Skátablaðið


Skátablaðið - 01.02.1985, Síða 3

Skátablaðið - 01.02.1985, Síða 3
Ritstjórnarspjall: AR FORMANNANNA? Æskulýðsárið er stórt inntak í þessu blaði og skyldi engan undra á ári sem þessu. Tilgangurinn með því að tileinka æskunni heilt ár er góður - en það er ekki minna um vert að vel takist til. Töluverður undirbúningur hefur verið í gangi hjá forsvarsmönnum æskulýðssamtaka og þeim sem til hafa verið kallaðir af ríkinu. Nú í upphafi ársins var formleg setningarhátíð í Austurbæjarbíói og þar tróðu Ómar Ragnarsson og fleiri skemmtikraftar upp. í blöðunum birtust myndir af fólkinu í Framkvæmdanefnd Alþjóðaársins, Forseta íslands, Biskupnum yfir íslandi og fleira fyrirfólki. í myndatexta var þess getið að börn og unglingar hefðu verið á staðnum. Með því að segja þetta svona erum við ekki að gagnrýna fyrirfólkið, því það hefur örugglega jákvæðan hug til ungs fólks. Það sem stakk okkur var að við setningu æskulýðsárs skyldi ekki bera meira á ungu fólki í aðalhlutverkum. Sennilega er hér engu um öðru að kenna en áhugaleysi blaðamannsins og ljósmyndarans. Ungt fólk er ekki kaupendur dagblaða, þó það hins vegar lesi þau tölu- vert eftir því sem kannanirnar segja okkur. Stöku sinnum kemur það fyrir að blað tromlar upp með unglingasíðu. Sjaldnast verða þær langlífar - því miður. Það er ekki síður mikilvægt fyrir fullorðna fólkið að komið sé með efni frá og um ungt fólk, svo hinir eldri eigi betur með að setja sig í hug- arheim þeirra yngri. Það þarf að opna fjölmiðlana meira fyrir ungu fólki og veita því þá aðstoð sem allir byrjendur þurfa. Við lifum á tímum fjöl- miðlanna og þá þarf virkilega að notast við, eigi Alþjóðaár Æskunnar 1985 ekki að verða eitthvað hulduár, sem aðeins örfáir vita um. Við verðum einnig að hafa gát á að Æsku- lýðsárið verði ekki ár SKÁTABLAÐIÐ thl dS árnannur - fphrnar 198?5 V hinna fáu, forsvars manna æskulýðs- samtaka og æskulýðs-erind- reka ríkisins - með fullri virð- ingu fyrir þeirra störfum. Að sjálf- sögðu munum við hér á Skátablað- inu einnig huga að flísinni í okkar eigin auga. Heyrt og séð 9 Áræskunnar- hugmyndasíður Framkvæmdastjóri BÍS . - í viðtali I 4 16 Atvinnuleysi ungs fólks Myndasagan frábæra 25 Kíkt í skátaheimili Sérnámskeið BÍS með dagsetningum 22 31 33 Þrjár aðferðir í tauþrykki Skátaminjasafn - Lækjarbotnaskálinn 36 Markmið og leiðir í skátastarfi Vestfirsk fræknifrásögn 40 34 39 Vetrarhæk dróttskáta 4m%, Wk !ÖP: 1. tbl. 45. árgangur - febrúar 1985 Útgefandi: Sólroðínn hf. Pósthólf 831, 121 Reykjavík, sími 621390 Áskriftarsímar: 91-23190 og 91-26430 Ritstjórar: Jón Halldór Jónasson og Þór Ingi Daníelsson Ritstjórn: Þorvaldur Böðvar Jónsson • Björk ->y or- Sigurðardóttir • Þórdís Ingadóttir • Reynir Már'Ragnarsson • Birgir Þór Ómarsson • Þórður Kristjánsson • Erling Jóhannesson (LHS) • Matthías G. Pétursson (BÍS) Auglýsingar: Sveinn Guðmundsson og Jón Halldór Jónasson Útlit: Jón Halldór Jónasson • Þorvaldur Böðvar jjjj'jr':'. Jónsson • Þór Ingi Daníelsson Ljósmyndir: Þórður Jón Kristjánsson o.fl. Forsýðumyndir: Birgir Þór Ómarsson ý: Prentun: Prentsmiðja Á.Vald. $$ Ér'? óip: •■rj

x

Skátablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.