Skátablaðið - 01.12.1959, Page 24
Dauðinn í sveínpokaiium
EFTIR JOHN THURMAN
l Ú ætla ég að greina frá at-
burðum, sem urðu nýlega
á vegi mínum, og mér virt-
ust í senn vera einkenni-
legir og athyglisverðir.
Eg var beðinn að veita for-
stöðu námskeiði fyrir sveitarforingja inni í
frumskógum Brezku Guineu. Ég hef marg-
sinnis heimsótt frumskóga í hinum ýmsu
hlutum heims, en þetta var í fyrsta skipti,
sem ég átti að búa um tíma inni í myrk-
viðum frumskógarins. Að sjálfsögðu var ég
spenntur að vita, hvernig mér myndi ganga,
og hvort ég myndi þola loftlagsbreyting-
una, ásókn skordýranna, mataræðið og ekki
sízt þá tilfinningu að vera algjörlega aðskil-
inn frá siðmenningunni. Það er auðséð, að
ég hef lifað þetta allt af, því að annars gæti
ég ekki setið hér og skrifað þetta fyrir ykk-
ur.
Staðurinn, sem námskeiðið var haldið á,
hafði aldrei verið notaður áður, og var hluti
til byggða, var að komast að síma, til að
láta fólkið heima frétta af okkur. En eng-
inn sími er þarna í nánd, og fóru jrví tveir
okkar ríðandi að Gilsbakka til þess að síma.
Einnig sendum við skáta að Húsafelli til
þess að sækja þangað tvo kassa af matvæl-
um, er við höfðum látið senda á undan
okkur frá Reykjavík. Á laugardagskvöldið
tókum við enn upp tjöld okkar og gengum
norður í Hallmundarhraun og tjölduðum
rétt fyrir norðan Surtshelli. Þar dvöldum
við á sunnudag og mánudag og unnum
báða þá daga við að hlaða í gjár og gjótur
í hrauninu, sem bændur í Borgarfirði missa
árlega fé sitt í svo tugum skiptir. Alls
hlóðum við í 63 gjár og gjótur þessa tvo
daga, sem við unnum þar, og fundum bein
af fé í nokkrum þeirra. Bræðurnir, sem
búa að Kalmannstungu, þeir Kristófer og
Stefán Ólafssynir, lánuðu okkur verkfæri
og létu mann fara með okkur til að benda
okkur á hraunsvæði það, sem mest var þörf-
in á að vinna við.
Á mánudagskvöldið skoðuðum við bæði
Surtshelli og Stefánshelli. Þótti okkur Stef-
ánshellir bæði einkennilegur og skemmti-
legur. Hingað til hefur hann hvorki verið
rannsakaður eða mældur nákvæmlega. Eft-
ir dvölina í Hallmundarhrauni héldum við
enn að Kalmannstungu, en þaðan að Hall-
kelsstöðum og Gilsbakka í Hvítársíðu.
Nokkrir okkar fóru einnig að Hvammi.
Tjölduðum við á þriðjudagskvöldið í
nánd við Gilsbakka hjá liinu svonefnda
Litla fljóti. Þar vorum við um kyrrt á ann-
an sólarhring og nutum náttúrufegurðar-
innar í fyllsta mæli. Á fimmtudagsmorg-
un héldum við svo heim til Reykjavíkur
yfir Kaldadal og komum þangað klukkan
10 um kvöldið eftir 12 dag ágæta útivist.
Þess skal getið hér, að einn félaga okkar,
Helgi Sigurðsson, verkfræðingur, gerði ýms-
ar mælingar og athuganir á Langjökli, sem
var svo að segja ómældur. Einnig byrjaði
hann, með aðstoð okkar hinna, að mæla
Stefánshelli. J. O. J.
82
SKÁTABLAÐIÐ