Freyr - 01.08.2002, Blaðsíða 8
Hvanneyri, vaxandi menntasetur.
einstaklingar, sem bæði þekkja
staðinn, margir þekkja umhverfið
allvel og við heimamenn þekkj-
um þá tiltölulega vel.
Verknámið?
Verknámið í bændadeildinni
kom inn með búfræðslulögunum
frá 1978. Það er enn skipulagt á
mjög hliðstæðan hátt og í upp-
hafi, þ.e. ein önn eða þrír mánuð-
ir og fer fram á bændabýli.
Nemandinn vinnur þar 520
vinnustundir undir handleiðslu
bóndans, skilar dagbók og rit-
gerðurn og safnar gögnum um
búreksturinn á bænum og safnar
plöntum, og nemendur eru próf-
aðir þar.
Þetta nám er geysilega mikil-
vægt fyrir okkur sem tengsl út í
sveitimar. Nemendur hafa mikið
gagn af þessu og skólinn verður
kunnugur sveitunum með öðrurn
og dýpri hætti en annars.
Vitanlega er verknám jafnframt
einhver viðkvæmasta önn skól-
ans, nemandinn er bæði einstakl-
ingur og nemandi á sama tíma en
í skólanum er að einhverju leyti
hægt að hverfa inn í hópinn. I
verknáminu skiptir einstaklingur-
inn sem slíkur rniklu máli og þá
bæði nemandinn og bóndinn og
fjölskylda hans. í langflestum
tilfellum hefúr þetta tekist vel en
bregði út af því þá verða áföllin
líka stundum erfíðari heldur en í
innan hópsins í skólanum.
Hvernig „dekkar" bœndadeild-
in íslenskan landbúnað, ef svo
mætti segja?
Það er alveg ljóst að bænda-
deildin hjá okkur er fyrst og
fremst að fjalla urn íjóra megin
þætti landbúnaðarins. Þeir eru
jarðræktin sem heild, bútækni,
sem einnig er töluvert bundin
tækni við jarðrækt, reksturinn,
þ.e. hagfræðigreinar, sem búa
nemendur bæði undir rekstur í
eigin nafni og sameiginlegan
rekstur, og að lokum eru það svo
greinar tengdar einstökum búfjár-
tegundum, en búíjárrækt er meg-
instoð íslensks landbúnaður.
Hér á Hvanneyri eru það naut-
gripir og sauðfé en Hólar annast
hrossaræktina samkvæmt verka-
skiptasamningi eins og áður er
kornið fram. Við fáumst lítið
við svína- og hænsnarækt, en í
þeim greinum eru fáar rekstrar-
einingar í landinu og viðurkenn-
ast verður að það er skortur á
námsframboði í þeim greinum.
Nautgriparækt er algengasti
ljölskyldubúskapur hér á landi.
Hvað gerist í sauðíjárræktinni er
mjög erfitt að átta sig á, afkoman
er þar léleg en þó finnum við fyr-
ir heilmiklum áhuga á greininni
og þar er mikið verið að hag-
ræða.
Loðdýrarœkt?
Að sumu leyti gildir hið sama
um hana og svína- og hænsna-
rækt, að nýir bændur í greininni
eru fáir. Þar höfúm við þó skipað
okkur í nokkra sérstöðu, annars
vegar með því að við höfum
haldið við loðdýrabúi okkar við
mjög erfiðar aðstæður og hins
vegar með því að skólinn hefur
tekist á hendur fóðureftirlit í loð-
dýrarækt.
Þetta allt setur okkur í ánægju-
lega sérstöðu hvað varðar þessa
búgrein. Auk þess erum við með
lítið kanínubú og starfsmaður
skólans, Sverrir Heiðar Júlíusson,
leiðbeinir í þeirri grein.
Loðdýrarækt og kanínurækt eru
hér valgreinar á námskrá.
Lífrœnn landbunaður?
Við tókumst á hendur samstarf
við Aform-átaksverkefni um að
koma hér upp Lífrænni miðstöð.
Eg tel það verkefni allt mjög já-
kvætt og vera að skila sér. Það er
þó ekki mikill áhugi nemanda á
lífrænum landbúnaði ennþá, en
greinin er hér valgrein og það er
Asdís Helga Bjamadóttir sem
heldur utan um þessa starfsemi
hér.
Þaó hefur lengi verið talað um
að búnaðarskólarnir hafi alið
fólk upp til félagsmálastafa.
Já, margir félagsmálamenn í
dreifbýli og jafnvel á landsvísu
tóku fyrstu skref sín í þeim efh-
um við búnaðarskólana.
| 8 - Freyr 7/2002