Skátablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 47

Skátablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 47
Þá hefur djóksíðan göngu sína og vonumst við til að skátar verði hressir í að senda okkur efni á hana. Það mega vera hvort held- ur sannir eða upplognir djókar. Við munum síðan veita þeim skáta, sem send- ir inn besta brandarann sér- stök djókverðlaun, sem er frí áskrift að Skátablaðinu, eitt tímabil (hvílíkur húmor - eiginlega hálfblóðugur húmor - kannski það sé bara blóðmör). Hverjum innsendum brandara verð- ur gefin stig samkvæmt sér- stökum hláturskala, en það er stuðull sem miðast við innri hristing dómenda við lestur djókanna. Þetta er stuðullinn ,,hRikter“. Og fyrst við erum byrjuð á mæheiningunum. Vitiði hvemig Disco-orka er mæld? Hún er að sjálfsögðu mæld í Travoltum. Kynorka er svo auðvitað mæld í riðum. Sendiboðinn kom hlaup- andi til indíánahöfðingj- ans: ,,Ég hef tvennar fréttir að færa. Aðrar slæmar en hinar góðar.“ „Hverjar em þessar slæmu?“ spurði indíána- höfðinginn. ,,Það er hungursneyð og eigum ekkert að éta nema hrossatað.“ ,,En hvernig em þær góðu?“ ,,Við eigum nóg hrossa- tað.“ Enginn er verri þó hann vökni, nema hann dmkkni. Hvað er þetta Sigbjöm - af hverju borðaru ekki grautinn þinn? Er eitthvað að honum? - Af hverju spyrðu hann ekki sjálfan. Hann ætti að vera orðinn nógu gamall til að fara fyrir sig. - Mundirðu eftir að af- hýða eplið áður en þú borð- aðir það, Jónsi minn, spurði móðirin soninn. - Já, já, móðir mín, sagði hinn hlíðni sonur. Hvað gerðirðu svo við híðið? - Ég át það eftir á. - Af hverju ertu svona lítill, drengur minn? - Ætli það sé ekki af því að ég er hálfbróðir. - Hvers vegna hættir þú við að megra þig? - Ég léttist um tvö kíló á viku. - Já, en er það ekki mjög gott? - Gott. Ertu alveg ga-ga. Það eru 104 kíló ár ári. Lítill gutti var í strætó með móður sinni og hegð- aði hann sér frekar ófrið- lega. Frussaði hann meðal annars á mann sem sat þar í næsta sæti, skirpti í hárið á honum og á fötin hans. Maðurinn sagði ekki neitt, en greinilegt var að honum líkaði margt annað betur. Loks gat ein virðu- leg eldri kona ekki orða bundist og sagði við móð- urina: ,,Af hverju bannar þú stráknum þetta ekki?“ Þá svaraði hin unga móðir: ,,Ja, ég er nú mjög hlinnt frjálsu uppeldi." Það kom að því að mað- urinn stigi af vagninum, en rétt áður en hann steig af sendi hann væna græna horslummu á hina ungu móður og sagði: ,,Ég fékk líka mjög frjálst uppeldi.“ Svo var það læknirinn sem hafði verið við störf í fleiri ár, og var það fær í starfi að hann hafði aldrei fengið kvörtun frá einum einasta sjúklingi. Hann var dýralæknir. á Það var einu sinni lítill spörfugl, sem ákvað að fljúga ekki suður á bóginn, þegar haustaði. En það kólnaði í veðri og litla fuglinum varð kalt. Svo hann flaug af stað. En á leiðinni lenti hann í éh og hlóðst snjór á vængina svo fughnn féh tU jarðar og hafnaði í húsagarði á bóndabæ. Þar lá hann í snjónum og var alveg að krókna þegar belja gekk framhjá og skeit á hann. Fugl- inn hélt að nú væri öllu lokið. En skíturinn yljaði honum og varð hann brátt svo kátur að hann fór að syngja. Þá kom köttur sem heyrði til hans, skóf af honum skítinn og át hann. Þessi saga kennir okkur að: 1. Sá sem skítur á þig er ekki nauð- synlega óvinur þinn. 2. Sá sem kemur þér úr skítnum er ekki endilega vinur þinn. 3. Ef þér líður vel í skítahrúgunni, hafðu þá vit á því að halda kjafti. SKÁTABLAÐIÐ 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.