Skátablaðið


Skátablaðið - 01.02.1985, Side 37

Skátablaðið - 01.02.1985, Side 37
undirmarkmið með eigin leiðum, þannig að ef litið er á hreyfinguna í heild er hún vita stefnulaus. Og grey veslings „gömlu“ skátarnir, samkvæmt lögum er starf þeirra gjörsamlega markmiðslaust. Á öðrum stað í lögunum er tek- ið fram að ein leið til að ná mark- miði skátastarfs sé hópvinna, en hópvinnu er ætlað að þroska sam- starfshæfileika og tillitssemi. Má ekki eins líta á að með flokka- starfi (hópstarfi) sé verið að drepa niður frumkvæði, virkni og ábyrgð hjá öllum meðlimum í flokki og sveitarráðinu og þannig upp stigann - nema hjá foringjan- um. Ég hef starfað með mjög mörgum sem þannig drottnuðu yfir hópnum og drápu frumkvæði og virkni og ábyrgðartilfinningu hópmeðlimanna þannig að hópur- inn staðnaði eða leystist upp. Mjög margir foringjar innan BÍS eru eitilharðir Hitlerar sem hafa hlutina eins og þeir vilja hafa þá og enginn getur neinu um breytt. Pannig að hópstarfið sem talin er leið að markmiði BÍS gæti eins verið leið að vel skipulögðum Ný- nazistaflokk, sem ég býst við að myndi setja sér svipuð markmið og BÍS, því að ef hópstarf er ekki lýðræðislegt þá drepur starfið niður sjálfstæði allra einstaklinga nema foringjans. Slík eru einmitt einkenni Nazismans þar sem vilji allra einstaklinga er beygður að vilja foringjans og skoðanir hans eru þær einu réttu. Tengsl milli markmiðs og leiða eru því alls ekki skýr og leiðirnar gætu átt við allt annað markmið. En það eru ekki bara lögsett markmið BÍS sem gaman er að kroppa í: Skátabúningurinn Skátahreyfingin á sér forláta bún- ing sem mjög fáir þora að nota nema þeir séu í hópi margra skáta. Hvað ætli það séu margir sem hafa falið skátabúninginn á leið heiman frá sér og á skátafund eða hafa hreinlega ekki viljað nota hann? Og þeir skátar sem nota hann geta bara alls ekki komið sér saman um hvernig hann eigi að vera þrátt fyrir bún- inga- og merkjareglugerð BÍS, sem á hinn bóginn má lengi deila um. Hvar er hið fræga og mikla sameiningartákn? Hvert er eigin- lega markmiðið með skátabún- ingnum ef þannig er í pottinn búið? Skátabúningurinn er eitthvað sem flestir flagga bara á hátíðis- og tilli- dögum. Skrautsýning út á við. Markmiðið er því að halda í gam- alt andlit, því allir voru í skáta- búningi í gamla daga. Athugið að grundvöllur skátahreyfingarinnar er byggður á breskri þjóðfélags- gerð frá því um 1900 (skátabún- ingur = einkennisbúningur her- manna). Nokkrum árum seinna var skátahreyfingin flutt yfir á ís- lenskt bændaþjóðfélag ekkert breytt (Trönubyggingar í trjá- lausu landi, einkennisbúningur hermanna í herlausu landi, stutt- buxur og skyrta á ÍSlandi). Enn þann dag í dag er byggt á ná- kvæmlega sama grundvelli, þó svo að margar forsendur hans, svo sem þjóðfélagsgerð séu allt aðrar. (Enn byggjum við úr trönum). Skátabúningurinn hefur verið notaður eins og þjóðbún- ingur til að minna á gamla tíð. Skátarnir loka augunum fyrir því að tíðin sé önnur. Ég er þeirrar skoðunar að eitt helsta markmið skátabúningsins ætti að vera sameining hreyfingar- innar. Það er markmið með öllu sem á að sérkenna einstaka hópa. (T.d. íþróttabuningur, pönkbún- ingur, breakgalli, x-b merki o.fl.). Slíka sameiningu tel ég vera af hinu góða, en ég vil að búningur- inn geti þá höfðað til sem flestra, og hentað við mismunandi aðstæður t.d. nærbolur, háskóla- bolur, skyrta, lopapeysa, yfir- höfn, pils, stuttbuxur, ullarsokk- ar, jakkaföt, bindi, skór, belti o.fl. Skátar ættu því að geta klæðst skátabúning við hvaða að- stæður sem er. Ég er ekki að tala um að enginn geti orðið skáti án þess að eiga fullan skáp af skáta- klæðum, heldur að ef maður þarf SKÁTABLAÐIÐ 37

x

Skátablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.