Skátablaðið - 01.02.1985, Síða 25
KIKT I
SKATAHEIMILIN
Ef fjallið kemur
ekki til Múhameðs
þá fer Múhameð
til fjallsins.
Við fórum hér um
daginn í smá rúnt
og kíktum í nokkur
skátaheimili og
trufluðum fundi til
að heyra hvað væri
efst á baugi meðal
starfandi skáta.
Við litum inn í
skátaheimili á
Akureyri, í Reykja-
vík og Njarðvíkum.
Nýju fréttaritar-
arnir erú sérstak-
lega boðnir vel-
komnir i hópinn.
Svo og verðandi
fréttaritari
ísfirðinga.
EG VERÐ EKEQ ELDRI
— mottó Smyrla á Akureyri
Smyrlar voru að útbúa boð-
unarkerfi en áttu eftir að
fara í áfangana síðar á
fundinum. Flokkurinn er
að undirbúa gönguferð á
súlur, útilegur eru mánað-
arlega í Fálkafelli og flokk-
urinn ætlar til Illugastaða í
vetur. Þessi vaski flokkur
lét sig ekki vanta á fjórð-
ungsmótið sem kennt er við
Bleiku stjörnuna í norðri
og voru þeir sammála um
að mótsblaðið hefði verið
super. Skátablaðið finnst
þeim einnig gott.
Ekki sögðust þeir vera á
móti því að stelpur og
strákar störfuðu meira
saman.
Mottó flokksins er „ég
held ég verði ekki eldri“.
P.s. Palli þurfti að greiða
sér.
J./A.
BETRA EN EKEQ NEITT
— segjaHamrabúaríhúsnæðishraki
Tilraun til líflegrar uppstillingar en þyngdarlögmálið hafði betur.
í gæsluvallarhúsi við Ból-
staðarhlíð, sem er núver-
andi skátaheimili Hamra-
búa hittum við fyrir nýliða-
flokk einn úr félaginu.
Petta var þeirra fyrsti fund-
ur á árinu og voru þeir að
skipuleggja starfið næstu
mánuðina. Reyndar voru
aðeins tveir nýliðar ásamt
foringjum mættir á staðinn
en þeir eru hluti af stærri og
reyndari skátaflokki sem
hefur starfað í allan vetur.
Varðandi húsnæðið sem
samanstendur af tveimur
litlum herbergjum, sögðu
þeir þetta vera aðeins bráða-
birgðarhúsnæði og frekar
þröngt en betra en ekkert.
Flokkurinn hefur starfað
ágætlega í vetur og meðal
annars búið til hengirúm og
farið í félagsútilegu í Dala-
kot. Þeir hafa líka sungið
sig hása hvað eftir annað og
voru með áætlanir á prjón-
unum um að búa til gríðar-
legan bandstiga, sem þeir
ætla að hafa á sínum snær-
um hvert sem farið er. Það
kom fram að Hamrabúar
höfðu fengið skála til um-
sjónar síðan í haust. Skáli
sá heitir Éljagangur og er á
Hellisheiði og ætla Hamra-
búar sér að gera hann mjög
svo vel íveruhæfan. En
hverju vill flokkurinn
breyta í skátunum??
Skátasambandsstjórninni
eins og hún leggur sig og
gera loftið á Snorrabraut-
inni í stand sem fyrst. Þeir
vilja einnig að íslenskir
skátar haldi jamboree, því
þeir sögðust ekki hafa efni
á að sækja jamboree út
fyrir landsteinana.
Það skemmtilegasta í
skátastarfinu fannst öllum
vera útilífið, en það leiðin-
legasta var að hafa sam-
skipti við Skátasamband
Reykjavíkur.
ÞBJ
SKÁTABLAÐIÐ 25