Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1959, Qupperneq 42

Skátablaðið - 01.12.1959, Qupperneq 42
SKÁTAFÉLAG KEYKJAYÍKUK Skátafélag Reykjavíkur verður senn 25 ára. Þó getið hafi verið fyrri merkisafmæla þess í Skátablaðinu, hefur mér vitanlega aldrei verið gerð grein fyrir hinni viðamiklu starfsemi þess í einni grein. Ekki mun ég rekja sögu S.F.R. hér, enda er hún öðrum kunnari en mér. Hins vegar mun ég leitast við að bregða nokkru ljósi á starfið innan félagsins eins og það er nú í dag. S.F.R. hefur um nokkurt árabil verið eina drengjaskátafélagið í höfuðstaðnum, enda er kveðið svo á í lögum Bandalags íslenzkra skáta að aðeins eitt slíkt félag skuli starfa á hverjum stað. S.F.R. nær því til alls bæjarins. Félaginu er skipt í átta deildir, er hver innritar meðlimi úr ákveðnu hverfi bæjarins. Framtíðardraumur Reykjavíkurskáta er að eignast eigin skátaheim- ili í hinum ýmsu hverfum, í því augnamiði að ekki þurfi alir skátar að leita til Skátaheimilis- ins við Snorrabraut um fundahöld eins og ver- ið hefur. Gefur það augaleið, að eftir að bær- mennirnir höfðu hugsað sér, er þeir fóru af stað. Hin fjöldamörgu sár þeirra á hönd- um, andliti og hnakka töluðu greinilega máli sínu um hinn hryllilega bardaga, sem þeir höfðu háð við ernina tvo. Á veðmálið minntist enginn. Er hinir ókunnu voru horfnir, sveif Takra aftur inn á milli fjallanna. Núna var kominn tími til að fá sér eitthvað í gogginn. Allan daginn varð hann að vera á ferðinni, ef hann átti að geta gefið hinum ört vaxandi ungum sínum nóg að borða, og gott var það, að ríki hans lá nú aftur í friði. Vei þeim vesælu, sem aftur reyndu að brjótast inn fyrir endimörk þess. En heima í hreiðrinu sat arnamóðirin og syrgði hinn litla unga, sem nú lá dauður og hreyfingarlaus niðri á klettasyllunni. Eysteinn Sigurðsson sneri úr dönsku. inn tók að þenja sig um öll nes, hæðir og holt, að ekki er hlítandi lengur því ástandi að jafn- vel 9 ára börn sæki fundi, úr t. d. Vogahverfi, að kvöldi til í Skátaheimilið við Snorrabraut. Hefur því stjórn félagsins ráðist til aðgerða í þessum málum af miklum stórhug. Lóð hefur verið tryggð fyrir nokkru við Hagatorg, teikn- ingar verið gerðar af hinu glæsilegasta húsi og fjársöfnun stendur með miklum blóma. Ekki er því að efa að bæjarbúar mega búast við að skátaheimilum fari að skjóta upp kollinum hér og þar í bænum. Deildirnar sem áður var minnst á bera allar víkinganöfn, svo sem: „Birkibeinar“, „Jórvík- ingar“, „Völsungar" og fl. Hverri þessara deilda, sem oft telur milli 100 og 200 manna herskátt og frækilegt víkingalið, er síðan skipt í sveit- ir og þeim aftur í flokka. í hverjum flokki eru 6—8 guttar. Þeir eru eins og gengur, bæði stór- ir og litlir, feitir, stuttir eða grannir. En hvernig sem því líður öllu saman, þá eiga þeir eitt brennandi, sameiginlegt áhugamál, og það er að vera í bezta flokknum. Þeir þrauka kvöld eftir kvöld og viku eftir viku við hin ýmsu verkefni skátaprófanna. Komir þú, kæri lesandi sem ef til vill ert ekki skáti eitt kvöld í skáta- lieimilið, þá skaltu bara passa þig, að vera ekki troðinn undir. Það er nefnilega heilmikið um að vera og gengur á ýmsu þegar 200—300 strák- ar 11—? ára eru undir einu þaki. Og getur þú þá ímyndað þér, livaða verk það er að stjórna þessum lýð? Það er nefnilega ekk- ert grín. Þess vegna er þar allt morandi af for- ingjum, og allir eru að keppast við að verða for- ingjar. Það eru flokksforingjar, sveitarforingj- ar, hver til stjórnar á sinni heild, sem áður var drepið á, flokkunum, sveitunum og deildunum. Þessum borðalögðu höfðingjum til aðstoðar eru svo aðstoðarforingjar, ritarar, gjaldkerar, sendi- boðar og hver veit hvað. Allir hafa störf á hendi, allir eru mikilvægir embættismenn, og svo önn- um kafnir, að þeir mega aldrei vera að neinu. Fyrir öllu liðinu er svo auðvitað stjórn eins og alltaf. Hún samanstendur af félagsforingj- anum, sem er æðsti maður félagsins, aðstoðar- félagsforingja, gjaldkera, ritara og fimm fylkj- 100 SKATABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Skátablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.