Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1959, Síða 40

Skátablaðið - 01.12.1959, Síða 40
Ernirnír H^hjj'XNN risastóri kóngaörn Takra sat V’fVÆK LIPP* á háum fjallstindi og horfði pr>TT yfir sitt víðlenda ríki. Langt fyrir vv neðan hann svifu dúnlétt ský, sem lágu yfir fjöllunum á hinni kyrrlátu morg- unstund. Hann var í slæmu skapi. Ókunn- ugir menn voru á leið upp í ríki hans. Takra þoldi ekki ókunnuga, reynsla hans sýndi, að þeir fluttu alltaf einhver óþæg- indi með sér, og þess vegna fylgdist liann nákvæmlega með þeim. Hann teygði úr vængjunum og lyfti sér hátt í loft með þungum og kraftafegum vængjatökum, svo að hann að fokum sýndist aðeins vera lítifl depiil lengst uppi í himinbfámanum. En hann var þó ekki hærra uppi en það, að hann gat fylgt hverri hreyfingu hinna ókunnugu eftir með hinum skörpu augum sínum. Þeir höfðu tjafdað á grasi vaxinni syflu utan í fjaifshfíðinni, og sofið þar um nóttina, en nú höfðu þeir fellt tjaidið og voru komnir aftur á uppleið. Takmarkið var hinn fjarlægi fjallstindur, þar sem Takra hafði búið fjöiskyldu sinni heimili í ótrufiuðu veldi sínu. Án þess að vita það, hafði Takra orðið fórnarlamb eins þess sérkennilegasta veð- máls, sem nokkru sinni hafði þekkzt í sögu héraðsins. Þrír af fjallgöngumönnunum niðri í dalnum höfðu veðjað um það, hvort þeir gætu klifið tindinn, þar sem hreiður arnarins lá, og sem sönnun þess, að þeir hefðu komið þar, áttu þeir að taka einn arnarungann úr hreiðrinu og koma með hann til baka. Það var því ekki að ástæðu- iausu, sem Takra var óróiegur. Nú voru hinir ókunnugu komnir fast að síðasta áfangann, en ennþá var Takra ekki farinn að átta sig á því, hvað eigin- lega væri um að ræða. Hann iækkaði fiug- ið um nokkur hundruð metra og sá nú greinilegar, hvernig mennirnir fikruðu sig hægt og varlega áfram. Það var mjög erfitt að ktífa hina bröttu kletta. Þeir urðu að ieita vandiega fyrir sér, og oft og tíðum urðu þeir að höggva sér spor í bergið. Skyndilega rann upp ljós fyrir Takra og hann skildi hvert þeir voru að stefna. Hann tók nokkur kröftug vængjatök, sem fluttu hann snariega upp í hreiðrið. Hinir þrír ioðnu ungar teygðu fram goggana, en Takra hafði engan mat meðferðis núna. Hann hafði um annað að hugsa en mat eins og á stóð. Hinir ókunnugu skyldu ekki aldeilis fá að koma nálægt hreiðrinu. Fjallgöngumennirnir þrír nálguðust stöð- ugt. Þeir höfðu tekið eftir kóngaerninum, sem hafði nálgazt hreiður sitt, en þeir reiknuðu með að geta hrætt hann burt með nokkrum skammbyssuskotum. Hið erfiða klifur krafðist allrar athygli þeirra og þeir tóku ekki eftir því, að kona Takra var einnig á heimleið. Hún hafði af eðlisávís- un fundið á sér, að eitthvað var að, og því haldið heim á leið, og er hún sá óvinina nálgast, kom hún þjótandi til baka úr sinni löngu ferð inn milli fjallanna, og bjóst strax til árásar. Eins og fallbyssukúla féll hún niður á við og hafði í huga að sópa mönnunum niður í hyldýpið með sínum sterku vængjum. Henni hefði að öllum líkindum tekizt það, hefði ekki einn mannanna tekið eftir henni á síðasta augnabliki, og hrópað aðvörun til hinna. Þeir þrýstu sér inn að klettaveggn- um og tókst þannig að forðazt hættuna. 98 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.