Skátablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 27

Skátablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 27
Ég ætla í þessari grein að taka fyrir þá 3 meginpunkta sem skátahreyfingin er byggð á og í framhaldi af því hvemig og hvort við störfum eftir þeim. Ætla ég þá aðallega að miða við ljósálfa og ylfinga (léskáta) og starf þeirra. Einnig ætla ég að taka fyrir leiðir til úrbóta. En þessir áður nefndu punktar em eftirfarandi: 1. MARKMIÐ: Markmið BÍS og skátafélaga rnn allan heim er að gera þá einstaklinga er í skátahreyfinguna ganga að betri og nýtari þjóðfélagsþegnum og tryggja bræðra- lag og frið um heim allan. ANDLEGUR GRUNDVÖLLUR: Það grófum dráttum skátalögin og skátaheitíð. 3. SKIPULAGSKERFIÐ: Skipulagskerfi það sem skátahreyfingin er byggð á. Einstaklingur-flokkur-sveit- . _ __ deild-félag-bandalag félaga. Jr f ^ GLEYMDIST — eftirÞórlnga Daníelsson Markmiðið Ef við tökum fyrir fyrsta liðinn, markmiðið, þá tel ég að við höfum misst sjónar af því og raunar stefn- um við alls ekki að því. Viðamestu rökin fyrir því er að enn erum við með stráka og stelpur sér í flokkum og sveitum. Þetta gerir hvort tveggja að viðhalda gömlum og úr- eltum viðhorfum um mátt og megin karlmannsins og veiklyndi og ósjálf- stæði konunnar og svo hitt að þetta hindrar eðileg samskipti kynjanna. Þessu þarf að breyta og það strax. Fyrr tel ég að við stefnum ekki að markmiðinu, því ég tel að markmið- ið eins og það er, að gera alla okkar meðlimi að betri og nýtari þjóðfé- lagsþegnum, sé höfuðatriðið. Andlegur grundvöllur Lítum aðeins á atriði no. 2, and- legan grundvöll. Skátalögin og skátaheitið eru sniðin eftir viðhorf- um til almennra trúarbragða og ætt- jarðarástar. Þetta höfðar til okkar betri manns. Hvort og hvemig við störfum eftir þessu er erfitt um að segja. Flestir gera sitt góðverk á dag og flestir halda í einhver ja serimóní- ur eða skapa sér nýjar og gjaman setja og slíta fundum með þeim hætti. Um þetta er ekki nema gott eitt að segja. Erfitt er að tala um raunsæi í and- legum efnum þannig að þetta er spurning um hvort foringinn hafi vilja og getu til að láta skátana taka þátt í serimóníum og fara með skátaheitið án þess að það hljómi væmið og það sem verra er, hlægi- legt. Skipulagskerfið Baden Powell nýtti skipulagskerfi hersins við uppbyggingu skátahreyf- ingarinnar þ.e. einstaklingur - flokkur - sveit - félag. Þetta kerfi virkar ekki vel nema með góðum aga og erfitt er að halda góðum aga án þess að verða óper- sónulegur, strangur og stífur. Ekki má gleyma því að búningurinn spilar stórt hlutverk, bæði í því að halda aga og viðhalda kerfinu. Raunar er orðið ,,agi“ dáh'tið afstætt og má segja að það taki á sig margar mynd- ir. Er sú mynd sem það tekur á sig í því skipulagskerfi sem Baden Ljósm.: Hilmar Sigurðsson Powell setti upp tel ég neikvæða. Auðvitað þarf það ekki að vera svo en í heild sinni tel ég svo vera. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að tímar, viðhorf og hagur alls al- mennings hefur breyst verulega frá því að Baden Powell fór með fyrstu skátana á eyju í Thamesá. Og í raun og veru hefur skipulagskerfi Badens Powells aldrei átt við okkur íslend- inga, því að við erum ekki vön þeim hernaðaranda sem hans skipulags- kerfi byggir á. En hvernig störfum við eftir þessu kerfi í dag? Málið er það að við ger- um það ekki nema að nafninu til. Nú er ég ekki að segja að við ættum að gera það, en það er alger forsenda fyrir áframhaldandi skátastarfi að hafa samræmt skipulag sem er í sam- ræmi við núverandi þjóðfélagsað- stæður. Hvemig er t.d. með búning- inn? Eftir því sem ég best veit er það félögunum í sjálfsvald sett hvemig búningamir eiga að vera jafnvel er sveitum það í sjálfsvald sett. Fáir eða engir gera það að skilyrði að mæta í búningum á fundi. Lítum á Ijósálfa og ylfingasveitir (léskáta). Þar ríkir alger óreiða og skipulags- leysi. Eg hringdi að gamni mínu í nokkra ljósálfa- og ylfinga- (léskáta) SKÁTABLAÐIÐ 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.