Skátablaðið


Skátablaðið - 01.02.1985, Blaðsíða 41

Skátablaðið - 01.02.1985, Blaðsíða 41
Helgina fyrir ferð fórum við svo í aefingaferð uppá Vindheimajökul til að samstilla hópinn og tókst hún mjög vel. Veðurtepptur heima hjá sér Og svo rann laugardagurinn 14. upp bjartur og fagur. En eftir nokkur símtöl og japl og jaml, komust við að þeirri niðurstöðu að hann væri ekki nógu bj artur og fagur, sem sagt; veðrið væri vont. En á sunnudaginn var góð spá og var ákveðið að leggja upp kl. 5 á sunnudagsmorgun. Þegar til kom reyndist Gunni vera veðurtepptur heima hjá sér og var gerður út jeppaleiðangur til að sækja hann, hann býr nefnilega efst í Glerár- þorpi. Síðan var haldið inn Eyja- fjörð á tveimur jeppum. Snjólétt- ara reyndist innar í Eyjafjarðar- dal og norðanáttin virtist á undan- haldi, samanber setninguna marg- sögðu: „Strákar ég held að hann sé að bresta á með sólskini“. Uppgangan að Santi Pétri ekki vinsæl Við komust um 100 metra inn fyrir innsta bæ í Eyjafirði, Hóls- gerði, en þar var sagt bless við bílstjórana og stigið á skíðin og dregnar upp fjallhífar, en það eru tæki sem nota má til að hífa sig áfram á skíðum og ganga fyrir vindi. Fyrst í stað voru girðingar að þvælast fyrir og menn voru að venjast bakpokunum, flestir með 20-30 kg en allt gekk það nú samt stórslysalaust. Eftir 4 km hífingu voru skíðin tekin undan löppun- um og fest á bakpokana ásamt einni snjóþotu sem notuð var undir tjöld, prímusa og annan sameiginlegan útbúnað og síðan var haldið upp Vatnahjallann þar sem slóðin upp úr Eyjafirðinum lá í gamla daga. Ekki er hægt að segja að þessi 400 metra háa brekka hafi verið vinsælasti hluti ferðarinnar en að lokum náðum við vörðunni sem kennd er við Sánkti Pétur og þar með komnir upp á hásléttuna sjálfa. Þar var tekin góð pása, elduð súpa og áburður settur undir skíðin. Síðan var gengið áfram eftir átta- vita því lítið sást fyrir hríðar- muggu og skýjum. Öðru hvoru grillti í Kerlingarhnjúk sem rís um 200 m upp af sléttunni í kring. Jane Fonda Ieikfimi Eftir að komið var framhjá Torfa- hnúk var fátt um örnefni til að styðjast við, þannig að reynt var að styðjast við þá hæðarpunkta sem gefnir voru á kortinu og halda stefnunni. Um áttaleytið á sunnudagskvöld fundum við okk- ur náttstað. Töldum við okkur vera skammt sunnan við „863“. Við höfðum það fyrir venju á t j aldstöðunum að skipta með okkur verkum þannig að 3 færu að tjalda og reisa skjólveggi en 2 færu að grafa út eldhús og elda mat. Við vorum með tvö mjög góð vetrartjöld með okkur, annað tveggja manna en hitt þriggja manna. Prímusar voru einnig tveir: Einn olíuprímus og annar sprittprímus. Þegar öllum verkum var lokið var borðaður kjötbúð- ingur með stöppu og sósu og súpa í eftirmat. Eftir matinn var svo tekin Jane Fonda leikfimi (til þess að detta ekki úr þjálfun) áður en gengið var á vit draumanna. 30 metra sandalalaus stripptís í suðaustan skafrenningi Á mánudagsmorgun var vaknað kl. 8 í sól og blíðu. Þá var borðað- ur hafragrautur með súkkulaði, matur sem er afbragðsfæða en eftir að hafa borðað það á hverjum morgni í 6 daga langaði okkur miklu meira í egg og bacon. Klukkan 10 voru svo allir tilbúnir og þá var stefnan tekin á Lauga- fellshnjúk. Á mótum tveggja ó- nafngreindra áa komumst við í vatn og þar var tekin vatns- og veðurfregnapása. í Laugafell komust við um 15:30 í sól og blíðu en þó vaxandi austanátt. SKÁTABUÐIÐ 41

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.