Skátablaðið - 01.02.1985, Blaðsíða 43
áttin snúast úr austan í suðvestan
og var nú aðeins gengið eftir átta-
vita, þar sem engin kennileiti
sáust í vestri en í suðri blasti Hofs-
jökull við og fjallið Sáta. Um kl. 9
á miðvikudagskvöld komum við
að djúpu gili sem við töldum vera
Ströngukvísl. Áin var auð á smá
kafla. Parna ákváðum við að hafa
náttstað því það munar miklu að
þurfa ekki að bræða snjó til
matargerðar. Það er líka gott að
hafa aðgang að nægu vatni því að
í þessum ferðum er það mikið
vökvatap að maður er stanslaust
þambandi vatn og uppþvottavatn-
ið drekkur maður með góðri lyst
ef ekki er um annað að ræða. Þeg-
ar var verið að tjalda kom í ljós
að eitt skíðið var brotið og hékk
aðeins saman á stálköntunum.
Þetta var slæm uppgötvun því það
er erfitt að ösla snjóinn fótgang-
andi. Þetta var að vísu ekki fyrsta
óhappið því skömmu áður hafði
brotnað einn skíðastafur. Hann
var að vísu ekki sá síðasti því
samtals brotnuðu 4 stafir í ferð-
inni. Þarna náðum við fyrst í
Blöndudalshópinn gegnum tal-
stöð og fréttum um vandræði
þeirra vegna botnlangakasts. í
kvöldmat fengum við niðursoðna
ýsu og súpu og síðan var haldið í
tjöld. Á miðnætti óskuðum við
hvor öðrum gleðilegs sumars og
síðan var sofnað út frá rás 2.
Dúfunefsfellið hörfar undan
Skírdagur rann upp eins og
ekkert hefði í skorist. Við vökn-
uðum kl. 8 og vorum fljótir að
háma í okkur grautinn og pakka
tjöldunum. Þá var komið að því
að leysa vandamál brotna skíðis-
ins. Við ákváðum að færa bind-
inguna á skíðinu framar og sjá til
hversu lengi skíðið myndi lafa
saman. Það reyndist lafa alla ferð-
ina. Þennan dag var heiðskírt og
fjallasýn í allar áttir: Langjökull í
vestri, Hrútfell og Kjalfell og
Hofsjökull í suðri og Mælifells-
hnjúkur í Skagafirði í norðri. Við
ákváðum að stefna rétt sunnan
við Dúfunefsfell. Okkur miðaði
mjög hratt áfram en okkur fannst
þó Dúfunefsfellið hörfa óþarflega
hratt undan, svona af fjalli að
vera. Um kl. 3 náðum við því
loksins. Síðustu kílómetrarnir að
Hveravöllum voru seinfarnir
vegna eldsneytisskorts en allt
hafðist þetta þó.
Á Hveravöllum hittum við fé-
laga okkar og urðu þar fagnaðar-
fundir. Svo fórum við í bað og
sögðum frægðarsögur af sjálfum
okkur.
Á föstudaginn langa skildu svo
leiðir; Manni fór norður í
Blöndudal ásamt 14 akureyrskum
skátum en við hinir héldum suður
Kjöl ásamt reykvískum skátum.
Nú þegar þig er farið að klæja í
skíðabotnana er gott fyrir þig að
vita að ISHÆK ’85 verður um
páskana. Leiðin sem verðurfarin
að þessu sinni er frá Húsavík um
Þeystareyki að Kröflu. Nýjustu
fréttir herma að á Reykjaheiði sé
allt hvítt.
Þessi ferð er ætluð fyrir alla
skáta sem eru orðnir 15 ára eða
verða það á árinu. Nauðsynlegt
er að hafa reynslu í vetrarferðum
á skíðum eða hafa áhuga á að
öölast slíka reynslu.
Ferðin stendur yfir frá 31. mars
til 5. apríl og að auki verður boðið
upp á áframhald fyrir hina vanari
en það erferð um Mývatnsöræfi.
Sú ferð stendur til 8. apríl.
Ef þú ert forvitnin uppmáluð
(peinted blú) þá geturðu hringt
í okkur við og við ne við erum:
Kalli (sími 96-25969), Marri JR
(sími 96-21132) og Manni
(sími 91-35160).
Tvístígir þú um of getur það
orðiö of seint að sækja um því
umsóknarfresturinn rennur út nú
um mánaðarmót (febrúar/mars).
SKÁTABLAÐIÐ 43