Skátablaðið - 01.02.1985, Side 19
Hugarfarsbreytingar
gagnvart atvinnuleysi
er þörf
Staða þess atvinnulausa
Pegar fólk finnur ekki vinnu kem-
ur oft tvennt til. Annarsvegar
finnur fólk ekki starf á sínu sér-
menntaða sviði, en hins vegar
leitar fólk að hvaða starfi sem er.
Greinarhöfundur kannast per-
sónulega við einn grískan skáta,
konu sem tilheyrir fyrri hópnum.
Hún er aðeins 23ja ára og er ný-
útskrifuð sem stærðfræðingur
með kennararéttindi út úr einum
af stærri háskólum Aþenu. Þar
sem þessi starfsgrein er nú þegar
yfirfull gripu yfirvöld til þess ráðs
að koma í gagnið númerkerfi sem
virkar þannig að þeir sem hafa
lægstu númerin komast fyrst að
og færast hinir þá sjálfkrafa niður.
Aðeins um 30 manns fá vinnu á
hverju ári. Númerið sem þessi
unga kona fékk var 980. Þetta
þýðir að hún fær að öllu óbreyttu
vinnu eftir rúmlega 32 ár, nánar
tiltekið árið 2017, - 55 ára að aldri.
Sálarkreppa atvinnuleysingjans
Viðhorfi manna til atvinnulausra
hefur verið mjög ábótavant hing-
að til, en þó má finna í þeim
löndum þar sem atvinnuleysi er
mjög mikið, mikla hugarfars-
breytingu til þessa fólks þar sem
allir eru í raun í þeirri hættu að
missa vinnuna einn daginn. Island
er mjög aftarlega á merinni hvað
þetta varðar og er það mest vegna
þess litla atvinnuleysis sem hér
hefur gætt.
Oft getur það haft alveg ótrú-
legar afleiðingar þegar fólk missir
vinnuna og finnur ekki starf aftur
t.d. vegna þess að það er hrein-
lega ekkert að hafa. Hér eru
nefndar nokkrar sálfræðilegar af-
leiðingar atvinnuleysis en þær
voru teknar saman af frönskum
sálfræðingum.
Atvinnulausu fólki finnst sem
Sálarkreppa hins atvinnulausa.
það sé ónauðsynlegt og það lifi á
öðrum. Hinir atvinnulausu finna
fyrir andlegri vanlíðan, hafa
minni kraft til að skapa sér nýtt líf,
og þeir finna fyrir þjóðfélags-
legum hnittingum.
Atvinnulaust fólk hefur oft ekki
efni á að stunda áhugamál sín.
Það veldur hugarangri. Oft er líka
að fólk í þessari stöðu á erfitt með
að stunda „hið venjulega líf', - ýmist
vegna peningaleysis eða sálar-
kreppu og oft gengur þetta það
langt að vinskapur sundrast.
Ef þessi atriði eru skoðuð í ljósi
þess að hægt sé að koma í veg
fyrir meginhlutann með réttum
aðgerðum, þá hljótum við að
velta fyrir okkur hvað hægt sé að
gera.
Atvinnuiausir - ný
félagsmálahreyfing?
Hvað geta skátar boðið
atvinnulausum
Þegar rætt er um aukinn frítíma
hjá fólki og hvernig við getum
fyllt upp í hann nefna margir
Skátahreyfinguna í sömu andrá.
Almenn skátastarfsemi bíður upp
á gífurlega möguleika í þessu
sambandi og á þessum sviðum þar
sem við höfum sérhæft okkur svo
sem í öllu almennu útilífi og
einnig fjölmargar aðferðir til þess
að bjarga okkur sjálf við hinar
erfiðustu aðstæður svo ekki sé
minnst á alla almenna félags- og
uppeldisstarfsemi. Og í raun er
þetta aðeins lítill hluti af öllu því
sem við störfum að. - Þarna gætum
við boðið fólki upp á námskeið
eða þátttöku í fyrrnefndum
atriðum með frekar lítilli fyrir-
höfn. Á móti fengjum við svo inn
í hreyfinguna reynsluríkt fullorð-
ið fólk sem hefði nægan tíma og
gæti jafnvel tekið að sér foringja-
störf. - Svona samstarf við atvinnu-
lausa er víða verið að reyna og
hefur til að mynd gengið mjög vel
á Bretlandi og á Kýpur hafa
skátarnir haldið námskeið í hand-
unnum hlutum með það fyrir aug-
um að fólk geti notað þetta til að
framfleyta sér.
skAtablaðið 19