir mjög dreift.
Gömul og ný aðferð er að bera
upp þang og gera í það hreiður-
stæði. Lítið er um það að notað
Æðarhús á Skjærver eyju. Ljósm. Árni Snæbjörnsson
Freyr 7/2002 - 35 |
L