Skátablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 9

Skátablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 9
VERKEFNASIÐUR Góðir hálsar. Nú komist þið í eitthvað feitt. Hér á fyrstu síðunni eru hugmyndir að starfi dróttskáta. A næstu síðu koma teikningar fyrir Ijósálfa ogylfinga. Eru það teiknignar af krökk- um á Norðuríöndunum í skátabúningi síns lands. Er því alveg tilvalið fyrirykkur að lita þær í þeim litum sem sagt er að búningurinn sé í. I leiðinni getið þið fræðst svo eitthvað um skáta- starfið í Noregi, Danmörku, Svíþjð og Finn- landi. / ferðalok er eitthvað fyrir áfangaskátana. Eru hað kortateiknunarverkefni. Erekki tilvalið að fara út í garð og æfa sig. Þá er þetta allt á hreinu í næstu dagsferð. Annars eru þessar teikningar sem eru með kortateiknuninni úr handbók um þriðja áfanga sem kemur út núna á næ$tunni. / næstu blöðum eigið þið öll aðfinna eitthvað fvrir ykkur á þessum stað, þannig að þetta er bara byrjunin. Góða skátun. Texti: Ármann Ingólfsson Á þessari síðu eru starfshugmyndir sem þið getið vonandi notað. Þið verðið auðvitað að sníða hugmyndirnar að sveitinni ykkar og þeim að- stæðum sem þið búið við. Sjálfsagt finnst ykkur sumar hugmyndimar freistanai en um leið erfiðar í framkvæmd. En verið óhrædd við að reyna eitthvað nýtt. Munið að árangurinn verður alltaf í samræmi við und- irbúninginn. ,,Skemmtun ígóðra vina hópi“ Sennilega er óvíða jafii mikill áhugi á leiklist og á íslandi. Mað- ur skemmtir sér sjaldan betur en á góðri leiksýningu. Er ekki eitt af markmiðum dróttskátastarfs að skemmta sér í góðra vina hópi? Á sveitarþingi ákveðið þið að fara í leikhús á næsta starfstímabili. Skemmti- og fræðslunefnd athugar með sýningartíma, miðaverð, hugs- anlegan hópafslátto.s.frv. meðgóð- um fyrirvara. Nefndin gæti svo kynnt höfund verksins á sveitarfundi, þ.e. sagt frá lífi hans og leikritum sem hann hefði samið. Þiö gætuð jafnvel Ieikið hluta úr einhverju leikritanna. Áður en sýningin hefst gætuð þið e.t.v. fengið að skoða leikhúsið og það sem þar fer fram (leikmuna- smíði, förðun, búningagerð og ljósastjóm). Á meðan á sýningunni stendur verðið þið að klappa á réttum tíma og enginn má sofna. Eftir sýninguna býður einhver úr sveitinni öllum heim í teveislu. Á næsta sveitarfundi getið þið kynnt ykkur leikdóma, rætt um verkið og samið ykkar eigin leik- dóm. Góða skemmtun! Ég meina það Jón, farðu i buxumar! SKATABLAÐIÐ 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.